Spalletti skammaði sína menn eftir dramatíkina gegn Króatíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2024 08:30 Luciano Spalletti á hliðarlínunni í leiknum gegn Króatíu. getty/Masashi Hara Þrátt fyrir að Ítalir hafi bjargað stigi gegn Króötum og þar með tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins skammaði Luciano Spalletti, þjálfari ítalska liðsins, sína menn eftir leikinn í gær. Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leiknum í Leipzig í gær skoraði Mattia Zaccagni jöfnunarmark Ítalíu með frábæru skoti. Ítalir tryggðu sér þar með 2. sætið í B-riðli og sæti í sextán liða úrslitum EM þar sem þeir mæta Svisslendingum. Spalletti var þó langt frá því að vera sáttur við liðið sitt eftir leikinn og fannst það ekki hafa sýnt sínar réttu hliðar. „Við vorum langt frá því að vera skynsamir. Ef við eigum í vandræðum með að spila út frá vörninni með einföldum sendingum verðum við í vandræðum sama hvaða uppstillingu og leikkerfi við notum,“ sagði Spalletti. „Í fyrri hálfleik töpuðum við boltanum á hátt sem við höfum ekki efni á að gera. Það var ekki skynsamt. Ef við spilum ekki vel, ef við framkvæmum bara grunnatriðin og ekkert meira lendum við í vandræðum. Þetta snerist ekki um leikkerfið. Við vorum of hikandi í fyrri hálfleik. Kerfið skipti ekki máli miðað við viðhorfið og gæðin sem við sýndum.“ Ítalir urðu Evrópumeistarar fyrir þremur árum en mistókst svo að komast á HM í Katar. Á ýmsu gekk í undankeppni EM en þeir tryggðu sér samt sæti á mótinu í Þýskalandi og eru enn með þar, þrátt fyrir allt. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. 24. júní 2024 22:30 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í leiknum í Leipzig í gær skoraði Mattia Zaccagni jöfnunarmark Ítalíu með frábæru skoti. Ítalir tryggðu sér þar með 2. sætið í B-riðli og sæti í sextán liða úrslitum EM þar sem þeir mæta Svisslendingum. Spalletti var þó langt frá því að vera sáttur við liðið sitt eftir leikinn og fannst það ekki hafa sýnt sínar réttu hliðar. „Við vorum langt frá því að vera skynsamir. Ef við eigum í vandræðum með að spila út frá vörninni með einföldum sendingum verðum við í vandræðum sama hvaða uppstillingu og leikkerfi við notum,“ sagði Spalletti. „Í fyrri hálfleik töpuðum við boltanum á hátt sem við höfum ekki efni á að gera. Það var ekki skynsamt. Ef við spilum ekki vel, ef við framkvæmum bara grunnatriðin og ekkert meira lendum við í vandræðum. Þetta snerist ekki um leikkerfið. Við vorum of hikandi í fyrri hálfleik. Kerfið skipti ekki máli miðað við viðhorfið og gæðin sem við sýndum.“ Ítalir urðu Evrópumeistarar fyrir þremur árum en mistókst svo að komast á HM í Katar. Á ýmsu gekk í undankeppni EM en þeir tryggðu sér samt sæti á mótinu í Þýskalandi og eru enn með þar, þrátt fyrir allt.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. 24. júní 2024 22:30 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. 24. júní 2024 22:30
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn