Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2024 20:00 Sums staðar í farvegi Grenlæks liggja dauðir fiskar sem urðu þurrkinum að bráð hreinlega í bunkum. Hafrannsóknarstofnun Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. Grenlækur er í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, rétt vestan Kirkjubæjarklausturs, og hefur um árabil verið eitt fengsælasta sjóbirtingssvæði landsins. Eins og myndirnar í fréttinni hér að neðan bera með sér stendur lækurinn á þurru á stórum kafla. Ástæðuna segir sonur landeiganda vera garða sem Vegagerðin og Landgræðslan reistu til að vernda þjóðveginn og mosa í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni í hraunið. „Þetta er ástand sem er búið að vera síðan í vor. Meiri hlutinn af hrygningarfisknum er dauður í læknum og ástandið er bara grafalvarlegt. Við erum mjög hrædd um að þessi fiskstofn, þessi sjóbirtingsstofn í Grenlæk, muni deyja út ef ekkert verður að gert,“ segir Leifur Bjarki Erlendsson. Hann er sonur hjónanna Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum, en þau eru meðal landeigenda við Grenlæk. Lækurinn hefur áður staðið á þurru, og gerði það síðast árið 2016. Leifur segir þurrkinn þó aldrei hafa varað jafn langt inn í sumarið, og að hver dagur skipti máli. „Nú er fiskurinn farinn að ganga aftur upp í ána, og augljóslega getur hann ekki gengið upp í þurra á,“ segir Leifur. Fjárhagslegt tjón ekki í forgrunni Auk áhrifa á náttúru og lífríkið myndi útdauði fiskstofnsins valda landeigendum og veiðiréttarhöfum töluverðu fjárhagslegu tjóni. Það sé þó ekki aðalatriði málsins. „Til skamms tíma skiptir auðvitað máli fyrir búsetu á svæðinu að bændur og landeigendur geti nýtt þessi hlunnindi. En það er miklu mikilvægara, til lengri tíma litið, að halda við lífríkinu, hvernig sem þessi hlunnindi verða svo nýtt í framtíðinni.“ Leifur Bjarki Erlendsson er sonur landeigenda við Grenlæk. Hann segir stöðuna í læknum grafalvarlega, og að stjórnvöld beri ábyrgð á því að bregðast við.Vísir/Rúnar Augljós lausn sé við vandanum. „Hún felst í því að fjarlægja garða sem hafa verið settir við Skaftá, sem hindra náttúrulegt rennsli Skaftár út á Eldhraunið, og hleypa svo vatninu undir Þjóðveg 1.“ Hvert hafið þið leitað? „Þetta er orðið örugglega 30 ára baráttumál landeigenda og veiðiréttarhafa við stjórnsýsluna. Við erum búin að leita til allra ráðherra síðustu 20, 30 ára. Það hefur lítið verið gert,“ segir Leifur. Grenlækur er skraufþurr á ellefu kílómetra kafla. Embættismenn vísi hver á annan Landeigendur hafi verið í sambandi við þrjú ráðuneyti sem málið heyri undir. „Og það er sama sagan eins og hefur alltaf verið síðustu 20, 30 ár: Þetta fer á milli ráðuneyta, embættismenn benda hver á annan, enginn sem tekur ábyrgð, það eru minnisblöð, það eru nefndir og það gerist ekki neitt.“ Landeigendur gefist ekki upp, en séu orðnir langþreyttir á stöðunni. „Nú er stofninn að deyja út, það er á ábyrgð stjórnvalda að gera eitthvað í því, og það er tiltölulega augljós lausn.“ Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Grenlækur er í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu, rétt vestan Kirkjubæjarklausturs, og hefur um árabil verið eitt fengsælasta sjóbirtingssvæði landsins. Eins og myndirnar í fréttinni hér að neðan bera með sér stendur lækurinn á þurru á stórum kafla. Ástæðuna segir sonur landeiganda vera garða sem Vegagerðin og Landgræðslan reistu til að vernda þjóðveginn og mosa í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni í hraunið. „Þetta er ástand sem er búið að vera síðan í vor. Meiri hlutinn af hrygningarfisknum er dauður í læknum og ástandið er bara grafalvarlegt. Við erum mjög hrædd um að þessi fiskstofn, þessi sjóbirtingsstofn í Grenlæk, muni deyja út ef ekkert verður að gert,“ segir Leifur Bjarki Erlendsson. Hann er sonur hjónanna Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum, en þau eru meðal landeigenda við Grenlæk. Lækurinn hefur áður staðið á þurru, og gerði það síðast árið 2016. Leifur segir þurrkinn þó aldrei hafa varað jafn langt inn í sumarið, og að hver dagur skipti máli. „Nú er fiskurinn farinn að ganga aftur upp í ána, og augljóslega getur hann ekki gengið upp í þurra á,“ segir Leifur. Fjárhagslegt tjón ekki í forgrunni Auk áhrifa á náttúru og lífríkið myndi útdauði fiskstofnsins valda landeigendum og veiðiréttarhöfum töluverðu fjárhagslegu tjóni. Það sé þó ekki aðalatriði málsins. „Til skamms tíma skiptir auðvitað máli fyrir búsetu á svæðinu að bændur og landeigendur geti nýtt þessi hlunnindi. En það er miklu mikilvægara, til lengri tíma litið, að halda við lífríkinu, hvernig sem þessi hlunnindi verða svo nýtt í framtíðinni.“ Leifur Bjarki Erlendsson er sonur landeigenda við Grenlæk. Hann segir stöðuna í læknum grafalvarlega, og að stjórnvöld beri ábyrgð á því að bregðast við.Vísir/Rúnar Augljós lausn sé við vandanum. „Hún felst í því að fjarlægja garða sem hafa verið settir við Skaftá, sem hindra náttúrulegt rennsli Skaftár út á Eldhraunið, og hleypa svo vatninu undir Þjóðveg 1.“ Hvert hafið þið leitað? „Þetta er orðið örugglega 30 ára baráttumál landeigenda og veiðiréttarhafa við stjórnsýsluna. Við erum búin að leita til allra ráðherra síðustu 20, 30 ára. Það hefur lítið verið gert,“ segir Leifur. Grenlækur er skraufþurr á ellefu kílómetra kafla. Embættismenn vísi hver á annan Landeigendur hafi verið í sambandi við þrjú ráðuneyti sem málið heyri undir. „Og það er sama sagan eins og hefur alltaf verið síðustu 20, 30 ár: Þetta fer á milli ráðuneyta, embættismenn benda hver á annan, enginn sem tekur ábyrgð, það eru minnisblöð, það eru nefndir og það gerist ekki neitt.“ Landeigendur gefist ekki upp, en séu orðnir langþreyttir á stöðunni. „Nú er stofninn að deyja út, það er á ábyrgð stjórnvalda að gera eitthvað í því, og það er tiltölulega augljós lausn.“
Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira