Með lygum skal land byggja Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 19. júní 2024 08:31 Segjum að þú fremjir bankarán. Þaulskipulagt, skilyrðin rétt og þér tekst að fremja hið fullkomna bankarán. Einfaldlega til að eignast meiri pening. Bankaránið tekst, þú kemst undan og telur peningana. Það er bara eitt vandamál; þú skildir eftir þig vitni. Við rannsókn málsins talar lögreglan við vitnið sem greinir frá því að þú ert sá sem framdi bankaránið, vitnið sá það allt gerast. Vitnisburðurinn er skrásettur hjá lögreglu og saksóknari ákveður að gefa út ákæru. Því jú, það var vitni á staðnum sem sá þig ræna bankann. Sem sakborningur í málinu gerir þú allt sem í þínu valdi stendur til að komast upp með ránið. Það gekk jú allt upp fyrir utan þetta eina vitni! Vitnisburðurinn eyðileggur þetta annars fullkomna bankarán og án hans hefði enginn vitað hver ætti í hlut. Þú sem sakborningur í bankaráni neitar sök. Það eru hvort eð er engin sönnunargögn. Eitt vitni getur varla komið manni í fangelsi með því að segja frá því sem það sá? Það eru engin fingraför eða myndbandsupptökur af verknaðnum þannig að hvernig væri hægt að finna þig sekan? Til þess að þú komist upp með bankaránið þarf tvennt að gerast: vitnið þarf að vera talið ótrúverðugt og þú þarft einfaldlega að neita sök. Réttur sakbornings er svo sterkur að rétturinn til að fella ekki á sig sök er rýmri en rétturinn til að tjá sig ekki. Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur sakborninga til að ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi. Hvernig er þá hægt að sanna að verknaðurinn hafi verið framinn af þér? Vissulega eru peningar týndir og allir vita að þig hafi alltaf langað til að verða ríkari. Er það nóg til að dæma þig fyrir bankarán þegar ekkert liggur fyrir nema einn vitnisburður frá manneskju sem þú hefur sagt vera lygasjúka? Sakborningi er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök. Sakborningur má neita að gefa skýrslu um sakarefnið og má neita að svara einstökum spurningum þar að lútandi. Þetta hlýtur þá að verða sakborningi í vil. Aðrar reglur í kynferðisbrotamálum Þessi saga um bankaránið á sér hliðstæðu í kynferðisbrotamálum. Þar er oftast bara eitt vitni til frásagnar sem í því tilviki er brotaþolinn og sakborningar komast upp með það að reyna að draga úr trúverðugleika þess vitnis og neita svo alfarið sök. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu. Oftast nær eru einungis teknar tvær skýrslur í kynferðisbrotamálum. Annars vegar er það brotaþolinn sem tilkynnir ofbeldið og lýsir því í skýrslutöku og hins vegar er það skýrsla sakbornings þar sem hann neitar að hafa beitt ofbeldinu. Skýrslur sakborninga eru oftast nær lygum skreyttar, til þess fallnar að draga úr trúverðugleika brotaþola og síðast en ekki síst útataðar minnisleysi sakbornings um þau atriði sem skipta mestu máli; brotið sjálft. Með aðeins 3,48% sakfellingarhlutfalli í kynferðisbrotamálum þá er þeim óhætt að taka sénsinn á því að komast upp með að nauðga og neita svo fyrir að hafa framið glæpinn. Í íslensku réttarkerfi duga ekki áverkavottorð eða greiningar á áfallastreituröskun. Ekki tekst að saksækja menn sem beita ofbeldinu þrátt fyrir að brotaþolar glími við langvarandi afleiðingar þess ofbeldis sem þau hafa verið beitt. Í íslensku réttarkerfi dugir ekki vitnisburður brotaþola. Hvernig tekst ákæruvaldinu að sanna sekt þegar fyrir liggja tvær skýrslur, ein um atburðinn og ein sem er neitun á atburðinum, þar sem ekkert er sannreynt og saksóknari gætir hlutleysis? Þú er aðeins með brotaþola þegar einstaklingur hefur orðið fyrir broti en með sakborning í kynferðisbrotamáli eru yfirgnæfandi líkur á að um sé að ræða lygara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Segjum að þú fremjir bankarán. Þaulskipulagt, skilyrðin rétt og þér tekst að fremja hið fullkomna bankarán. Einfaldlega til að eignast meiri pening. Bankaránið tekst, þú kemst undan og telur peningana. Það er bara eitt vandamál; þú skildir eftir þig vitni. Við rannsókn málsins talar lögreglan við vitnið sem greinir frá því að þú ert sá sem framdi bankaránið, vitnið sá það allt gerast. Vitnisburðurinn er skrásettur hjá lögreglu og saksóknari ákveður að gefa út ákæru. Því jú, það var vitni á staðnum sem sá þig ræna bankann. Sem sakborningur í málinu gerir þú allt sem í þínu valdi stendur til að komast upp með ránið. Það gekk jú allt upp fyrir utan þetta eina vitni! Vitnisburðurinn eyðileggur þetta annars fullkomna bankarán og án hans hefði enginn vitað hver ætti í hlut. Þú sem sakborningur í bankaráni neitar sök. Það eru hvort eð er engin sönnunargögn. Eitt vitni getur varla komið manni í fangelsi með því að segja frá því sem það sá? Það eru engin fingraför eða myndbandsupptökur af verknaðnum þannig að hvernig væri hægt að finna þig sekan? Til þess að þú komist upp með bankaránið þarf tvennt að gerast: vitnið þarf að vera talið ótrúverðugt og þú þarft einfaldlega að neita sök. Réttur sakbornings er svo sterkur að rétturinn til að fella ekki á sig sök er rýmri en rétturinn til að tjá sig ekki. Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur sakborninga til að ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi. Hvernig er þá hægt að sanna að verknaðurinn hafi verið framinn af þér? Vissulega eru peningar týndir og allir vita að þig hafi alltaf langað til að verða ríkari. Er það nóg til að dæma þig fyrir bankarán þegar ekkert liggur fyrir nema einn vitnisburður frá manneskju sem þú hefur sagt vera lygasjúka? Sakborningi er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök. Sakborningur má neita að gefa skýrslu um sakarefnið og má neita að svara einstökum spurningum þar að lútandi. Þetta hlýtur þá að verða sakborningi í vil. Aðrar reglur í kynferðisbrotamálum Þessi saga um bankaránið á sér hliðstæðu í kynferðisbrotamálum. Þar er oftast bara eitt vitni til frásagnar sem í því tilviki er brotaþolinn og sakborningar komast upp með það að reyna að draga úr trúverðugleika þess vitnis og neita svo alfarið sök. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu. Oftast nær eru einungis teknar tvær skýrslur í kynferðisbrotamálum. Annars vegar er það brotaþolinn sem tilkynnir ofbeldið og lýsir því í skýrslutöku og hins vegar er það skýrsla sakbornings þar sem hann neitar að hafa beitt ofbeldinu. Skýrslur sakborninga eru oftast nær lygum skreyttar, til þess fallnar að draga úr trúverðugleika brotaþola og síðast en ekki síst útataðar minnisleysi sakbornings um þau atriði sem skipta mestu máli; brotið sjálft. Með aðeins 3,48% sakfellingarhlutfalli í kynferðisbrotamálum þá er þeim óhætt að taka sénsinn á því að komast upp með að nauðga og neita svo fyrir að hafa framið glæpinn. Í íslensku réttarkerfi duga ekki áverkavottorð eða greiningar á áfallastreituröskun. Ekki tekst að saksækja menn sem beita ofbeldinu þrátt fyrir að brotaþolar glími við langvarandi afleiðingar þess ofbeldis sem þau hafa verið beitt. Í íslensku réttarkerfi dugir ekki vitnisburður brotaþola. Hvernig tekst ákæruvaldinu að sanna sekt þegar fyrir liggja tvær skýrslur, ein um atburðinn og ein sem er neitun á atburðinum, þar sem ekkert er sannreynt og saksóknari gætir hlutleysis? Þú er aðeins með brotaþola þegar einstaklingur hefur orðið fyrir broti en með sakborning í kynferðisbrotamáli eru yfirgnæfandi líkur á að um sé að ræða lygara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar