Skjálftinn við Brennisteinsfjöll líklega ótengdur gosstöðvunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2024 08:35 Jarðskjálftamælir á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti sem reið yfir í Brennisteinsfjöllum í gærkvöldi er ekki talinn tengjast atburðunum í Sundhnúkagígum. Landris heldur áfram við Svartsengi og útlit fyrir að sama ferli sé að hefjast og sést hefur í aðdraganda síðustu eldgosa. Jarðskjálftinn reið yfir um klukkan korter í ellefu í gærkvöldi, sex kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála og mældist 3,1 að stærð. Nokkrir smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir erfitt að segja til um hvort skjálftinn tengjist jarðhræringum við Sundhnúkagíga, þar sem eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. „Það er í raun erfitt að segja. Það er hreyfing á öllum skaganum vegna flekaskilanna og það verða oft hreyfingar á sprungum sem liggja á þessum svæðum,“ segir Lovísa. Líklegast sé að skjálftinn sé ótengdur atburðum við gosstöðvarnar, og erfitt að draga aðrar ályktanir af skjálftanum. „Það gerist oft að það verði stakir skjálftar á sprungum á svæðinu og það virðist bara hafa verið einhver hreyfing þarna.“ Endurtekið efni líklega í vændum Varðandi stöðuna við gosstöðvarnar segir Lovísa að landris haldi áfram undir Svartsengi. „Hraun sem kom þarna síðustu dagana heldur áfram að mjakast áfram. Það er enn smá hreyfing við varnargarðana við Svartsengi og það var aðeins hreyfing þar í nótt. Það er verið að dæla á hraunið og það má búast við því að á meðan hraunið er að kólna verði hreyfing á því næstu daga.“ Um framhaldið segir Lovísa að útlit sé fyrir að sama atburðarás sé að myndast og hefur verið í aðdraganda síðustu eldgosa. „Landris undir Svartsengi heldur áfram. Þetta virðist vera svipað ferli og hefur verið síðustu mánuði.“ Eldgos og jarðhræringar Ölfus Tengdar fréttir Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18 Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15 Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Jarðskjálftinn reið yfir um klukkan korter í ellefu í gærkvöldi, sex kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála og mældist 3,1 að stærð. Nokkrir smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir erfitt að segja til um hvort skjálftinn tengjist jarðhræringum við Sundhnúkagíga, þar sem eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. „Það er í raun erfitt að segja. Það er hreyfing á öllum skaganum vegna flekaskilanna og það verða oft hreyfingar á sprungum sem liggja á þessum svæðum,“ segir Lovísa. Líklegast sé að skjálftinn sé ótengdur atburðum við gosstöðvarnar, og erfitt að draga aðrar ályktanir af skjálftanum. „Það gerist oft að það verði stakir skjálftar á sprungum á svæðinu og það virðist bara hafa verið einhver hreyfing þarna.“ Endurtekið efni líklega í vændum Varðandi stöðuna við gosstöðvarnar segir Lovísa að landris haldi áfram undir Svartsengi. „Hraun sem kom þarna síðustu dagana heldur áfram að mjakast áfram. Það er enn smá hreyfing við varnargarðana við Svartsengi og það var aðeins hreyfing þar í nótt. Það er verið að dæla á hraunið og það má búast við því að á meðan hraunið er að kólna verði hreyfing á því næstu daga.“ Um framhaldið segir Lovísa að útlit sé fyrir að sama atburðarás sé að myndast og hefur verið í aðdraganda síðustu eldgosa. „Landris undir Svartsengi heldur áfram. Þetta virðist vera svipað ferli og hefur verið síðustu mánuði.“
Eldgos og jarðhræringar Ölfus Tengdar fréttir Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18 Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15 Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18
Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15
Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18