Þar byggði Ingólfur - 1150 ár frá upphafi landnáms í Reykjarvík - Árni Árnason skrifar 22. júní 2024 15:31 Sú hefð hefur myndast að miða upphaf landnáms norrænna manna á Íslandi við árið 874. Í ár eru því liðin 1150 ár frá upphafi landnáms þeirra. Ingólfur var fyrsti landnámsmaðurinn. Heimildir um föðurnafn hans eru misvísandi og misgóðar en um það, hvar hann setti höfuðból sitt niður, hefur skapast sú hefð að það hafi verið í Vík, jörðinni við Aðalstræti. Síðar var nafnið Reykjavík yfirfært á þá jörð. Höfuðbólið var í Laugarnesi Í Íslendingabók og gerðum Landnámubókar er sagt frá því að höfuðbólið hafi verið við víkina Reykjarvík. Reykjarvík mun hafa náð frá Höfða, viðhafnarfundarstað Reykjavíkurborgar, og í Laugarnes eins og nánar er rakið í bókinni Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi. Í bókinni eru færð rök fyrir því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land í krikanum þar sem Reykjarvík og Kirkjusandur enduðu í Laugarnesi og í Laugarnesi hafi höfuðból Ingólfs verið. Höfuðbólinu tilheyrðu eyjarnar Viðey og Engey og jarðirnar austur af Laugarnesi, með vissu Kleppur, Vatnsendi og Elliðavatn. Þessi niðurstaða er í andstöðu við þá viðteknu skoðun að höfuðbólið hafi verið við Aðalstræti. Hvað styrkir þá tilgátu að höfuðbólið hafi verið í Laugarnesi? Í Sturlungu er þess getið að Þorvaldur Gizurarson, goðorðsmaður í Hruna, faðir Gizurar jarls, hafi keypt Viðey á árinu 1224 í þeim tilgangi að stofna þar til klausturs. Máldagi klaustursins er sennilega frá árinu 1226. Hann er fróðleg lesning en athyglisvert er að þar er hvorki kaupverðsins né seljandans getið. Í umfjöllun um máldagann, í Íslenska fornbréfasafninu, virðist sem mest sé lagt upp úr því að hefja þátt Snorra Sturlusonar í stofnun klaustursins til virðingar. Niðjar Ingólfs Arnarsonar voru allsherjargoðar eins og fram kemur í Landnámu. Einn þeirra var Magnús góði Guðmundarson sem einnig var biskupsefni. Hafi Viðey verið hluti höfuðbólsins er líklegast að Magnús góði Guðmundarson hafi selt eða gefið Viðey til stofnunar klaustursins. Magnús bjó á Seltjarnarnesi, nesinu frá Elliðaám að Gróttu. Samkvæmt máldagaskrá frá árinu 1234 er getið gefenda og gjafa til staðarins í Viðey. Þar er sagt frá því að Magnús hafi gefið selför í Þormóðsdal, austan Hafravatns, og alla fjárbeit þar bæði vetur og sumar. Þar að auki hafi hann gefið hálft land jarðarinnar Elliðavatns, allt land Klepps og Vatnsenda og laxveiði í Elliðaám til helminga á móti Laugarnesingum. Ljóst er að laxveiðina getur hann ekki hafa gefið frá Laugarnesi nema að hann hafi átt jörðina Laugarnes og líklegast búið þar sjálfur. Þar með er höfuðból allsherjargoðanna, afkomenda Ingólfs, fundið. Að Magnúsi látnum féllu Laugarnes og Engey til erfingja hans. Fornleifarannsóknir og minningargarður í Laugarnesi Engar fornleifarannsóknir hafa farið fram í Laugarnesi, einungis skráning fornminja, ef frá er talin rannsókn á munnmælasögunni um Hallgerðarleiði sem Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, kom að á árinu 1921. Niðurstaða hans var sú að ekkert benti til þess að þarna væri mannsgröf. Líkur bentu helst til þess að þarna hafi verið forn rauðablástur. Engu að síður er munnmælasögunni haldið á lofti og því iðulega jafnvel haldið fram að þess sé getið í Njálu að Hallgerður „langbrók“ („snúinbrók“) Höskuldsdóttir sé grafin í Laugarnesi þótt það sé uppspuni. Þess er hvergi getið í Njálu. Á þessum tímamótum, 1150 árum frá landnámi Ingólfs, væri það verðugt að alþingi samþykkti að verja rausnarlega fé til fornleifarannsókna í Laugarnesi. Endanleg niðurstaða mætti svo í framhaldinu vera á vegum Reykjavíkurborgar, gerð minningargarðs í Laugarnesi um Ingólf, fyrsta norræna landnámsmanninn. Landfyllingin, sem nú er tengd Laugarnesi, gæti þar þjónað sem aðkoma og bílastæði gesta. Þannig mætti bjarga útsýni til Viðeyjar. Þessi hugmynd er ekki ný. Magnús Már Lárusson, fyrrverandi háskólarektor, orðaði hana vel árið 1971: „Má ekki nú þegar varðveita bæjarstæðið í Laugarnesi ásamt kirkjugarðinum, gera þar almenningsgarð byggðarinnar í Laugarnesi, - vin í gróðurleysi hinna manngjörðu steinkletta, er þar gnæfa nú við himin?“ Séð yfir Laugarnes Höfundur er rekstrarhagfræðingur og áhugamaður um sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Sú hefð hefur myndast að miða upphaf landnáms norrænna manna á Íslandi við árið 874. Í ár eru því liðin 1150 ár frá upphafi landnáms þeirra. Ingólfur var fyrsti landnámsmaðurinn. Heimildir um föðurnafn hans eru misvísandi og misgóðar en um það, hvar hann setti höfuðból sitt niður, hefur skapast sú hefð að það hafi verið í Vík, jörðinni við Aðalstræti. Síðar var nafnið Reykjavík yfirfært á þá jörð. Höfuðbólið var í Laugarnesi Í Íslendingabók og gerðum Landnámubókar er sagt frá því að höfuðbólið hafi verið við víkina Reykjarvík. Reykjarvík mun hafa náð frá Höfða, viðhafnarfundarstað Reykjavíkurborgar, og í Laugarnes eins og nánar er rakið í bókinni Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi. Í bókinni eru færð rök fyrir því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land í krikanum þar sem Reykjarvík og Kirkjusandur enduðu í Laugarnesi og í Laugarnesi hafi höfuðból Ingólfs verið. Höfuðbólinu tilheyrðu eyjarnar Viðey og Engey og jarðirnar austur af Laugarnesi, með vissu Kleppur, Vatnsendi og Elliðavatn. Þessi niðurstaða er í andstöðu við þá viðteknu skoðun að höfuðbólið hafi verið við Aðalstræti. Hvað styrkir þá tilgátu að höfuðbólið hafi verið í Laugarnesi? Í Sturlungu er þess getið að Þorvaldur Gizurarson, goðorðsmaður í Hruna, faðir Gizurar jarls, hafi keypt Viðey á árinu 1224 í þeim tilgangi að stofna þar til klausturs. Máldagi klaustursins er sennilega frá árinu 1226. Hann er fróðleg lesning en athyglisvert er að þar er hvorki kaupverðsins né seljandans getið. Í umfjöllun um máldagann, í Íslenska fornbréfasafninu, virðist sem mest sé lagt upp úr því að hefja þátt Snorra Sturlusonar í stofnun klaustursins til virðingar. Niðjar Ingólfs Arnarsonar voru allsherjargoðar eins og fram kemur í Landnámu. Einn þeirra var Magnús góði Guðmundarson sem einnig var biskupsefni. Hafi Viðey verið hluti höfuðbólsins er líklegast að Magnús góði Guðmundarson hafi selt eða gefið Viðey til stofnunar klaustursins. Magnús bjó á Seltjarnarnesi, nesinu frá Elliðaám að Gróttu. Samkvæmt máldagaskrá frá árinu 1234 er getið gefenda og gjafa til staðarins í Viðey. Þar er sagt frá því að Magnús hafi gefið selför í Þormóðsdal, austan Hafravatns, og alla fjárbeit þar bæði vetur og sumar. Þar að auki hafi hann gefið hálft land jarðarinnar Elliðavatns, allt land Klepps og Vatnsenda og laxveiði í Elliðaám til helminga á móti Laugarnesingum. Ljóst er að laxveiðina getur hann ekki hafa gefið frá Laugarnesi nema að hann hafi átt jörðina Laugarnes og líklegast búið þar sjálfur. Þar með er höfuðból allsherjargoðanna, afkomenda Ingólfs, fundið. Að Magnúsi látnum féllu Laugarnes og Engey til erfingja hans. Fornleifarannsóknir og minningargarður í Laugarnesi Engar fornleifarannsóknir hafa farið fram í Laugarnesi, einungis skráning fornminja, ef frá er talin rannsókn á munnmælasögunni um Hallgerðarleiði sem Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, kom að á árinu 1921. Niðurstaða hans var sú að ekkert benti til þess að þarna væri mannsgröf. Líkur bentu helst til þess að þarna hafi verið forn rauðablástur. Engu að síður er munnmælasögunni haldið á lofti og því iðulega jafnvel haldið fram að þess sé getið í Njálu að Hallgerður „langbrók“ („snúinbrók“) Höskuldsdóttir sé grafin í Laugarnesi þótt það sé uppspuni. Þess er hvergi getið í Njálu. Á þessum tímamótum, 1150 árum frá landnámi Ingólfs, væri það verðugt að alþingi samþykkti að verja rausnarlega fé til fornleifarannsókna í Laugarnesi. Endanleg niðurstaða mætti svo í framhaldinu vera á vegum Reykjavíkurborgar, gerð minningargarðs í Laugarnesi um Ingólf, fyrsta norræna landnámsmanninn. Landfyllingin, sem nú er tengd Laugarnesi, gæti þar þjónað sem aðkoma og bílastæði gesta. Þannig mætti bjarga útsýni til Viðeyjar. Þessi hugmynd er ekki ný. Magnús Már Lárusson, fyrrverandi háskólarektor, orðaði hana vel árið 1971: „Má ekki nú þegar varðveita bæjarstæðið í Laugarnesi ásamt kirkjugarðinum, gera þar almenningsgarð byggðarinnar í Laugarnesi, - vin í gróðurleysi hinna manngjörðu steinkletta, er þar gnæfa nú við himin?“ Séð yfir Laugarnes Höfundur er rekstrarhagfræðingur og áhugamaður um sagnfræði.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun