Formanni VG ekki skemmt yfir ræðu Jóns á þingi í dag Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 20. júní 2024 20:01 Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni Vinstri grænna, var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokks á þingi í dag. Þar sagði hann þingflokk Vinstri grænna varla hæfan til þingsetu. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson sat einn stjórnarþingmanna hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust á matvælaráðherra og sagði þingflokk Vinstri Grænna varla hæfan til þingsetu. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Jón og Guðmund Inga á Alþingi í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við skulum horfa á málið eins og það snýr við okkur,“ segir Jón og vísar í álit umboðsmanns í hvalveiðar í frá því fyrra. Þar segi að lög hafi verið brotin og gengið á svig við stjórnarskrá. Þó að þar hafi verið fjallað um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í embætti matvælaráðherra sé ákvörðun Bjarkeyjar, nú matvælaráðherra, algjörlega sambærileg. „Málsmeðferðin er búin að tefjast óhóflega. Það hefur ekki verið tekið tillit til þeirra aðstæðna sem fyrirtæki og starfsfólk býr við. Það er að segja til að geta undirbúið þessa vertíð,“ segir Jón og að það sé augljóst að með því að tefja það að taka ákvörðun hafi verið að koma í veg fyrir að það gæti verið vertíð í hvalveiðum. Jón segir að við þessar aðstæður, þar sem ólíkir flokkar starfi saman í ríkisstjórn, verði svo menn að meta hvort það sé tími til að rjúfa ríkisstjórn eða hvort þeir eigi frekar að halda áfram til að koma öðrum málum áfram. Þannig verði að taka tillit til heildarhagsmuna svo hægt sé að ljúka málum ríkisstjórnarinnar á þingi núna. Þess vegna hafi hann setið hjá en ekki stutt vantraustið. Jón segir að afleiðingarnar af þessu og áhrifin verði svo að koma í ljós. Verulega ósáttur Heimir Már ræddi eftir það við formann Vinstri grænna, Guðmund Inga Guðbrandsson sem sagðist verulega ósáttur við hjásetu Jóns og ummæli hans sem fylgdu henni. „Ég held að þetta lýsi best því hversu erfitt Jón Gunnarsson og reyndar fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga með að vera í ríkisstjórnarsamstarfi yfir höfuð,“ segir Guðmundur og að flokkurinn þurfi sjálfur að takast á við það inn á við. Jón og Óli Björn ekki stjórntækir Spurður um mál Sjálfstæðisflokksins sem á eftir að greiða atkvæði um á þingi eins og breytingar á lögreglulögum segir Guðmundur að það sé búið að vinna vel að því í vetur. Hann vonist til þess að þau komist að niðurstöðu í því eins og í öðrum málum sem enn á eftir að klára eins og frumvarp um Mannréttindastofnun, öryrkjafrumvarp og skólamáltíðir. „Ég skal alveg vera heiðarlegur með það að mér var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar eða Óla Björns Kárasonar í dag. En hún segir fyrst og fremst hvernig þeir vilja vera í þessu stjórnarsamtarfi sem að mér sýnist þeir vilja ekki vera í. Pog segir miklu meira um að það þeir eiga erfitt með að vera stjórntækir og raunverulega að sameinast um það að ná árangri fyrir fólkið í landinu, en ekki einhverja hagsmuni sem þeir eru að verja,“ segir Guðmundur. Hægt er að horfa á viðtalið við þá báða í fréttunum í kvöld hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða. 20. júní 2024 18:58 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
„Við skulum horfa á málið eins og það snýr við okkur,“ segir Jón og vísar í álit umboðsmanns í hvalveiðar í frá því fyrra. Þar segi að lög hafi verið brotin og gengið á svig við stjórnarskrá. Þó að þar hafi verið fjallað um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur í embætti matvælaráðherra sé ákvörðun Bjarkeyjar, nú matvælaráðherra, algjörlega sambærileg. „Málsmeðferðin er búin að tefjast óhóflega. Það hefur ekki verið tekið tillit til þeirra aðstæðna sem fyrirtæki og starfsfólk býr við. Það er að segja til að geta undirbúið þessa vertíð,“ segir Jón og að það sé augljóst að með því að tefja það að taka ákvörðun hafi verið að koma í veg fyrir að það gæti verið vertíð í hvalveiðum. Jón segir að við þessar aðstæður, þar sem ólíkir flokkar starfi saman í ríkisstjórn, verði svo menn að meta hvort það sé tími til að rjúfa ríkisstjórn eða hvort þeir eigi frekar að halda áfram til að koma öðrum málum áfram. Þannig verði að taka tillit til heildarhagsmuna svo hægt sé að ljúka málum ríkisstjórnarinnar á þingi núna. Þess vegna hafi hann setið hjá en ekki stutt vantraustið. Jón segir að afleiðingarnar af þessu og áhrifin verði svo að koma í ljós. Verulega ósáttur Heimir Már ræddi eftir það við formann Vinstri grænna, Guðmund Inga Guðbrandsson sem sagðist verulega ósáttur við hjásetu Jóns og ummæli hans sem fylgdu henni. „Ég held að þetta lýsi best því hversu erfitt Jón Gunnarsson og reyndar fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga með að vera í ríkisstjórnarsamstarfi yfir höfuð,“ segir Guðmundur og að flokkurinn þurfi sjálfur að takast á við það inn á við. Jón og Óli Björn ekki stjórntækir Spurður um mál Sjálfstæðisflokksins sem á eftir að greiða atkvæði um á þingi eins og breytingar á lögreglulögum segir Guðmundur að það sé búið að vinna vel að því í vetur. Hann vonist til þess að þau komist að niðurstöðu í því eins og í öðrum málum sem enn á eftir að klára eins og frumvarp um Mannréttindastofnun, öryrkjafrumvarp og skólamáltíðir. „Ég skal alveg vera heiðarlegur með það að mér var ekki skemmt yfir ræðu Jóns Gunnarssonar eða Óla Björns Kárasonar í dag. En hún segir fyrst og fremst hvernig þeir vilja vera í þessu stjórnarsamtarfi sem að mér sýnist þeir vilja ekki vera í. Pog segir miklu meira um að það þeir eiga erfitt með að vera stjórntækir og raunverulega að sameinast um það að ná árangri fyrir fólkið í landinu, en ekki einhverja hagsmuni sem þeir eru að verja,“ segir Guðmundur. Hægt er að horfa á viðtalið við þá báða í fréttunum í kvöld hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða. 20. júní 2024 18:58 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða. 20. júní 2024 18:58