Viðvarandi kuldaskeið á Austurlandi í sumar Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 08:32 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að kuldi sjávar sé nú mikill. Eitt og annað skýrir það en þessi kuldakafli gæti náð langt inn í sumarið. vísir/Stöð2 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir sjóinn sjá til þess að halda Austurlandi við 4 gráðurnar og það gæti staðið langt inn í sumar. Einar ritar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni en þar veltir hann fyrir sér hitastigi á Austurlandi. Kuldinn þar skýrist að verulegu leyti af sjávarkulda sem hefur aðeins lítillega hlýnað fyrir austan í vor. Einar birtir þessa kuldalegu veðurkortamynd með pistli sínum. „Sjávarhitinn ekki nema 3 til 4 stig og frávikin eru 1 til 2 stig miðað við árstímann. Þessi kalda tunga tengist hafstraumi úr norðvestri og kallast Austur-Íslandsstraumur. Sjáum á frávikakorti ECMWF að rót þessarar tungu er í kalda pólsjónum í Austur-Grænlandsstraumnum. Á leið sinni að Melrakkasléttu og Langanesi blandast hann eitthvað heldur hlýrri og saltari sjó sem er úti fyrir Norðurlandi,“ segir Einar. Hiti, eða öllu heldur kuldi, hefur vitaskuld veruleg áhrif á lofthita austanlands. Það sést meðal annars á mælingum á Kambanesi sunnan Stöðvafjarðar. „Þar hefur hitinn haldast nokkuð stöðugur í 4°C frá því 17. júní. Svipað á Dalatanga. Fyrir austan koma því hlýir dagar á næstunni aðeins þegar sunnan og suðvestanáttin verður það ákveðin að hún nái að bægja kalda loftinu yfir sjónum úti fyrir frá. En austan- og norðaustanátt eru vissulega algengustu vindáttirnar.“ Kuldi sjávar megi rekja til meiri hafíss og útbreiðslu pólsjávar djúpt norður af landinu. Einar segir reynsluna sýna að kuldinn í sjónum gæti orðið viðvarandi á Austurlandi í allt sumar. Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Einar ritar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni en þar veltir hann fyrir sér hitastigi á Austurlandi. Kuldinn þar skýrist að verulegu leyti af sjávarkulda sem hefur aðeins lítillega hlýnað fyrir austan í vor. Einar birtir þessa kuldalegu veðurkortamynd með pistli sínum. „Sjávarhitinn ekki nema 3 til 4 stig og frávikin eru 1 til 2 stig miðað við árstímann. Þessi kalda tunga tengist hafstraumi úr norðvestri og kallast Austur-Íslandsstraumur. Sjáum á frávikakorti ECMWF að rót þessarar tungu er í kalda pólsjónum í Austur-Grænlandsstraumnum. Á leið sinni að Melrakkasléttu og Langanesi blandast hann eitthvað heldur hlýrri og saltari sjó sem er úti fyrir Norðurlandi,“ segir Einar. Hiti, eða öllu heldur kuldi, hefur vitaskuld veruleg áhrif á lofthita austanlands. Það sést meðal annars á mælingum á Kambanesi sunnan Stöðvafjarðar. „Þar hefur hitinn haldast nokkuð stöðugur í 4°C frá því 17. júní. Svipað á Dalatanga. Fyrir austan koma því hlýir dagar á næstunni aðeins þegar sunnan og suðvestanáttin verður það ákveðin að hún nái að bægja kalda loftinu yfir sjónum úti fyrir frá. En austan- og norðaustanátt eru vissulega algengustu vindáttirnar.“ Kuldi sjávar megi rekja til meiri hafíss og útbreiðslu pólsjávar djúpt norður af landinu. Einar segir reynsluna sýna að kuldinn í sjónum gæti orðið viðvarandi á Austurlandi í allt sumar.
Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira