Viðvarandi kuldaskeið á Austurlandi í sumar Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 08:32 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að kuldi sjávar sé nú mikill. Eitt og annað skýrir það en þessi kuldakafli gæti náð langt inn í sumarið. vísir/Stöð2 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir sjóinn sjá til þess að halda Austurlandi við 4 gráðurnar og það gæti staðið langt inn í sumar. Einar ritar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni en þar veltir hann fyrir sér hitastigi á Austurlandi. Kuldinn þar skýrist að verulegu leyti af sjávarkulda sem hefur aðeins lítillega hlýnað fyrir austan í vor. Einar birtir þessa kuldalegu veðurkortamynd með pistli sínum. „Sjávarhitinn ekki nema 3 til 4 stig og frávikin eru 1 til 2 stig miðað við árstímann. Þessi kalda tunga tengist hafstraumi úr norðvestri og kallast Austur-Íslandsstraumur. Sjáum á frávikakorti ECMWF að rót þessarar tungu er í kalda pólsjónum í Austur-Grænlandsstraumnum. Á leið sinni að Melrakkasléttu og Langanesi blandast hann eitthvað heldur hlýrri og saltari sjó sem er úti fyrir Norðurlandi,“ segir Einar. Hiti, eða öllu heldur kuldi, hefur vitaskuld veruleg áhrif á lofthita austanlands. Það sést meðal annars á mælingum á Kambanesi sunnan Stöðvafjarðar. „Þar hefur hitinn haldast nokkuð stöðugur í 4°C frá því 17. júní. Svipað á Dalatanga. Fyrir austan koma því hlýir dagar á næstunni aðeins þegar sunnan og suðvestanáttin verður það ákveðin að hún nái að bægja kalda loftinu yfir sjónum úti fyrir frá. En austan- og norðaustanátt eru vissulega algengustu vindáttirnar.“ Kuldi sjávar megi rekja til meiri hafíss og útbreiðslu pólsjávar djúpt norður af landinu. Einar segir reynsluna sýna að kuldinn í sjónum gæti orðið viðvarandi á Austurlandi í allt sumar. Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Einar ritar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni en þar veltir hann fyrir sér hitastigi á Austurlandi. Kuldinn þar skýrist að verulegu leyti af sjávarkulda sem hefur aðeins lítillega hlýnað fyrir austan í vor. Einar birtir þessa kuldalegu veðurkortamynd með pistli sínum. „Sjávarhitinn ekki nema 3 til 4 stig og frávikin eru 1 til 2 stig miðað við árstímann. Þessi kalda tunga tengist hafstraumi úr norðvestri og kallast Austur-Íslandsstraumur. Sjáum á frávikakorti ECMWF að rót þessarar tungu er í kalda pólsjónum í Austur-Grænlandsstraumnum. Á leið sinni að Melrakkasléttu og Langanesi blandast hann eitthvað heldur hlýrri og saltari sjó sem er úti fyrir Norðurlandi,“ segir Einar. Hiti, eða öllu heldur kuldi, hefur vitaskuld veruleg áhrif á lofthita austanlands. Það sést meðal annars á mælingum á Kambanesi sunnan Stöðvafjarðar. „Þar hefur hitinn haldast nokkuð stöðugur í 4°C frá því 17. júní. Svipað á Dalatanga. Fyrir austan koma því hlýir dagar á næstunni aðeins þegar sunnan og suðvestanáttin verður það ákveðin að hún nái að bægja kalda loftinu yfir sjónum úti fyrir frá. En austan- og norðaustanátt eru vissulega algengustu vindáttirnar.“ Kuldi sjávar megi rekja til meiri hafíss og útbreiðslu pólsjávar djúpt norður af landinu. Einar segir reynsluna sýna að kuldinn í sjónum gæti orðið viðvarandi á Austurlandi í allt sumar.
Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira