„Þessi vantrauststillaga verður felld“ Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 19. júní 2024 23:01 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að vantrauststillaga á ráðherra Vinstri grænna verði felld á morgun. Vísir/Vilhelm Vantrauststillaga Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vegna meintra slælegra vinnubragða hennar við útgáfu leyfis til Hvals hf. um veiðar á langreyði verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun. Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa gefið það út að þeir muni allir verja Bjarkeyju vantrausti. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þessi vantrauststillaga verður felld,“ sagði Hildur og að það þyrfti enginn að hafa áhyggjur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Pólitískt leikrit Málið hafi verið rætt á þingflokksfundi í dag. Hún hafi ekki tekið nafnakall en að þingflokkurinn muni stuðla að því að tillagan verði felld. „Enda er þessi tillaga eingöngu pólitískt leikrit sem aðför að ríkisstjórninni. Skiljanlega er stjórnarandstaðan að horfast í augu við að meirihlutinn hér ætlar að klára fullt af málum,“ segir Hildur og að það verði gert í samstöðu og málamiðlunum, fyrir fólkið í landinu. „Það er hlutverkið sem við vorum kosin til að sinna og við ætlum að gera það," segir Hildur. Innan þingflokksins hafi verið áhyggjur af þessu máli. Þingmenn hafi sterkar skoðanir á stjórnsýslunni en tillagan verði samt sem áður felld. Stefna á að ljúka þingi í þessari viku Hildur segir að flokkarnir vinni nú að því að miðla málum svo hægt verði að ljúka þingstörfum. Það væri eðlilegt að svo ólíkir flokkar þyrftu að gera það. „Það eru vissulega mjög mörg mál undir. En þetta gengu vel. Við ætlum að klára og við látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur upp við vegg með þessum hætti með svona furðutillögu,“ segir Hildur. Stefnt væri að því að ljúka þingstörfum í þessari viku. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40 Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa gefið það út að þeir muni allir verja Bjarkeyju vantrausti. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þessi vantrauststillaga verður felld,“ sagði Hildur og að það þyrfti enginn að hafa áhyggjur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Pólitískt leikrit Málið hafi verið rætt á þingflokksfundi í dag. Hún hafi ekki tekið nafnakall en að þingflokkurinn muni stuðla að því að tillagan verði felld. „Enda er þessi tillaga eingöngu pólitískt leikrit sem aðför að ríkisstjórninni. Skiljanlega er stjórnarandstaðan að horfast í augu við að meirihlutinn hér ætlar að klára fullt af málum,“ segir Hildur og að það verði gert í samstöðu og málamiðlunum, fyrir fólkið í landinu. „Það er hlutverkið sem við vorum kosin til að sinna og við ætlum að gera það," segir Hildur. Innan þingflokksins hafi verið áhyggjur af þessu máli. Þingmenn hafi sterkar skoðanir á stjórnsýslunni en tillagan verði samt sem áður felld. Stefna á að ljúka þingi í þessari viku Hildur segir að flokkarnir vinni nú að því að miðla málum svo hægt verði að ljúka þingstörfum. Það væri eðlilegt að svo ólíkir flokkar þyrftu að gera það. „Það eru vissulega mjög mörg mál undir. En þetta gengu vel. Við ætlum að klára og við látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur upp við vegg með þessum hætti með svona furðutillögu,“ segir Hildur. Stefnt væri að því að ljúka þingstörfum í þessari viku.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40 Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40
Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53
Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49