Þjóðverjar hæðast að Englendingum: „Þessi ljón eru kettlingar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2024 08:01 Harry Kane hefur ekki fundið sig á EM. getty/Stu Forster Það eru ekki bara enskir fjölmiðlar sem láta fótboltalandsliðið sitt fá það óþvegið heldur einnig kollegar þeirra í Evrópu. England gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í gær. Stigið dugði Englendingum til að vinna riðilinn en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir frammistöðu sína á mótinu. Þýska blaðið Bild fór ekki neinum silkihönskum um enska liðið eftir leikinn gegn Slóveníu og talaði meðal annars um að ljónin, eins og enska landsliðið er jafnan kallað, væru eins og kettlingar. Í umfjöllun Bild var athyglinni einnig beint að Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins, og því velt upp hver leikáætlun hans væri eiginlega. Frammistaða Englendinga var einnig sögð skelfileg og að þeir hefðu ekki haft neina stjórn á leiknum. Leikmenn enska liðsins sluppu ekki við gagnrýni Bild. Jude Bellingham var meðal annars sagður hafa verið mjög daufur og ólíkur sjálfum sér og að Phil Foden og Bukayo Saka hafi ekki haft mikil áhrif á leikinn. Conor Gallagher fékk einnig fyrir ferðina en í umsögn Bild segir að hann hafi verið algjörlega týndur í leiknum. Sem fyrr sagði vann England C-riðilinn og er enn ósigrað á EM. Næsti leikur Englendinga verður í Gelsenkirchen á sunnudaginn. Andstæðingurinn verður annað hvort liðið sem endar í 3. sæti D- eða E-riðils. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
England gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í gær. Stigið dugði Englendingum til að vinna riðilinn en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir frammistöðu sína á mótinu. Þýska blaðið Bild fór ekki neinum silkihönskum um enska liðið eftir leikinn gegn Slóveníu og talaði meðal annars um að ljónin, eins og enska landsliðið er jafnan kallað, væru eins og kettlingar. Í umfjöllun Bild var athyglinni einnig beint að Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins, og því velt upp hver leikáætlun hans væri eiginlega. Frammistaða Englendinga var einnig sögð skelfileg og að þeir hefðu ekki haft neina stjórn á leiknum. Leikmenn enska liðsins sluppu ekki við gagnrýni Bild. Jude Bellingham var meðal annars sagður hafa verið mjög daufur og ólíkur sjálfum sér og að Phil Foden og Bukayo Saka hafi ekki haft mikil áhrif á leikinn. Conor Gallagher fékk einnig fyrir ferðina en í umsögn Bild segir að hann hafi verið algjörlega týndur í leiknum. Sem fyrr sagði vann England C-riðilinn og er enn ósigrað á EM. Næsti leikur Englendinga verður í Gelsenkirchen á sunnudaginn. Andstæðingurinn verður annað hvort liðið sem endar í 3. sæti D- eða E-riðils.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira