Þar byggði Ingólfur - 1150 ár frá upphafi landnáms í Reykjarvík - Árni Árnason skrifar 22. júní 2024 15:31 Sú hefð hefur myndast að miða upphaf landnáms norrænna manna á Íslandi við árið 874. Í ár eru því liðin 1150 ár frá upphafi landnáms þeirra. Ingólfur var fyrsti landnámsmaðurinn. Heimildir um föðurnafn hans eru misvísandi og misgóðar en um það, hvar hann setti höfuðból sitt niður, hefur skapast sú hefð að það hafi verið í Vík, jörðinni við Aðalstræti. Síðar var nafnið Reykjavík yfirfært á þá jörð. Höfuðbólið var í Laugarnesi Í Íslendingabók og gerðum Landnámubókar er sagt frá því að höfuðbólið hafi verið við víkina Reykjarvík. Reykjarvík mun hafa náð frá Höfða, viðhafnarfundarstað Reykjavíkurborgar, og í Laugarnes eins og nánar er rakið í bókinni Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi. Í bókinni eru færð rök fyrir því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land í krikanum þar sem Reykjarvík og Kirkjusandur enduðu í Laugarnesi og í Laugarnesi hafi höfuðból Ingólfs verið. Höfuðbólinu tilheyrðu eyjarnar Viðey og Engey og jarðirnar austur af Laugarnesi, með vissu Kleppur, Vatnsendi og Elliðavatn. Þessi niðurstaða er í andstöðu við þá viðteknu skoðun að höfuðbólið hafi verið við Aðalstræti. Hvað styrkir þá tilgátu að höfuðbólið hafi verið í Laugarnesi? Í Sturlungu er þess getið að Þorvaldur Gizurarson, goðorðsmaður í Hruna, faðir Gizurar jarls, hafi keypt Viðey á árinu 1224 í þeim tilgangi að stofna þar til klausturs. Máldagi klaustursins er sennilega frá árinu 1226. Hann er fróðleg lesning en athyglisvert er að þar er hvorki kaupverðsins né seljandans getið. Í umfjöllun um máldagann, í Íslenska fornbréfasafninu, virðist sem mest sé lagt upp úr því að hefja þátt Snorra Sturlusonar í stofnun klaustursins til virðingar. Niðjar Ingólfs Arnarsonar voru allsherjargoðar eins og fram kemur í Landnámu. Einn þeirra var Magnús góði Guðmundarson sem einnig var biskupsefni. Hafi Viðey verið hluti höfuðbólsins er líklegast að Magnús góði Guðmundarson hafi selt eða gefið Viðey til stofnunar klaustursins. Magnús bjó á Seltjarnarnesi, nesinu frá Elliðaám að Gróttu. Samkvæmt máldagaskrá frá árinu 1234 er getið gefenda og gjafa til staðarins í Viðey. Þar er sagt frá því að Magnús hafi gefið selför í Þormóðsdal, austan Hafravatns, og alla fjárbeit þar bæði vetur og sumar. Þar að auki hafi hann gefið hálft land jarðarinnar Elliðavatns, allt land Klepps og Vatnsenda og laxveiði í Elliðaám til helminga á móti Laugarnesingum. Ljóst er að laxveiðina getur hann ekki hafa gefið frá Laugarnesi nema að hann hafi átt jörðina Laugarnes og líklegast búið þar sjálfur. Þar með er höfuðból allsherjargoðanna, afkomenda Ingólfs, fundið. Að Magnúsi látnum féllu Laugarnes og Engey til erfingja hans. Fornleifarannsóknir og minningargarður í Laugarnesi Engar fornleifarannsóknir hafa farið fram í Laugarnesi, einungis skráning fornminja, ef frá er talin rannsókn á munnmælasögunni um Hallgerðarleiði sem Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, kom að á árinu 1921. Niðurstaða hans var sú að ekkert benti til þess að þarna væri mannsgröf. Líkur bentu helst til þess að þarna hafi verið forn rauðablástur. Engu að síður er munnmælasögunni haldið á lofti og því iðulega jafnvel haldið fram að þess sé getið í Njálu að Hallgerður „langbrók“ („snúinbrók“) Höskuldsdóttir sé grafin í Laugarnesi þótt það sé uppspuni. Þess er hvergi getið í Njálu. Á þessum tímamótum, 1150 árum frá landnámi Ingólfs, væri það verðugt að alþingi samþykkti að verja rausnarlega fé til fornleifarannsókna í Laugarnesi. Endanleg niðurstaða mætti svo í framhaldinu vera á vegum Reykjavíkurborgar, gerð minningargarðs í Laugarnesi um Ingólf, fyrsta norræna landnámsmanninn. Landfyllingin, sem nú er tengd Laugarnesi, gæti þar þjónað sem aðkoma og bílastæði gesta. Þannig mætti bjarga útsýni til Viðeyjar. Þessi hugmynd er ekki ný. Magnús Már Lárusson, fyrrverandi háskólarektor, orðaði hana vel árið 1971: „Má ekki nú þegar varðveita bæjarstæðið í Laugarnesi ásamt kirkjugarðinum, gera þar almenningsgarð byggðarinnar í Laugarnesi, - vin í gróðurleysi hinna manngjörðu steinkletta, er þar gnæfa nú við himin?“ Séð yfir Laugarnes Höfundur er rekstrarhagfræðingur og áhugamaður um sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Sú hefð hefur myndast að miða upphaf landnáms norrænna manna á Íslandi við árið 874. Í ár eru því liðin 1150 ár frá upphafi landnáms þeirra. Ingólfur var fyrsti landnámsmaðurinn. Heimildir um föðurnafn hans eru misvísandi og misgóðar en um það, hvar hann setti höfuðból sitt niður, hefur skapast sú hefð að það hafi verið í Vík, jörðinni við Aðalstræti. Síðar var nafnið Reykjavík yfirfært á þá jörð. Höfuðbólið var í Laugarnesi Í Íslendingabók og gerðum Landnámubókar er sagt frá því að höfuðbólið hafi verið við víkina Reykjarvík. Reykjarvík mun hafa náð frá Höfða, viðhafnarfundarstað Reykjavíkurborgar, og í Laugarnes eins og nánar er rakið í bókinni Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi. Í bókinni eru færð rök fyrir því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land í krikanum þar sem Reykjarvík og Kirkjusandur enduðu í Laugarnesi og í Laugarnesi hafi höfuðból Ingólfs verið. Höfuðbólinu tilheyrðu eyjarnar Viðey og Engey og jarðirnar austur af Laugarnesi, með vissu Kleppur, Vatnsendi og Elliðavatn. Þessi niðurstaða er í andstöðu við þá viðteknu skoðun að höfuðbólið hafi verið við Aðalstræti. Hvað styrkir þá tilgátu að höfuðbólið hafi verið í Laugarnesi? Í Sturlungu er þess getið að Þorvaldur Gizurarson, goðorðsmaður í Hruna, faðir Gizurar jarls, hafi keypt Viðey á árinu 1224 í þeim tilgangi að stofna þar til klausturs. Máldagi klaustursins er sennilega frá árinu 1226. Hann er fróðleg lesning en athyglisvert er að þar er hvorki kaupverðsins né seljandans getið. Í umfjöllun um máldagann, í Íslenska fornbréfasafninu, virðist sem mest sé lagt upp úr því að hefja þátt Snorra Sturlusonar í stofnun klaustursins til virðingar. Niðjar Ingólfs Arnarsonar voru allsherjargoðar eins og fram kemur í Landnámu. Einn þeirra var Magnús góði Guðmundarson sem einnig var biskupsefni. Hafi Viðey verið hluti höfuðbólsins er líklegast að Magnús góði Guðmundarson hafi selt eða gefið Viðey til stofnunar klaustursins. Magnús bjó á Seltjarnarnesi, nesinu frá Elliðaám að Gróttu. Samkvæmt máldagaskrá frá árinu 1234 er getið gefenda og gjafa til staðarins í Viðey. Þar er sagt frá því að Magnús hafi gefið selför í Þormóðsdal, austan Hafravatns, og alla fjárbeit þar bæði vetur og sumar. Þar að auki hafi hann gefið hálft land jarðarinnar Elliðavatns, allt land Klepps og Vatnsenda og laxveiði í Elliðaám til helminga á móti Laugarnesingum. Ljóst er að laxveiðina getur hann ekki hafa gefið frá Laugarnesi nema að hann hafi átt jörðina Laugarnes og líklegast búið þar sjálfur. Þar með er höfuðból allsherjargoðanna, afkomenda Ingólfs, fundið. Að Magnúsi látnum féllu Laugarnes og Engey til erfingja hans. Fornleifarannsóknir og minningargarður í Laugarnesi Engar fornleifarannsóknir hafa farið fram í Laugarnesi, einungis skráning fornminja, ef frá er talin rannsókn á munnmælasögunni um Hallgerðarleiði sem Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, kom að á árinu 1921. Niðurstaða hans var sú að ekkert benti til þess að þarna væri mannsgröf. Líkur bentu helst til þess að þarna hafi verið forn rauðablástur. Engu að síður er munnmælasögunni haldið á lofti og því iðulega jafnvel haldið fram að þess sé getið í Njálu að Hallgerður „langbrók“ („snúinbrók“) Höskuldsdóttir sé grafin í Laugarnesi þótt það sé uppspuni. Þess er hvergi getið í Njálu. Á þessum tímamótum, 1150 árum frá landnámi Ingólfs, væri það verðugt að alþingi samþykkti að verja rausnarlega fé til fornleifarannsókna í Laugarnesi. Endanleg niðurstaða mætti svo í framhaldinu vera á vegum Reykjavíkurborgar, gerð minningargarðs í Laugarnesi um Ingólf, fyrsta norræna landnámsmanninn. Landfyllingin, sem nú er tengd Laugarnesi, gæti þar þjónað sem aðkoma og bílastæði gesta. Þannig mætti bjarga útsýni til Viðeyjar. Þessi hugmynd er ekki ný. Magnús Már Lárusson, fyrrverandi háskólarektor, orðaði hana vel árið 1971: „Má ekki nú þegar varðveita bæjarstæðið í Laugarnesi ásamt kirkjugarðinum, gera þar almenningsgarð byggðarinnar í Laugarnesi, - vin í gróðurleysi hinna manngjörðu steinkletta, er þar gnæfa nú við himin?“ Séð yfir Laugarnes Höfundur er rekstrarhagfræðingur og áhugamaður um sagnfræði.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun