Kane vísar gagnrýni gömlu kallanna til föðurhúsanna Siggeir Ævarsson skrifar 24. júní 2024 07:00 Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins og tekur því hlutverki alvarlega Getty/Joe Prior Gagnrýni á frammistöðu enska landsliðsins kemur úr ýmsum áttum þessa dagana en gamlar kempur úr liðinu láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Harry Kane, fyrirliði liðsins, hefur fengið sig fullsaddan af óvarlegu orðfæri manna eins og Gary Lineker og sendi pílu til baka. Lineker, sem er aðalumsjónarmaður EM stofunnar hjá BBC, lét hafa eftir sér í hlaðvarpi að frammistaði Englands gegn Danmörku hefði verið „skítleg“. Alan Shearer og Rio Ferdinand hafa sömuleiðis ekki legið á skoðunum sínum en þeir eru þó ekki í sömu þungavigtarstöðum hjá breska ríkissjónvarpinu og Lineker. Kane benti góðlátlega á að þessar gömlu kempur hafi tæpast efni á að gagnrýna frammistöðu liðsins í ljósi sögunnar. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekki unnið neitt sem þjóð í langan, langan tíma og flestir af þessum leikmönnum voru hluti af liðinu og vita hversu erfitt þetta er.“ „Ég myndi aldrei vanvirða aðra leikmenn. Ég myndi bara vilja minna það á hvernig það er að spila í ensku landsliðstreyjunni og að það er hlustað á það sem þeir hafa að segja. Það væri mun betra að byggja upp sjálfstraust leikmanna.“ Kane fór nokkuð snyrtilega í kringum árangur þessara gömlu kempa með landsliðinu þegar hann sagði að enska landsliðið hafi ekki unnið neitt lengi. Hann hefði vel geta bent á að Lineker var í enska liðinu sem datt út í fyrsta umferð á EM 1988 og 1992, eða að Shearer var fyrirliði liðsins sem datt snemma út á EM 2000 nú eða að „gullna kynslóðin“ sem Ferdinand tilheyrði komst ekki einu sinni á EM 2008. Þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem Englendingar hafa fengið á mótinu í ár situr liðið í efsta sæti C-riðils eftir tvo leiki en lokaleikur liðsins í riðlinum er gegn Slóveníu á morgun. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimvöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira
Lineker, sem er aðalumsjónarmaður EM stofunnar hjá BBC, lét hafa eftir sér í hlaðvarpi að frammistaði Englands gegn Danmörku hefði verið „skítleg“. Alan Shearer og Rio Ferdinand hafa sömuleiðis ekki legið á skoðunum sínum en þeir eru þó ekki í sömu þungavigtarstöðum hjá breska ríkissjónvarpinu og Lineker. Kane benti góðlátlega á að þessar gömlu kempur hafi tæpast efni á að gagnrýna frammistöðu liðsins í ljósi sögunnar. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en þegar öllu er á botninn hvolft höfum við ekki unnið neitt sem þjóð í langan, langan tíma og flestir af þessum leikmönnum voru hluti af liðinu og vita hversu erfitt þetta er.“ „Ég myndi aldrei vanvirða aðra leikmenn. Ég myndi bara vilja minna það á hvernig það er að spila í ensku landsliðstreyjunni og að það er hlustað á það sem þeir hafa að segja. Það væri mun betra að byggja upp sjálfstraust leikmanna.“ Kane fór nokkuð snyrtilega í kringum árangur þessara gömlu kempa með landsliðinu þegar hann sagði að enska landsliðið hafi ekki unnið neitt lengi. Hann hefði vel geta bent á að Lineker var í enska liðinu sem datt út í fyrsta umferð á EM 1988 og 1992, eða að Shearer var fyrirliði liðsins sem datt snemma út á EM 2000 nú eða að „gullna kynslóðin“ sem Ferdinand tilheyrði komst ekki einu sinni á EM 2008. Þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem Englendingar hafa fengið á mótinu í ár situr liðið í efsta sæti C-riðils eftir tvo leiki en lokaleikur liðsins í riðlinum er gegn Slóveníu á morgun.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimvöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Sjá meira