„Örvænting í Valhöll“ færi Miðflokkurinn fram úr Sjálfstæðisflokknum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2024 18:09 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræddi niðurstöður nýjustu könnunar Maskínu í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Arnar Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu, en fylgi hans hefur aldrei mælst minna. Þá hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aldrei verið minna, og stendur í þrjátíu prósentum. Stjórnmálafræðiprófessor segir núliðið þing síðasta vinnuþingið að sinni, í haust verði þingmenn komnir í kosningaham. „Auðvitað eru það feikileg tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn undir fimmtán prósent í skoðanakönnun hjá einu af þessum helstu skoðanakannanafyrirtækjum,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir langvarandi stjórnarsetu ríkisstjórnarinnar kosta stjórnarflokkana fylgi. „Lögmálið segir það, og það hefur verið að ágerast í seinni tíð alls staðar á Vesturlöndum,“ segir Eiríkur. „Formaðurinn hefur lækkað mjög skarpt í öllum traustsmælingum og óvinsældir hans í þjóðfélaginu eru meiri heldur en meðal leiðtoga annarra stjórnmálaflokka eða forvera hans í Sjálfstæðisflokknum,“ bætir hann við og segir margt koma saman sem gæti skýrt minnkandi fylgi. Núliðið þing síðasta vinnuþingið Eiríkur segir líklegt að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna bregðist við niðurstöðum sem þessum með því að bíða og vona að ástandið skáni. „En það er í sjálfu sér ekkert sem bendir endilega til þess að það muni gera það,“ segir hann. Þá nefnir hann Miðflokkinn, sem mælist með tæplega þrettán prósenta fylgi, og nartar þar með í hæla Sjálfstæðisflokksins, hvers fylgi mælist fimmtán prósent. „Það hlýtur að vera verulega óþægileg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá Miðflokkinn rísa svona upp við hliðina á sér. Og ef við færum að sjá tölur þar sem Miðflokkurinn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þá gæti nú gripið um sig einhver örvænting í Valhöll,“ segir Eiríkur. Hann spáir því að leiðandi hluti þess fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn er að missa færist yfir í Miðflokkinn. „Þingið sem var að klára er síðasta vinnuþingið fram að kosningum. Þar sem menn eru raunverulega að reyna að vinna málum farveg innan þingsins, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Á þinginu í haust verði komið á kosningaár, hvort sem kosið verði þegar kjörtímabilinu lýkur eða fyrr. Upptakturinn að kosningabaráttunni hefjist í haust og þá verði allir þingmenn komnir í kosningaham. Samfylkingin þögul um ýmis mál Aðspurður segir Eiríkur blasa við að Samfylkingin sé taktískt að leggja ýmis baráttumál til hliðar til að sanka að sér fylgi. Til dæmis mál sem varða ESB og nýju stjórnarskrána og fjölmenningarsamfélagið. „Þetta er mikið til farið og fókusinn er á efnahagsstefnuna og það er augljóst að ný forysta í Samfylkingunni vill halda áherslunni þar. Þetta getur líka valdið gremju meðal eldri flokksmanna sem er annt um þessi mál. Einhverjir þeirra finna sér eflaust farveg annars staðar,“ segir Eiríkur. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Reykjavík síðdegis Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Auðvitað eru það feikileg tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn undir fimmtán prósent í skoðanakönnun hjá einu af þessum helstu skoðanakannanafyrirtækjum,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir langvarandi stjórnarsetu ríkisstjórnarinnar kosta stjórnarflokkana fylgi. „Lögmálið segir það, og það hefur verið að ágerast í seinni tíð alls staðar á Vesturlöndum,“ segir Eiríkur. „Formaðurinn hefur lækkað mjög skarpt í öllum traustsmælingum og óvinsældir hans í þjóðfélaginu eru meiri heldur en meðal leiðtoga annarra stjórnmálaflokka eða forvera hans í Sjálfstæðisflokknum,“ bætir hann við og segir margt koma saman sem gæti skýrt minnkandi fylgi. Núliðið þing síðasta vinnuþingið Eiríkur segir líklegt að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna bregðist við niðurstöðum sem þessum með því að bíða og vona að ástandið skáni. „En það er í sjálfu sér ekkert sem bendir endilega til þess að það muni gera það,“ segir hann. Þá nefnir hann Miðflokkinn, sem mælist með tæplega þrettán prósenta fylgi, og nartar þar með í hæla Sjálfstæðisflokksins, hvers fylgi mælist fimmtán prósent. „Það hlýtur að vera verulega óþægileg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá Miðflokkinn rísa svona upp við hliðina á sér. Og ef við færum að sjá tölur þar sem Miðflokkurinn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þá gæti nú gripið um sig einhver örvænting í Valhöll,“ segir Eiríkur. Hann spáir því að leiðandi hluti þess fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn er að missa færist yfir í Miðflokkinn. „Þingið sem var að klára er síðasta vinnuþingið fram að kosningum. Þar sem menn eru raunverulega að reyna að vinna málum farveg innan þingsins, myndi ég halda,“ segir Eiríkur. Á þinginu í haust verði komið á kosningaár, hvort sem kosið verði þegar kjörtímabilinu lýkur eða fyrr. Upptakturinn að kosningabaráttunni hefjist í haust og þá verði allir þingmenn komnir í kosningaham. Samfylkingin þögul um ýmis mál Aðspurður segir Eiríkur blasa við að Samfylkingin sé taktískt að leggja ýmis baráttumál til hliðar til að sanka að sér fylgi. Til dæmis mál sem varða ESB og nýju stjórnarskrána og fjölmenningarsamfélagið. „Þetta er mikið til farið og fókusinn er á efnahagsstefnuna og það er augljóst að ný forysta í Samfylkingunni vill halda áherslunni þar. Þetta getur líka valdið gremju meðal eldri flokksmanna sem er annt um þessi mál. Einhverjir þeirra finna sér eflaust farveg annars staðar,“ segir Eiríkur. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Alþingi Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Miðflokkurinn nartar í hæla Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra. 26. júní 2024 09:21