Óheppnasti leikmaður Evrópumótsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 11:51 Romelu Lukaku er örugglega ekki mikill aðdáandi myndbandsdómgæslu eftir tvo fyrstu leiki Belgíu á EM í fótbolta í Þýskalandi. Getty/ Stu Forster Það er ekki hægt annað en að vorkenna belgíska framherjanum Romelu Lukaku sem er enn að bíða eftir fyrsta löglega marki sínu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Þrjú mörk hafa verið dæmd af Lukaku af myndbandsdómurum. Hann gæti því verið markahæsti leikmaður keppninnar en er þess í stað enn að bíða eftir marki númer eitt. Hann er án efa óheppnasti leikmaður Evrópumótsins til þessa. Það sem er kannski verst að Lukaku hefur fagnað öllum þessum þremur mörkum gríðarlega aðeins til þess að fá fréttirnar úr VAR-herberginu í kjölfarið. Tvö markanna voru dæmd af vegna rangstöðu og eitt vegna umdeildrar hendi í aðdragandanum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það munaði ekki mörgum millimetrum í rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Lukaku á móti Rúmenum í gær. Hann fékk þá laglega stungusendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði af mikill yfirvegum. Í ljós kom að hann var örlítið fyrir innan aftasta varnarmann þegar sendingin var gefin. Mörkin tvö sem voru dæmd af honum á móti Slóvökum voru markaskoraramörk en það seinna var einkar lagleg afgreiðsla. Seinna markið var fullkomlega gilt í augum allra og enginn mótmælti. Það fannst aftur á móti hendi í aðdragandanum og það var nóg til að markið var dæmt af. E-riðill er æsispennandi eftir að Belgar unnu Rúmeníu í dag. Romelu Lukaku hélt áfram að skora mörk sem telja ekki neitt 😞🇧🇪🇷🇴 pic.twitter.com/dSLoD26GHL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 22, 2024 Belgar unnu leikinn á móti Rúmeníu í gær ólíkt því þegar þeir töpuðu fyrsta leiknum. Svekkelsi Lukaku var því ekki eins mikið í gær. Belgarnir eru í öðru sæti riðilsins og sigur á Úkraínu í lokaleiknum ætti að koma þeim í sextán liða úrslitin. Spennan í riðlinum er samt mikil því öll fjögur liðin geta tryggt sig áfram með sigri. Þau hafa nefnilega öll fjögur náð í þrjú stig í fyrstu tveimur leikjum sínum. Rúmenar töpuðu 2-0 í gær en eru samt í efsta sæti riðilsins þökk sé 3-0 sigurs þeirra á Úkraínu í fyrtsa leik. Lokaumferðin á miðvikudaginn verður því æsispennandi. Hver veit nema að Lukaku nái þá loksins að skora löglegt mark. Hann hlýtur að hætta að vera svona óheppinn. Markið og helstu atviku úr sigri Slóvakíu gegn Belgíu í dag. VAR stöðvaði Lukaku í tvígang 🇪🇺 pic.twitter.com/4jGPedg0RV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 17, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Þrjú mörk hafa verið dæmd af Lukaku af myndbandsdómurum. Hann gæti því verið markahæsti leikmaður keppninnar en er þess í stað enn að bíða eftir marki númer eitt. Hann er án efa óheppnasti leikmaður Evrópumótsins til þessa. Það sem er kannski verst að Lukaku hefur fagnað öllum þessum þremur mörkum gríðarlega aðeins til þess að fá fréttirnar úr VAR-herberginu í kjölfarið. Tvö markanna voru dæmd af vegna rangstöðu og eitt vegna umdeildrar hendi í aðdragandanum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það munaði ekki mörgum millimetrum í rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Lukaku á móti Rúmenum í gær. Hann fékk þá laglega stungusendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði af mikill yfirvegum. Í ljós kom að hann var örlítið fyrir innan aftasta varnarmann þegar sendingin var gefin. Mörkin tvö sem voru dæmd af honum á móti Slóvökum voru markaskoraramörk en það seinna var einkar lagleg afgreiðsla. Seinna markið var fullkomlega gilt í augum allra og enginn mótmælti. Það fannst aftur á móti hendi í aðdragandanum og það var nóg til að markið var dæmt af. E-riðill er æsispennandi eftir að Belgar unnu Rúmeníu í dag. Romelu Lukaku hélt áfram að skora mörk sem telja ekki neitt 😞🇧🇪🇷🇴 pic.twitter.com/dSLoD26GHL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 22, 2024 Belgar unnu leikinn á móti Rúmeníu í gær ólíkt því þegar þeir töpuðu fyrsta leiknum. Svekkelsi Lukaku var því ekki eins mikið í gær. Belgarnir eru í öðru sæti riðilsins og sigur á Úkraínu í lokaleiknum ætti að koma þeim í sextán liða úrslitin. Spennan í riðlinum er samt mikil því öll fjögur liðin geta tryggt sig áfram með sigri. Þau hafa nefnilega öll fjögur náð í þrjú stig í fyrstu tveimur leikjum sínum. Rúmenar töpuðu 2-0 í gær en eru samt í efsta sæti riðilsins þökk sé 3-0 sigurs þeirra á Úkraínu í fyrtsa leik. Lokaumferðin á miðvikudaginn verður því æsispennandi. Hver veit nema að Lukaku nái þá loksins að skora löglegt mark. Hann hlýtur að hætta að vera svona óheppinn. Markið og helstu atviku úr sigri Slóvakíu gegn Belgíu í dag. VAR stöðvaði Lukaku í tvígang 🇪🇺 pic.twitter.com/4jGPedg0RV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 17, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira