Halla Tómasdóttir rétt kjörin forseti Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 25. júní 2024 13:35 Halla tekur við embætti forseta í ágúst. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti og fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Það staðfesti Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Landskjörstjórn úrskurðaði á fundi sínum í dag um 117 ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að Halla sé rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028. Halla hlaut í kosningunum 33,9 prósent atkvæða eða alls 73.184 atkvæði. Alls greiddu 215.635 atkvæði í kosningunum. Gild atkvæði voru 214.320. Með tilkynningunni fylgir kosningaskýrsla auk þriggja úrskurða nefndarinnar um ágreiningsatkvæði. Nefndin þurfti á fundi sínum í dag að fara yfir ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Einn í Norðvesturkjördæmi, 57 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 59 ágreiningsseðla í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þrjú voru metin gild í Reykjavíkurkjördæmi suður og fjögur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Auk þess var eitt atkvæði metið gilt í Norðvesturkjördæmi. Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Mynd/Landskjörstjórn Yfirlýsing landskjörstjórnar í heild sinni: Landskjörstjórn gjörir kunnugt: Kjör forseta Íslands fór fram 1. júní 2024. Við kjörið var í hvívetna gætt ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33, 17. júní 1944 og kosningalaga nr. 112, 25. júní 2021. Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti. Hún fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Samkvæmt þessu lýsir landskjörstjórn yfir að Halla Tómasdóttir er rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45 Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Í yfirlýsingu frá þeim segir að Halla sé rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028. Halla hlaut í kosningunum 33,9 prósent atkvæða eða alls 73.184 atkvæði. Alls greiddu 215.635 atkvæði í kosningunum. Gild atkvæði voru 214.320. Með tilkynningunni fylgir kosningaskýrsla auk þriggja úrskurða nefndarinnar um ágreiningsatkvæði. Nefndin þurfti á fundi sínum í dag að fara yfir ágreiningsseðla í þremur kjördæmum. Einn í Norðvesturkjördæmi, 57 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 59 ágreiningsseðla í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þrjú voru metin gild í Reykjavíkurkjördæmi suður og fjögur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Auk þess var eitt atkvæði metið gilt í Norðvesturkjördæmi. Landskjörstjórn á fundi sínum í dag. Mynd/Landskjörstjórn Yfirlýsing landskjörstjórnar í heild sinni: Landskjörstjórn gjörir kunnugt: Kjör forseta Íslands fór fram 1. júní 2024. Við kjörið var í hvívetna gætt ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33, 17. júní 1944 og kosningalaga nr. 112, 25. júní 2021. Halla Tómasdóttir hefur verið löglega kjörin forseti. Hún fullnægir skilyrðum stjórnarskrár lýðveldisins um kjör forseta Íslands. Samkvæmt þessu lýsir landskjörstjórn yfir að Halla Tómasdóttir er rétt kjörin forseti Íslands um kjörtímabil það er hefst 1. ágúst 2024 og lýkur 31. júlí 2028.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45 Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45
Forseti þriðjungs eða heillar þjóðar? Nú eru forsetakosningar afstaðnar. Halla Tómasdóttir er ótvíræður sigurvegari þeirra og á hamingjuóskir skilið. Þótt hún hafi ekki fengið mitt atkvæði vona ég að henni vegni vel og að hún upphefji veg og virðingu forsetaembættisins, enda þykir mér bæði vænt um embættið og ber mikla virðingu fyrir því. 7. júní 2024 07:01