Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2024 14:00 Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir stöðun í Grenlæk grafalvarlega. Hafrannsóknarstofnun Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við son landeigenda á Seglbúðum í Landbroti, sem á hlut í Grenlæk. Hann sagði vatnsleysi sem stafi af varnargarði við Skaftá valda grafalvarlegri stöðu, og að sjóbirtingsstofn læksins myndi deyja út ef ekkert yrði að gert. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir stofnunina hafa vaktað lækinn til langs tíma. „Þannig að við vitum hver áhrifin verða. Það er augljóst að þegar ekki er vatn, eins og er núna í Grenlæk á efstu ellefu kílómetrunum, þá hefur það alvarleg áhrif fyrir lífríkið,“ segir Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Stofnunin hafi reynt að vekja athygli innan stjórnkerfisins á þessari alvarlegu stöðu. „Að okkar mati þá þarf annars vegar að fara í bráðaaðgerðir til þess að koma vatni á Grenlæk núna, og síðan þarf að finna leiðir til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.“ Mögulega of seint í sumum tilfellum Sonur landeigenda sagði í gær að lausnin væri einföld, og fælist í því að veita vatni undir þjóðveg eitt og út á Eldhraun, í stað þess að notast við garðana, sem beini vatninu annað. „Ég held að það sé sú bráðaaðgerð sem þarf að gera. Það er líka að sjá til þess að það vatn nái þá þarna niður, alla leið.“ Lækurinn hefur áður þornað á stórum kafla, síðast 2016. Guðni segir lífríki geta verið fljót að taka við sér, en það sé misjafnt eftir tegundum. Erfitt sé að segja hversu langan tíma það tæki lífríkið að jafna sig að fullu, ef vatnsstaðan batnaði. „Eða hvort það séu einhverjir stofnar eða einhver erfðabreytileiki sem er til staðar sem er að eilífu glataður. Það er líka alveg mögulegt.“ Umhverfismál Skaftárhreppur Dýr Vegagerð Stangveiði Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við son landeigenda á Seglbúðum í Landbroti, sem á hlut í Grenlæk. Hann sagði vatnsleysi sem stafi af varnargarði við Skaftá valda grafalvarlegri stöðu, og að sjóbirtingsstofn læksins myndi deyja út ef ekkert yrði að gert. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir stofnunina hafa vaktað lækinn til langs tíma. „Þannig að við vitum hver áhrifin verða. Það er augljóst að þegar ekki er vatn, eins og er núna í Grenlæk á efstu ellefu kílómetrunum, þá hefur það alvarleg áhrif fyrir lífríkið,“ segir Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Stofnunin hafi reynt að vekja athygli innan stjórnkerfisins á þessari alvarlegu stöðu. „Að okkar mati þá þarf annars vegar að fara í bráðaaðgerðir til þess að koma vatni á Grenlæk núna, og síðan þarf að finna leiðir til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.“ Mögulega of seint í sumum tilfellum Sonur landeigenda sagði í gær að lausnin væri einföld, og fælist í því að veita vatni undir þjóðveg eitt og út á Eldhraun, í stað þess að notast við garðana, sem beini vatninu annað. „Ég held að það sé sú bráðaaðgerð sem þarf að gera. Það er líka að sjá til þess að það vatn nái þá þarna niður, alla leið.“ Lækurinn hefur áður þornað á stórum kafla, síðast 2016. Guðni segir lífríki geta verið fljót að taka við sér, en það sé misjafnt eftir tegundum. Erfitt sé að segja hversu langan tíma það tæki lífríkið að jafna sig að fullu, ef vatnsstaðan batnaði. „Eða hvort það séu einhverjir stofnar eða einhver erfðabreytileiki sem er til staðar sem er að eilífu glataður. Það er líka alveg mögulegt.“
Umhverfismál Skaftárhreppur Dýr Vegagerð Stangveiði Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira