Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir kvótasetningu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2024 15:21 Þórarinn segir að tilgangur kvótasetningarinnar sé fyrst og fremst að skapa fyrirsjáanleika í greininni. Vísir/Vilhelm Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, segir tilgang grásleppukvótasetningarinnar fyrst og fremst vera að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem veiðarnar stunda. Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir því að þetta verði gert. Bátum við grásleppuveiðar hafi fækkað mikið á stuttum tíma undanfarin ár, og nýliðun í greininni sé ekki mikil. „Tilgangurinn er sá að koma grásleppunni í stýringu, fyrst og fremst snýst þetta um fyrirsjáanleika þeirra sem veiðarnar stunda. Það hefur verið dagakerfi hingað til, dögum hefur fækkað og fjölgað eftir því hvernig gengið hefur að veiða,“ segir Þórarinn. Fyrirsjáanleikinn hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill. Fyrir kvótasetninguna hafi verið árleg ósvæðisbundin heildarúthlutun veiðiheimilda til grásleppu. „Árið 2020 veiddist gríðarlega vel fyrir norðan, og þegar grásleppusjómenn ætluðu að fara af stað á Vesturlandi, var búið að veiða það sem mátti veiða af grásleppu fyrir norðan,“ segir Þórarinn. Auðvitað séu þó skiptar skoðanir á því hvort kvótasetning sé æskileg eða ekki. Árið 2020 veiddist svo vel fyrir norðan af grásleppu að ekkert mátti veiða á Vesturlandi.Vísir/Vilhelm Kvótinn svæðisbundinn Þórarinn segir að grásleppusjómenn hafi margir hverjir lengi kallað eftir því að þetta yrði gert. Þessi vegferð kvótasetningarinnar hafi hafist í ráðherratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, og loks hafi málið verið klárað í vor. „Fyrst og fremst erum við að fjalla hérna um fyrirsjáanleika. Þeir sem að þetta stunda viti hvað þeir geta veitt, og séu ekki endilega bundnir dögum og slíkt,“ segir Þórarinn. Kvótinn sé bundinn við svæði, og framsalsheimildir séu einnig svæðisbundnar. Þetta komi sér vel, þar sem grásleppan gengur hring í kringum landið, og sé fyrr á ferðinni fyrir norðan. Grásleppusjómenn fyrir vestan verði þá með kvóta, sama hvernig veiðist fyrir norðan. Enginn má eiga meira en 1,5 prósent af heildarkvótanum samkvæmt nýju lögunum, og framsalsheimildir kvótans eru svæðisbundnar.Vísir/Vilhelm Réttmætar áhyggjur af því að kvótinn safnist á fárra hendur Þórarinn segir að áhyggjur þeirra sem halda að kvótaþakið verði smám saman hækkað, og að þetta endi þannig að grásleppukvótinn safnist á hendur fárra fjársterkra aðila, séu réttmætar. „Við reynum að girða fyrir það með því að setja hámark, 1,5 prósent kvótaþak, sem er þar að auki svæðisbundið,“ segir Þórarinn. „Eins og þróunin hefur verið undanfarin ár i þessum veiðum, þá hefur bátunum farið fækkandi, því það hefur ekki verið afkoma í veiðinni undanfarin ár. Þeim hefur fækkað alveg ótrúlega mikið á stuttum tíma. Við erum að aðstoða þá sem hafa verið að stunda þessar veiðar, það verði meiri arðsemi og fyrirsjáanleiki í greininni,“ segir Þórarinn. Tíminn verði svo að leiða það í ljós hvort það gangi eftir. Fimm prósent kvótans til nýliða Eitt mikilvægt atriði í frumvarpinu er nýliðunarpotturinn, segir Þórarinn. Ráðherra úthluti 5,3 prósentum af heildarkvótanum til nýliða ár hvert. Í dag séu nokkrir nýliðar nýbyrjaðir að róa, og taka þurfi tillit til þeirra við úthlutun. „Með þessu erum við að reyna mæta þeim áhyggjum að þetta tapist á fárra hendur og bara fjársterkir aðilar geti verslað sér aflaheimildir,“ segir Þórarinn. Hann segir að hugsunin sé alls ekki að skapa auðæfi sem menn geta svo bara selt, en menn geti alveg farið úr greininni vilji þeir það og selt frá sér kvótann. Kvótaþakið eigi að koma í veg fyrir að kvótinn safnist á fárra hendur. „Við skulum bara sjá, það er hiti í mönnum. Það eru skiptar skoðanir á þessu eins og eðlilegt er þegar kemur að löggjöf sem snýr að nýtingu auðlinda. Þetta er niðurstaðan og nú einbeitum við okkur bara að því að vinna eftir henni. Ég tel að þarna séu tækifæri, en við þurfum vissulega að vera vakandi fyrir því að einhverjir hnökrar geti komið upp,“ segir Þórarinn. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. 25. júní 2024 12:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Tilgangurinn er sá að koma grásleppunni í stýringu, fyrst og fremst snýst þetta um fyrirsjáanleika þeirra sem veiðarnar stunda. Það hefur verið dagakerfi hingað til, dögum hefur fækkað og fjölgað eftir því hvernig gengið hefur að veiða,“ segir Þórarinn. Fyrirsjáanleikinn hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill. Fyrir kvótasetninguna hafi verið árleg ósvæðisbundin heildarúthlutun veiðiheimilda til grásleppu. „Árið 2020 veiddist gríðarlega vel fyrir norðan, og þegar grásleppusjómenn ætluðu að fara af stað á Vesturlandi, var búið að veiða það sem mátti veiða af grásleppu fyrir norðan,“ segir Þórarinn. Auðvitað séu þó skiptar skoðanir á því hvort kvótasetning sé æskileg eða ekki. Árið 2020 veiddist svo vel fyrir norðan af grásleppu að ekkert mátti veiða á Vesturlandi.Vísir/Vilhelm Kvótinn svæðisbundinn Þórarinn segir að grásleppusjómenn hafi margir hverjir lengi kallað eftir því að þetta yrði gert. Þessi vegferð kvótasetningarinnar hafi hafist í ráðherratíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, og loks hafi málið verið klárað í vor. „Fyrst og fremst erum við að fjalla hérna um fyrirsjáanleika. Þeir sem að þetta stunda viti hvað þeir geta veitt, og séu ekki endilega bundnir dögum og slíkt,“ segir Þórarinn. Kvótinn sé bundinn við svæði, og framsalsheimildir séu einnig svæðisbundnar. Þetta komi sér vel, þar sem grásleppan gengur hring í kringum landið, og sé fyrr á ferðinni fyrir norðan. Grásleppusjómenn fyrir vestan verði þá með kvóta, sama hvernig veiðist fyrir norðan. Enginn má eiga meira en 1,5 prósent af heildarkvótanum samkvæmt nýju lögunum, og framsalsheimildir kvótans eru svæðisbundnar.Vísir/Vilhelm Réttmætar áhyggjur af því að kvótinn safnist á fárra hendur Þórarinn segir að áhyggjur þeirra sem halda að kvótaþakið verði smám saman hækkað, og að þetta endi þannig að grásleppukvótinn safnist á hendur fárra fjársterkra aðila, séu réttmætar. „Við reynum að girða fyrir það með því að setja hámark, 1,5 prósent kvótaþak, sem er þar að auki svæðisbundið,“ segir Þórarinn. „Eins og þróunin hefur verið undanfarin ár i þessum veiðum, þá hefur bátunum farið fækkandi, því það hefur ekki verið afkoma í veiðinni undanfarin ár. Þeim hefur fækkað alveg ótrúlega mikið á stuttum tíma. Við erum að aðstoða þá sem hafa verið að stunda þessar veiðar, það verði meiri arðsemi og fyrirsjáanleiki í greininni,“ segir Þórarinn. Tíminn verði svo að leiða það í ljós hvort það gangi eftir. Fimm prósent kvótans til nýliða Eitt mikilvægt atriði í frumvarpinu er nýliðunarpotturinn, segir Þórarinn. Ráðherra úthluti 5,3 prósentum af heildarkvótanum til nýliða ár hvert. Í dag séu nokkrir nýliðar nýbyrjaðir að róa, og taka þurfi tillit til þeirra við úthlutun. „Með þessu erum við að reyna mæta þeim áhyggjum að þetta tapist á fárra hendur og bara fjársterkir aðilar geti verslað sér aflaheimildir,“ segir Þórarinn. Hann segir að hugsunin sé alls ekki að skapa auðæfi sem menn geta svo bara selt, en menn geti alveg farið úr greininni vilji þeir það og selt frá sér kvótann. Kvótaþakið eigi að koma í veg fyrir að kvótinn safnist á fárra hendur. „Við skulum bara sjá, það er hiti í mönnum. Það eru skiptar skoðanir á þessu eins og eðlilegt er þegar kemur að löggjöf sem snýr að nýtingu auðlinda. Þetta er niðurstaðan og nú einbeitum við okkur bara að því að vinna eftir henni. Ég tel að þarna séu tækifæri, en við þurfum vissulega að vera vakandi fyrir því að einhverjir hnökrar geti komið upp,“ segir Þórarinn.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. 25. júní 2024 12:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. 25. júní 2024 12:22