Hjörvar fær gula spjaldið frá RÚV Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 10:46 Hjöbbi var mættur eins og fínn maður í EM-settið vandlega merktur sinni vörulínu sem er Dr. Football. Skarphéðinn segir þetta ekki vel séð og hafi því verið komið á framfæri. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu. „Þetta er ekki vel séð og því hefur verið komið á framfæri,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hjörvar, sem rekur meðal annars þekktan podkastþátt sem sérhæfir sig í tali um fótbolta, eins og nafnið gefur til kynna – Dr. Football – er meðal sérfræðinga sem RÚV hefur kallað til vegna EM í fótbolta sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Yfirlýsing BBC vegna klæðaburðar Linikers Glöggur áhorfandi rak augu í það í vikunni að Hjörvar, eða Hjöbbi Ká eins og hann er jafnan kallaður, var mættur í jakka sem var kyrfilega merktur vörulínu sinni: Dr. Football. En þar fór Hjöbbi á kostum eins og jafnan en fáir eru eins fjölfróðir um fótbolta og einmitt hann. BBC hefur nýverið þurft að gefa út yfirlýsingu en það var eftir að Gary Lineker virtist hafa brotið reglur um dulin viðskiptaboð í EM setti þeirra Breta. Þar voru ítrekaðar reglur miðilsins um vöruinnsetningar og duldar auglýsingar. Skarphéðinn kankast á við stórleikarann Björn Hlyn í tilefni af Verbúðinni, lokasýningu.vísir/hulda margrét Skarphéðinn segir engar formlegar reglur til um þetta atriði hjá RÚV. „Aðrar en þær sem snúa að skýru banni við duldum viðskiptaboðum og vöruinnsetningum.“ Skarphéðinn sagði að þau á RÚV hafi ekki lent í sambærilegum tilvikum og lýst er á BBC. „Það er að sjónvarpsfólk okkar sé staðið að eða sakað um meint plögg á eigin fatalínu en myndum líkast til meta það með tilliti til fyrrnefndra reglna um viðskiptaboð. Rétt eins og við gerum varðandi áberandi og óþarflega mikinn sýnileika vörumerkja á klæðnaði.“ Málið ekki komið til kasta Fjölmiðlanefndar Í svari við fyrirspurn til Fjölmiðlanefndar kemur fram að þar á bæ er ekki lagt efnislegt mat á ætluð dulin viðskiptaboð sem fram koma í almennum fyrirspurnum. „Leggja þarf mál fyrir Fjölmiðlanefnd á nefndarfundi á grundvelli kvartana eða ábendinga og ákveði nefndin að taka mál til efnislegrar meðferðar þarf að fara fram heildstætt mat á atvikum hverju sinni.“ Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.vísir/vilhelm Þá er vísað í reglur um viðskiptaboð eins og segir í lögum um fjölmiðla: „Viðskiptaboð skulu vera auðþekkjanleg sem slík og vera skýrt afmörkuð frá öðru efni með þeim hætti sem best hentar því formi miðlunar sem notað er hverju sinni. Sama gildir um fjarkaup. Dulin viðskiptaboð eru óheimil. Í hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.“ EM 2024 í Þýskalandi Fjölmiðlar Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Þetta er ekki vel séð og því hefur verið komið á framfæri,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hjörvar, sem rekur meðal annars þekktan podkastþátt sem sérhæfir sig í tali um fótbolta, eins og nafnið gefur til kynna – Dr. Football – er meðal sérfræðinga sem RÚV hefur kallað til vegna EM í fótbolta sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Yfirlýsing BBC vegna klæðaburðar Linikers Glöggur áhorfandi rak augu í það í vikunni að Hjörvar, eða Hjöbbi Ká eins og hann er jafnan kallaður, var mættur í jakka sem var kyrfilega merktur vörulínu sinni: Dr. Football. En þar fór Hjöbbi á kostum eins og jafnan en fáir eru eins fjölfróðir um fótbolta og einmitt hann. BBC hefur nýverið þurft að gefa út yfirlýsingu en það var eftir að Gary Lineker virtist hafa brotið reglur um dulin viðskiptaboð í EM setti þeirra Breta. Þar voru ítrekaðar reglur miðilsins um vöruinnsetningar og duldar auglýsingar. Skarphéðinn kankast á við stórleikarann Björn Hlyn í tilefni af Verbúðinni, lokasýningu.vísir/hulda margrét Skarphéðinn segir engar formlegar reglur til um þetta atriði hjá RÚV. „Aðrar en þær sem snúa að skýru banni við duldum viðskiptaboðum og vöruinnsetningum.“ Skarphéðinn sagði að þau á RÚV hafi ekki lent í sambærilegum tilvikum og lýst er á BBC. „Það er að sjónvarpsfólk okkar sé staðið að eða sakað um meint plögg á eigin fatalínu en myndum líkast til meta það með tilliti til fyrrnefndra reglna um viðskiptaboð. Rétt eins og við gerum varðandi áberandi og óþarflega mikinn sýnileika vörumerkja á klæðnaði.“ Málið ekki komið til kasta Fjölmiðlanefndar Í svari við fyrirspurn til Fjölmiðlanefndar kemur fram að þar á bæ er ekki lagt efnislegt mat á ætluð dulin viðskiptaboð sem fram koma í almennum fyrirspurnum. „Leggja þarf mál fyrir Fjölmiðlanefnd á nefndarfundi á grundvelli kvartana eða ábendinga og ákveði nefndin að taka mál til efnislegrar meðferðar þarf að fara fram heildstætt mat á atvikum hverju sinni.“ Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.vísir/vilhelm Þá er vísað í reglur um viðskiptaboð eins og segir í lögum um fjölmiðla: „Viðskiptaboð skulu vera auðþekkjanleg sem slík og vera skýrt afmörkuð frá öðru efni með þeim hætti sem best hentar því formi miðlunar sem notað er hverju sinni. Sama gildir um fjarkaup. Dulin viðskiptaboð eru óheimil. Í hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.“
EM 2024 í Þýskalandi Fjölmiðlar Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira