„Finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu“ Árni Gísli Magnússon skrifar 23. júní 2024 20:44 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA Vísir/Pawel Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður eftir að lið hans bar sigur úr býtum gegn Fram í 11. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Sigurmark KA kom í uppbótartíma þegar Daníel Hafsteinsson stangaði boltann í netið. Fyrsta spurning til Hallgríms var hvort honum væri ekki sama um allt nema stigin þrjú eftir þennan dramatíska sigur? „Ég veit það ekki, ég kannski hugsa minna um frammistöðina en stigin, en mér er sko ekki drullusama um hjartað í mínu liði, það var frábært í dag. Við eru með stútfullt lið af strákum sem að þykir vænt um félagið og hvern annan og við erum í stöðu sem að við ætlum okkur ekki að vera í, erfiðri stöðu, og í dag upplifi ég svona eins og enn og aftur fáum við högg.“ „Við áttum að skora allavega þrjú mörk í fyrri hálfleik og við getum sagt að það hafi hangið yfir seinna markið hjá þeim, vel gert hjá Kennie (Chopart), ódýrt mark sem við fáum á okkur og að labba inn í hálfleik undir 2-1 er erfitt þegar þú ert neðstur og finnst kannski að þú eigir ekki að vera undir þannig ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka. Eftir að við jöfnum fannst mér bara spurning hvort við myndum skora eða færi jafntefli. Bara kredit á strákana að gefast aldrei upp því þetta var vissulega ekki frábær staða.“ Daníel Hafsteinsson, Ingimar Stöle og Viðar Örn Kjartansson koma allir inn af bekknum hjá KA og breyttu svo sannarlega leiknum. „Þeir bara komu inn með flotta frammistöðu og fengum helvíti flottar fyrirgjafir frá Ingimari og mér finnst Viðar koma virkilega vel inn; hélt vel í boltann, pressaði og hljóp og Daníel náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur þannig þeir stóðu sig bara vel en fyrst og fremst tek ég úr þessu að við fengum stig sem við loksins fengum og þurftum og mér finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu.“ „Við gefumst ekki upp og okkur finnst frammistaðan vera búin að verða betri og betri og betri. Þessi leikur var ekki eins góður og síðast þegar við mættum Fram en eins og ég segi þá skipta stigin meira máli en akkúrat það í augnablikinu.“ Fram var ívið sterkari aðilinn framan af í síðari hálfleik og því virkilega sterkt hjá KA að sækja öll stigin þrjú eftir að hafa verið enn undir seint í leiknum. „Fram er náttúrulega bara gott lið. Þeir eru með hörku leikmenn. Þegar staðan er 2-1 fyrir þá og þeir geta legið niðri áttum við erfitt með að búa til og skapa, áttum erfitt með að komast á síðasta þriðjung og opna þá en svo fannst mér svona síðustu 20 til 25 mínúturnar við vera komnir helvíti ofarlega og eigum fullt af fyrirgjöfum og mjög sætt að klára þetta en það er ekkert auðvelt að brjóta niður Fram liðið þegar þeir eru komnir yfir og þess vegna er ég virkilega ánægður með strákana.“ KA á þónokkuð af útileikjum framundan og undanúrslitaleik í Mjólkurbikarnum á heimavelli. Hvernig horfir Hallgrímur á framhaldið? „Ég hef ekki hugmynd um það, við þurfum bara að safna fleiri stigum. Er ekki HK næst í Kórnum, þeir eru búnir að vinna tvö leiki í röð og það er annað lið sem ég sé ég horfi á þá; þeir eru með flott hjarta, þeir berjast fyrir hvern annan og eru stórir og sterkir. Við þekkjum þá frá því fyrr í sumar þannig við ætlum að leyfa okkur að slaka á í kvöld og njóta og svo förum við bara að einbeita okkur að þeim leik. Hinir leikirnir koma svo bara seinna.“ Fótbolti Besta deild karla KA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sjá meira
Fyrsta spurning til Hallgríms var hvort honum væri ekki sama um allt nema stigin þrjú eftir þennan dramatíska sigur? „Ég veit það ekki, ég kannski hugsa minna um frammistöðina en stigin, en mér er sko ekki drullusama um hjartað í mínu liði, það var frábært í dag. Við eru með stútfullt lið af strákum sem að þykir vænt um félagið og hvern annan og við erum í stöðu sem að við ætlum okkur ekki að vera í, erfiðri stöðu, og í dag upplifi ég svona eins og enn og aftur fáum við högg.“ „Við áttum að skora allavega þrjú mörk í fyrri hálfleik og við getum sagt að það hafi hangið yfir seinna markið hjá þeim, vel gert hjá Kennie (Chopart), ódýrt mark sem við fáum á okkur og að labba inn í hálfleik undir 2-1 er erfitt þegar þú ert neðstur og finnst kannski að þú eigir ekki að vera undir þannig ég er gríðarlega ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka. Eftir að við jöfnum fannst mér bara spurning hvort við myndum skora eða færi jafntefli. Bara kredit á strákana að gefast aldrei upp því þetta var vissulega ekki frábær staða.“ Daníel Hafsteinsson, Ingimar Stöle og Viðar Örn Kjartansson koma allir inn af bekknum hjá KA og breyttu svo sannarlega leiknum. „Þeir bara komu inn með flotta frammistöðu og fengum helvíti flottar fyrirgjafir frá Ingimari og mér finnst Viðar koma virkilega vel inn; hélt vel í boltann, pressaði og hljóp og Daníel náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur þannig þeir stóðu sig bara vel en fyrst og fremst tek ég úr þessu að við fengum stig sem við loksins fengum og þurftum og mér finnst vera alvöru hjarta í liðinu mínu.“ „Við gefumst ekki upp og okkur finnst frammistaðan vera búin að verða betri og betri og betri. Þessi leikur var ekki eins góður og síðast þegar við mættum Fram en eins og ég segi þá skipta stigin meira máli en akkúrat það í augnablikinu.“ Fram var ívið sterkari aðilinn framan af í síðari hálfleik og því virkilega sterkt hjá KA að sækja öll stigin þrjú eftir að hafa verið enn undir seint í leiknum. „Fram er náttúrulega bara gott lið. Þeir eru með hörku leikmenn. Þegar staðan er 2-1 fyrir þá og þeir geta legið niðri áttum við erfitt með að búa til og skapa, áttum erfitt með að komast á síðasta þriðjung og opna þá en svo fannst mér svona síðustu 20 til 25 mínúturnar við vera komnir helvíti ofarlega og eigum fullt af fyrirgjöfum og mjög sætt að klára þetta en það er ekkert auðvelt að brjóta niður Fram liðið þegar þeir eru komnir yfir og þess vegna er ég virkilega ánægður með strákana.“ KA á þónokkuð af útileikjum framundan og undanúrslitaleik í Mjólkurbikarnum á heimavelli. Hvernig horfir Hallgrímur á framhaldið? „Ég hef ekki hugmynd um það, við þurfum bara að safna fleiri stigum. Er ekki HK næst í Kórnum, þeir eru búnir að vinna tvö leiki í röð og það er annað lið sem ég sé ég horfi á þá; þeir eru með flott hjarta, þeir berjast fyrir hvern annan og eru stórir og sterkir. Við þekkjum þá frá því fyrr í sumar þannig við ætlum að leyfa okkur að slaka á í kvöld og njóta og svo förum við bara að einbeita okkur að þeim leik. Hinir leikirnir koma svo bara seinna.“
Fótbolti Besta deild karla KA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Sjá meira