Mótmæla brottvísun Yazans á Austurvelli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 18:13 Vísir/Hjalti Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Fyrr í vikunni var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði vísað máli hans frá og neitað honum endanlega um vernd hér á landi. Vísir/Hjalti Yazan glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi, foreldrar hans, komu með Yazan til Íslands fyrir tæplega ári síðan. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands þar í landi. Heilbrigðisstofnanir Palestínu hafa orðið að líða talsverðar skerðingar á þjónustu vegna stríðsástandsins. Yazan þarf á stöðugri læknisaðstoð að halda til að hann geti lifað bærilegu lífi. „Vanhæf ríkisstjórn, ómennsk ríkisstjórn“ er meðal þess sem heyra má fundargesti kyrja á Austurvelli. Vísir/Hjalti Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, hefur óskað eftir því að Kærunefnd útlendingamála tæki mál hans aftur upp. Í samtali við fréttastofu í maí sagði hann að nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans hafi ekki verið lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. „Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs, sem er nú þegar verulega stytt?“ segir meðal annars í fundarboði samtakanna No borders. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Tengdar fréttir Yazan endanlega vísað úr landi og boðað hefur verið til mótmæla Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa. 21. júní 2024 08:40 Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. 26. maí 2024 15:01 Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fyrr í vikunni var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði vísað máli hans frá og neitað honum endanlega um vernd hér á landi. Vísir/Hjalti Yazan glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi, foreldrar hans, komu með Yazan til Íslands fyrir tæplega ári síðan. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands þar í landi. Heilbrigðisstofnanir Palestínu hafa orðið að líða talsverðar skerðingar á þjónustu vegna stríðsástandsins. Yazan þarf á stöðugri læknisaðstoð að halda til að hann geti lifað bærilegu lífi. „Vanhæf ríkisstjórn, ómennsk ríkisstjórn“ er meðal þess sem heyra má fundargesti kyrja á Austurvelli. Vísir/Hjalti Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, hefur óskað eftir því að Kærunefnd útlendingamála tæki mál hans aftur upp. Í samtali við fréttastofu í maí sagði hann að nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans hafi ekki verið lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. „Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs, sem er nú þegar verulega stytt?“ segir meðal annars í fundarboði samtakanna No borders.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Tengdar fréttir Yazan endanlega vísað úr landi og boðað hefur verið til mótmæla Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa. 21. júní 2024 08:40 Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. 26. maí 2024 15:01 Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Yazan endanlega vísað úr landi og boðað hefur verið til mótmæla Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa. 21. júní 2024 08:40
Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. 26. maí 2024 15:01
Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31