Guðmundur fer með Fredericia í Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 11:19 Guðmundur Guðmundsson stýrir liði sínu í Meistaradeildinni næsta vetur. Getty/Simon Hofmann Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia Håndbold Klub fengu í dag boð frá evrópska handboltasambandinu um að spila í Meistaradeildinni í handbolta á næstu leiktíð. Þetta er stór stund fyrir danska félagið. Guðmundur hefur gert frábæra hluti með Fredericia síðan hann tók við stjórnartaumunum þar. Liðið fór alla leið í oddaleik um danska meistaratitilinn í vor þar sem Fredericia tapaði naumlega á móti stjórstjörnulið Álaborgar. Álaborgarliðið fór einni alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem sýnir enn fremur hversu góða hluti Fredericia var að gera í úrslitakeppninni. Það var líka tekið eftir þessu hjá þeim sem ráða. Fredericia fékk svokallað boðsæti frá evrópska sambandinu en í dag var gefið út hvaða félög verða með næsta vetur. Liðin sex sem voru einnig tekin inn voru HC Zagreb (Króatía), HBC Nantes (Frakkland), OTP Bank-Pick Szeged (Unverjaland), HC Eurofarm Pelister (Norður Makedónía), Industria Kielce (Pólland) og Dinamo Búkarest (Rúmenía). Liðin sem fengu ekki náð fyrir augum ráðamanna hjá evrópska sambandinu voru aftur á móti Elverum Håndball (Noregur), FC Porto (Portúgal), Tatran Presov (Slóvakía), Bidasoa Irun (Spánn) og Kadetten Schaffhausen (Sviss). Íslenskir landsliðsmenn spila með tveimur af þessum félögum eða Porto (Þorsteinn Leó Gunnarsson) og Kadetten (Óðinn Þór Ríkharðsson). Öll þessi lið geta í staðinn tekið þátt í Evrópudeildinni. 𝟭𝟲 𝗧𝗲𝗮𝗺𝘀, 𝟭 𝗖𝗵𝗮𝗺𝗽𝗶𝗼𝗻! 🏆 The Machineseeker EHF Champions League 2️⃣0️⃣2️⃣4️⃣/2️⃣5️⃣ is set. Who will rise to the top? #ehfcl #CLM #DareToRiseFull article 📝 https://t.co/UjNUZfnSwS pic.twitter.com/fJpi6CNXhB— EHF Champions League (@ehfcl) June 21, 2024 Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Guðmundur hefur gert frábæra hluti með Fredericia síðan hann tók við stjórnartaumunum þar. Liðið fór alla leið í oddaleik um danska meistaratitilinn í vor þar sem Fredericia tapaði naumlega á móti stjórstjörnulið Álaborgar. Álaborgarliðið fór einni alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem sýnir enn fremur hversu góða hluti Fredericia var að gera í úrslitakeppninni. Það var líka tekið eftir þessu hjá þeim sem ráða. Fredericia fékk svokallað boðsæti frá evrópska sambandinu en í dag var gefið út hvaða félög verða með næsta vetur. Liðin sex sem voru einnig tekin inn voru HC Zagreb (Króatía), HBC Nantes (Frakkland), OTP Bank-Pick Szeged (Unverjaland), HC Eurofarm Pelister (Norður Makedónía), Industria Kielce (Pólland) og Dinamo Búkarest (Rúmenía). Liðin sem fengu ekki náð fyrir augum ráðamanna hjá evrópska sambandinu voru aftur á móti Elverum Håndball (Noregur), FC Porto (Portúgal), Tatran Presov (Slóvakía), Bidasoa Irun (Spánn) og Kadetten Schaffhausen (Sviss). Íslenskir landsliðsmenn spila með tveimur af þessum félögum eða Porto (Þorsteinn Leó Gunnarsson) og Kadetten (Óðinn Þór Ríkharðsson). Öll þessi lið geta í staðinn tekið þátt í Evrópudeildinni. 𝟭𝟲 𝗧𝗲𝗮𝗺𝘀, 𝟭 𝗖𝗵𝗮𝗺𝗽𝗶𝗼𝗻! 🏆 The Machineseeker EHF Champions League 2️⃣0️⃣2️⃣4️⃣/2️⃣5️⃣ is set. Who will rise to the top? #ehfcl #CLM #DareToRiseFull article 📝 https://t.co/UjNUZfnSwS pic.twitter.com/fJpi6CNXhB— EHF Champions League (@ehfcl) June 21, 2024
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira