Viðvarandi kuldaskeið á Austurlandi í sumar Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 08:32 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að kuldi sjávar sé nú mikill. Eitt og annað skýrir það en þessi kuldakafli gæti náð langt inn í sumarið. vísir/Stöð2 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir sjóinn sjá til þess að halda Austurlandi við 4 gráðurnar og það gæti staðið langt inn í sumar. Einar ritar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni en þar veltir hann fyrir sér hitastigi á Austurlandi. Kuldinn þar skýrist að verulegu leyti af sjávarkulda sem hefur aðeins lítillega hlýnað fyrir austan í vor. Einar birtir þessa kuldalegu veðurkortamynd með pistli sínum. „Sjávarhitinn ekki nema 3 til 4 stig og frávikin eru 1 til 2 stig miðað við árstímann. Þessi kalda tunga tengist hafstraumi úr norðvestri og kallast Austur-Íslandsstraumur. Sjáum á frávikakorti ECMWF að rót þessarar tungu er í kalda pólsjónum í Austur-Grænlandsstraumnum. Á leið sinni að Melrakkasléttu og Langanesi blandast hann eitthvað heldur hlýrri og saltari sjó sem er úti fyrir Norðurlandi,“ segir Einar. Hiti, eða öllu heldur kuldi, hefur vitaskuld veruleg áhrif á lofthita austanlands. Það sést meðal annars á mælingum á Kambanesi sunnan Stöðvafjarðar. „Þar hefur hitinn haldast nokkuð stöðugur í 4°C frá því 17. júní. Svipað á Dalatanga. Fyrir austan koma því hlýir dagar á næstunni aðeins þegar sunnan og suðvestanáttin verður það ákveðin að hún nái að bægja kalda loftinu yfir sjónum úti fyrir frá. En austan- og norðaustanátt eru vissulega algengustu vindáttirnar.“ Kuldi sjávar megi rekja til meiri hafíss og útbreiðslu pólsjávar djúpt norður af landinu. Einar segir reynsluna sýna að kuldinn í sjónum gæti orðið viðvarandi á Austurlandi í allt sumar. Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Einar ritar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni en þar veltir hann fyrir sér hitastigi á Austurlandi. Kuldinn þar skýrist að verulegu leyti af sjávarkulda sem hefur aðeins lítillega hlýnað fyrir austan í vor. Einar birtir þessa kuldalegu veðurkortamynd með pistli sínum. „Sjávarhitinn ekki nema 3 til 4 stig og frávikin eru 1 til 2 stig miðað við árstímann. Þessi kalda tunga tengist hafstraumi úr norðvestri og kallast Austur-Íslandsstraumur. Sjáum á frávikakorti ECMWF að rót þessarar tungu er í kalda pólsjónum í Austur-Grænlandsstraumnum. Á leið sinni að Melrakkasléttu og Langanesi blandast hann eitthvað heldur hlýrri og saltari sjó sem er úti fyrir Norðurlandi,“ segir Einar. Hiti, eða öllu heldur kuldi, hefur vitaskuld veruleg áhrif á lofthita austanlands. Það sést meðal annars á mælingum á Kambanesi sunnan Stöðvafjarðar. „Þar hefur hitinn haldast nokkuð stöðugur í 4°C frá því 17. júní. Svipað á Dalatanga. Fyrir austan koma því hlýir dagar á næstunni aðeins þegar sunnan og suðvestanáttin verður það ákveðin að hún nái að bægja kalda loftinu yfir sjónum úti fyrir frá. En austan- og norðaustanátt eru vissulega algengustu vindáttirnar.“ Kuldi sjávar megi rekja til meiri hafíss og útbreiðslu pólsjávar djúpt norður af landinu. Einar segir reynsluna sýna að kuldinn í sjónum gæti orðið viðvarandi á Austurlandi í allt sumar.
Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira