Messi góður en Argentínumenn mjög ósáttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 07:30 Lionel Messi sprautar á sig vatni í leiknum í nótt. Hann var allt í öllu í sóknarleik argentínska landsliðsins. Getty/Hector Vivas Argentínumenn byrja vel í Suðurameríkukeppninni en þeir unnu 2-0 sigur á Kanada í opnunarleiknum í nótt. Julián Álvarez og Lautaro Martínez skoruðu mörkin fyrir argentínska liðið. Lionel Messi var í aðalhlutverki og lagði upp seinna markið. Messi átti einnig þátt í marki Álvarez en sending hans á Alexis Mac Allister á 49. mínútu sprengdi upp vörnina og Liverpool maðurinn átti síðan stoðsendinguna á Álvarez. Seinna markð kom síðan eftir stoðsendingu frá Messi á 88. mínútu. Messi sjálfur komst næst því að skora sjálfur á 65. mínútu þegar bjargað var á marklínu frá honum. Þá hitti hann ekki markið þegar hann komst einn á móti markverðinum á 79. mínútu. Todo lo que nos dejó este vibrante partido inaugural de la CONMEBOL Copa América USA 2024™️ 📹 pic.twitter.com/FYZ5d4P2Qf— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 21, 2024 Messi setti þarna leikjamet því þetta var hans 35. leikur í Copa América sem sló met Sílemannsins Sergio Livingstone frá 1941 til 1953. Þetta var einnig átjánda stoðsending hans í Copa América sem er einnig met. Eftir leikinn vildu Argentínumenn þó mest tala um aðstæðurnar sem þeim var boðið upp á í þessum leik. Leikurinn var spilaður á Mercedes-Benz Stadium í Atlanta, einum flottasta leikvanginum í NFL-deildinni. Vandamálið var þó ekki leikvangurinn heldur leikvöllurinn. „Ástand vallarins var hræðilegt. Mjög ósléttur. Við verðum að laga þetta því annars mun Copa América alltaf sýnast vera á lægra stigi en Evrópumótið,“ sagði Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins. Atlanta Falcons spilar á gervigrasi en breytt var um undirlag fyrir keppnina og náttúrulegt gras lagt yfir gervigrasið. Bandaríkjamenn voru samt ekkert að flýta sér að skipta um undirlag því grasið var lagt fyrir aðeins tveimur dögum síðan. „Þessi leikur var eins og sá á móti Sádí Arabíu á HM nema að annar þeirra var spilaður á góðum velli,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínumanna, og vísaði þar í tapleik Argentínumanna í fyrsta leik á HM 2022. „Sem betur fer unnum við því annars hefði þetta litið út eins og afsökun. Þeir vissu fyrir sjö mánuðum að við værum að fara að spila þennan leik á þessum tíma og þeir lögðu grasið fyrir aðeins tveimur dögum. Þetta er ekki afsökun en þetta er ekki góður leikvöllur. Hreinskilið þá er þessi völlur ekki boðlegur fyrir þessa leikmenn,“ sagði Scaloni. Argentína mætir einnig Síle og Perú í riðlinum. Næsti leikur er á móti Sílemönnum sem fer fram á öðrum BFL-leikvangi en að þessu sinni á MetLife Stadium í New Jersey. Copa América Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Julián Álvarez og Lautaro Martínez skoruðu mörkin fyrir argentínska liðið. Lionel Messi var í aðalhlutverki og lagði upp seinna markið. Messi átti einnig þátt í marki Álvarez en sending hans á Alexis Mac Allister á 49. mínútu sprengdi upp vörnina og Liverpool maðurinn átti síðan stoðsendinguna á Álvarez. Seinna markð kom síðan eftir stoðsendingu frá Messi á 88. mínútu. Messi sjálfur komst næst því að skora sjálfur á 65. mínútu þegar bjargað var á marklínu frá honum. Þá hitti hann ekki markið þegar hann komst einn á móti markverðinum á 79. mínútu. Todo lo que nos dejó este vibrante partido inaugural de la CONMEBOL Copa América USA 2024™️ 📹 pic.twitter.com/FYZ5d4P2Qf— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 21, 2024 Messi setti þarna leikjamet því þetta var hans 35. leikur í Copa América sem sló met Sílemannsins Sergio Livingstone frá 1941 til 1953. Þetta var einnig átjánda stoðsending hans í Copa América sem er einnig met. Eftir leikinn vildu Argentínumenn þó mest tala um aðstæðurnar sem þeim var boðið upp á í þessum leik. Leikurinn var spilaður á Mercedes-Benz Stadium í Atlanta, einum flottasta leikvanginum í NFL-deildinni. Vandamálið var þó ekki leikvangurinn heldur leikvöllurinn. „Ástand vallarins var hræðilegt. Mjög ósléttur. Við verðum að laga þetta því annars mun Copa América alltaf sýnast vera á lægra stigi en Evrópumótið,“ sagði Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins. Atlanta Falcons spilar á gervigrasi en breytt var um undirlag fyrir keppnina og náttúrulegt gras lagt yfir gervigrasið. Bandaríkjamenn voru samt ekkert að flýta sér að skipta um undirlag því grasið var lagt fyrir aðeins tveimur dögum síðan. „Þessi leikur var eins og sá á móti Sádí Arabíu á HM nema að annar þeirra var spilaður á góðum velli,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínumanna, og vísaði þar í tapleik Argentínumanna í fyrsta leik á HM 2022. „Sem betur fer unnum við því annars hefði þetta litið út eins og afsökun. Þeir vissu fyrir sjö mánuðum að við værum að fara að spila þennan leik á þessum tíma og þeir lögðu grasið fyrir aðeins tveimur dögum. Þetta er ekki afsökun en þetta er ekki góður leikvöllur. Hreinskilið þá er þessi völlur ekki boðlegur fyrir þessa leikmenn,“ sagði Scaloni. Argentína mætir einnig Síle og Perú í riðlinum. Næsti leikur er á móti Sílemönnum sem fer fram á öðrum BFL-leikvangi en að þessu sinni á MetLife Stadium í New Jersey.
Copa América Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn