„Erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. júní 2024 21:29 Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, með boltann í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink ÍA gerði 1-1 jafntefli gegn Blikum á Kópavogsvelli. Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, fagnaði þrítugsafmæli sínu í dag en var svekktur að hafa ekki nýtt dauðafæri í uppabótartíma til að vinna leikinn. „Það situr í mér. Ég ætlaði að stýra boltanum í nærhornið en hitti hann ekki betur en þetta sem var svekkjandi. En miðað við fyrri hálfleik var 1-1 jafntefli á útivelli gegn Blikum fínt og við tökum þessu.“ Staðan í hálfleik var 0-0 og Viktor var ekki sáttur með spilamennsku ÍA í fyrri hálfleik en fannst hún hafa batnað töluvert í síðari hálfleik. „Þetta var miklu betra í seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að það vantaði ákefð í okkur. Við vorum að láta éta okkur á miðjunni og við Hinrik vorum ekki að ná að halda boltanum í fremstu línu en þetta var miklu betra í seinni hálfleik þar sem við náðum að skora og hefðum viljað halda því út en tökum þessu.“ Marko Vardic fékk dæmda á sig vítaspyrnu þar sem hann fékk boltann ansi klaufalega í höndina. Viktor vildi þó ekki kenna honum um jafnteflið. „Ég sá þetta ekki alveg nógu vel en mér sýndist boltinn hafa farið í höndina á honum en maður skilur ekkert í þessum reglum með hendi hvort þetta hafi verið ódýrt eða ekki. Þetta var klaufalegt en hann skoraði markið okkar og ef einhver hefði mátt gera þessi mistök þá var það hann.“ ÍA hefur byrjað tímabilið frábærlega og liðið er í fjórða sæti deildarinnar eftir ellefu umferðir. Viktor minntist á tímabilið 2019 þar sem ÍA byrjaði mótið frábærlega en endaði í tíunda sæti. „Ekki spurning. Við erum mjög sáttir með sautján stig eftir ellefu umferðir. Við höfum verið að spila betur með hverjum leiknum í sumar. Þetta lítur betur út en oft áður upp á Skaga en við erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019 þannig við pössum okkur á því að fara ekki of hátt upp heldur,“ sagði Viktor að lokum. ÍA Fótbolti Besta deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
„Það situr í mér. Ég ætlaði að stýra boltanum í nærhornið en hitti hann ekki betur en þetta sem var svekkjandi. En miðað við fyrri hálfleik var 1-1 jafntefli á útivelli gegn Blikum fínt og við tökum þessu.“ Staðan í hálfleik var 0-0 og Viktor var ekki sáttur með spilamennsku ÍA í fyrri hálfleik en fannst hún hafa batnað töluvert í síðari hálfleik. „Þetta var miklu betra í seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að það vantaði ákefð í okkur. Við vorum að láta éta okkur á miðjunni og við Hinrik vorum ekki að ná að halda boltanum í fremstu línu en þetta var miklu betra í seinni hálfleik þar sem við náðum að skora og hefðum viljað halda því út en tökum þessu.“ Marko Vardic fékk dæmda á sig vítaspyrnu þar sem hann fékk boltann ansi klaufalega í höndina. Viktor vildi þó ekki kenna honum um jafnteflið. „Ég sá þetta ekki alveg nógu vel en mér sýndist boltinn hafa farið í höndina á honum en maður skilur ekkert í þessum reglum með hendi hvort þetta hafi verið ódýrt eða ekki. Þetta var klaufalegt en hann skoraði markið okkar og ef einhver hefði mátt gera þessi mistök þá var það hann.“ ÍA hefur byrjað tímabilið frábærlega og liðið er í fjórða sæti deildarinnar eftir ellefu umferðir. Viktor minntist á tímabilið 2019 þar sem ÍA byrjaði mótið frábærlega en endaði í tíunda sæti. „Ekki spurning. Við erum mjög sáttir með sautján stig eftir ellefu umferðir. Við höfum verið að spila betur með hverjum leiknum í sumar. Þetta lítur betur út en oft áður upp á Skaga en við erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019 þannig við pössum okkur á því að fara ekki of hátt upp heldur,“ sagði Viktor að lokum.
ÍA Fótbolti Besta deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira