Launaþróun æðstu embættismanna eigi að fylgja öðrum launum Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 22:23 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, segir það forgangsmál ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgu og skapa Seðlabankanum skilyrði til að lækka vexti. Til að það gangi eftir verði forsendur nýgerðra kjarasamninga að standast og forðast þurfi launaskrið „sem endar í höfrungahlaupi á vinnumarkaði með þekktum afleiðingum.“ Þetta segir Bjarni í Facebook-færslu í kvöld en Bjarni mælti fyrir frumvarpi um lækkun launa æðstu embættismanna á þingi í dag og gekk málið eftir það til efnahags- og viðskiptanefndar. „Þjóðkjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Í dag mælti ég fyrir frumvarpi um að laun þessa hóps hækki um 66.000 krónur, eða 3,5% að meðaltali yfir hópinn. Að óbreyttu hefðu launin hins vegar hækkað um 8%, eða sem nemur hækkun launavísitölu ríkisstarfsmanna á síðasta ári. Lögin byggja á launum síðasta almanaksárs og því er skynsamlegt að miða við 66.000 króna hámark almennra hækkana í stefnumarkandi kjarasamningum 2022 og 2023,“ segir Bjarni í færslu sinni á Facebook. Hann segir að laun langflestra hópa hafi hækkað mikið á síðustu ári. Það eigi sérstaklega við um lægri tekjuhópa og að það skýri að miklu leyti hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Hann segir aðstæður nú sérstakar en að almenningur eigi ekki að þurfa að venjast því að löggjafinn grípi inn í launaþróun með þessum hætti. „Von er á tillögum frá hópi fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á gildandi fyrirkomulagi. Markmiðið er að launaþróun þessa hóps fylgi í auknum mæli öðrum launum með eðlilegum hætti. Það sem mestu máli skiptir nú er að ná stjórn á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmáttur geti haldið áfram að vaxa, líkt og hann hefur gert af miklum krafti undanfarin ár. Eitt er víst, að sama hvernig kerfi við hönnum þá mun það alltaf virka betur ef hér ríkir verðstöðugleiki.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Þetta segir Bjarni í Facebook-færslu í kvöld en Bjarni mælti fyrir frumvarpi um lækkun launa æðstu embættismanna á þingi í dag og gekk málið eftir það til efnahags- og viðskiptanefndar. „Þjóðkjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Í dag mælti ég fyrir frumvarpi um að laun þessa hóps hækki um 66.000 krónur, eða 3,5% að meðaltali yfir hópinn. Að óbreyttu hefðu launin hins vegar hækkað um 8%, eða sem nemur hækkun launavísitölu ríkisstarfsmanna á síðasta ári. Lögin byggja á launum síðasta almanaksárs og því er skynsamlegt að miða við 66.000 króna hámark almennra hækkana í stefnumarkandi kjarasamningum 2022 og 2023,“ segir Bjarni í færslu sinni á Facebook. Hann segir að laun langflestra hópa hafi hækkað mikið á síðustu ári. Það eigi sérstaklega við um lægri tekjuhópa og að það skýri að miklu leyti hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Hann segir aðstæður nú sérstakar en að almenningur eigi ekki að þurfa að venjast því að löggjafinn grípi inn í launaþróun með þessum hætti. „Von er á tillögum frá hópi fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á gildandi fyrirkomulagi. Markmiðið er að launaþróun þessa hóps fylgi í auknum mæli öðrum launum með eðlilegum hætti. Það sem mestu máli skiptir nú er að ná stjórn á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmáttur geti haldið áfram að vaxa, líkt og hann hefur gert af miklum krafti undanfarin ár. Eitt er víst, að sama hvernig kerfi við hönnum þá mun það alltaf virka betur ef hér ríkir verðstöðugleiki.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira