Fólk ferðist alla leið frá Ástralíu til að sækja Víkingahátíðina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2024 12:35 Búist er við um 25 til 30 þúsund manns á hátíðina í ár. vísir/vilhelm Víkingar um allan heim eru ýmist komnir eða á leið til landsins til að sækja hina árlegu Víkingahátíð sem fer fram í Hafnarfirði um helgina. Lengst hefur fólk ferðast frá Ástralíu til að taka þátt í dagskrárhöldum. Hátíðin fer fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Fjörið hefst klukkan ellefu á daginn og stendur fram á kvöld. Jökull Tandri Ámundason er jarl hjá Rimmugýgum víkingafélagi. „Hjá okkur er hægt að upplifa og fylgjast með víkingabardaga sem er bæði lið á móti liði og maður á móti manni. Svo er hægt að fá að prófa hjá okkur bogfimi og axarkast, það er handverk á svæðinu sem hægt er að læra og góðir matvagnar þarna með okkur.“ Auk þess sem fólk getur spreytt sig í víkingaleikjum, hlustað á víkingatónlist, stigið vikivaka dans og fylgst með dönsku hirðfífli. „Þar sem hann er að leika sér með eldbolta og hættulegasta ávöxt í heimi sem að hans sögn er eplið.“ Víkingatónlist mun óma um Víðistaðatún þar sem hátíðin fer fram.vísir/vilhelm Um 25 þúsund manns sækja hátíðina árlega sem vekur athygli um allan heim enda mæta erlendir víkingar til landsins einungis til að sækja hátíðina. „Það eru nokkrir sem eru að koma í sitt tuttugasta eða tuttugasta og fjórða skipti. Víkingar frá gjörvöllum Norðurlöndunum, Bretlandseyjum, Þýskalandi, Póllandi, Kanada og Bandaríkjunum. Svo höfum við verið svo heppin að eiga góða vini langt að, þeir koma alla leið frá Ástralíu til að sækja okkur.“ Fólk sæki í menningararfinn Jökull segir menningararfinn laða fólk að. „Það er svo gaman að geta rýnt aðeins inn í fortíðina, séð hvernig lifnaðarhættir eða fólk var á þessum tíma. Hvernig það bjó, klæddi sig og borðaði eða leysti úr rígum þess á milli, hvort sem það var í leik eða orrustu.“ Mikill metnaður er í klæðaburði.vísir/vilhelm Hann hvetur alla til að kíkja við um helgina en hátíðinni lýkur á þriðjudaginn. „Aðgangseyrir er enginn og það eru allir velkomnir. Dagskráin gengur frá ellefu til sex og svo er eitthvað húllumhæ fram eftir.“ Hafnarfjörður Grín og gaman Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira
Hátíðin fer fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Fjörið hefst klukkan ellefu á daginn og stendur fram á kvöld. Jökull Tandri Ámundason er jarl hjá Rimmugýgum víkingafélagi. „Hjá okkur er hægt að upplifa og fylgjast með víkingabardaga sem er bæði lið á móti liði og maður á móti manni. Svo er hægt að fá að prófa hjá okkur bogfimi og axarkast, það er handverk á svæðinu sem hægt er að læra og góðir matvagnar þarna með okkur.“ Auk þess sem fólk getur spreytt sig í víkingaleikjum, hlustað á víkingatónlist, stigið vikivaka dans og fylgst með dönsku hirðfífli. „Þar sem hann er að leika sér með eldbolta og hættulegasta ávöxt í heimi sem að hans sögn er eplið.“ Víkingatónlist mun óma um Víðistaðatún þar sem hátíðin fer fram.vísir/vilhelm Um 25 þúsund manns sækja hátíðina árlega sem vekur athygli um allan heim enda mæta erlendir víkingar til landsins einungis til að sækja hátíðina. „Það eru nokkrir sem eru að koma í sitt tuttugasta eða tuttugasta og fjórða skipti. Víkingar frá gjörvöllum Norðurlöndunum, Bretlandseyjum, Þýskalandi, Póllandi, Kanada og Bandaríkjunum. Svo höfum við verið svo heppin að eiga góða vini langt að, þeir koma alla leið frá Ástralíu til að sækja okkur.“ Fólk sæki í menningararfinn Jökull segir menningararfinn laða fólk að. „Það er svo gaman að geta rýnt aðeins inn í fortíðina, séð hvernig lifnaðarhættir eða fólk var á þessum tíma. Hvernig það bjó, klæddi sig og borðaði eða leysti úr rígum þess á milli, hvort sem það var í leik eða orrustu.“ Mikill metnaður er í klæðaburði.vísir/vilhelm Hann hvetur alla til að kíkja við um helgina en hátíðinni lýkur á þriðjudaginn. „Aðgangseyrir er enginn og það eru allir velkomnir. Dagskráin gengur frá ellefu til sex og svo er eitthvað húllumhæ fram eftir.“
Hafnarfjörður Grín og gaman Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira