„Þetta er óboðlegt og það á að hafa afleiðingar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júní 2024 19:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Sigurjón Það er algjörlega fráleitt að ráðherrar reyni að beita sér gegn lögreglu og ráðherra sem það gerir þarf að sæta ábyrgð. Þetta segir þingmaður Viðreisnar. Ríkisstjórnin þurfi að sameinast um stefnu um verslun með áfengi, svo íslensk fyrirtæki sitji við sama borð og erlend. Heilbrigðisráðherra telur fjármálaráðherra ekki hafa gert mistök með því að senda erindi um málið til lögreglu. Nokkrar kærur liggja fyrir og eru til rannsóknar hjá lögreglu sem varða meint ólögmæti netsölu með áfengi hér á landi. Líkt og kunnugt er hafa ráðherrar staðið í bréfaskriftum vegna málsins í vikunni. Á þriðjudaginn sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglu, þar sem vakin er athygli á því að netsala áfengis kunni að fela í sér lögbrot. Þessu brást dómsmálaráðherra við með yfirlýsingu þar sem segir að „pólitísk afskipti af rannsóknum sakamála séu til þess fallin að grafa undan réttarríkinu.“ „Bréf til lögreglu með einhverjum óskum um lögreglurannsókn er auðvitað bara algjörlega fráleitt. Fráleit staða sem er komin upp og það er óþolandi að við búum í landi þar sem ráðherrar eru ýmist að senda lögreglunni bréf eða hringja með einhverjar óskir um það hvernig lögreglan á að vinna. Hluti af því að vera í réttarríki er að svona vinnubrögð eru ekki í lagi, þetta er óboðlegt og það á að hafa afleiðingar þegar ráðherrar haga sér svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. „Í mörgum ríkjum hefði þetta afleiðingar. Ég er ekkert viss um að þetta hafi afleiðingar hér en mér finnst mjög umhugsunarvert að hlusta á fjármálaráðherra, sem fer með fjárveitingavaldið gangvart lögreglu, haldi því fram að það hafi verið afskiptaleysi að hans hálfu að senda lögreglu ekki þetta bréf. Lögregla og ákæruvald eru sjálfstæð, þetta eru bara grunnþættir í ríkinu okkar og mjög alvarlegt mál ef að ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar skilja það ekki,“ bætir hún við. Hún sé sammála því að skýra þurfi lagaramma um verslun með áfengi. „Þetta er spurning um hvar lagerinn er staðsettur og hvort við flokkum þetta sem milliríkjaviðskipti eða ekki. Þetta er svona lagatæknilegt. Við vitum að þessi þjónusta er fyrir hendi á Íslandi, við vitum að íslensk fyrirtæki sitja ekki við sama borð og útlensk, við vitum að þessi þjónusta sé veitt og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að löggjafinn hafi bara dug í sér til að festa þær reglur í sessi að íslensk fyrirtæki fái að starfa hérna og selja þessa vöru,“ segir Þorbjörg. Heilbrigðisráðherra kveðst standa með lýðheilsunni Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skrifaði bréf til fjármálaráðherra í síðustu viku sem birt var í dag, en í bréfi Willums til fjármálaráherra lýsir hann áhyggjum af stöðunni. „Ég held hins vegar að allir standi með lýðheilsunni og ég horfi bara út frá sjónarhóli lýðheilsunnar og kjarnann í stefnu lýðheilsustefnunnar og markmiðsákvæði laganna og það er augljóst að við erum ekki að fylgja þeim eftir,“ segir Willum í samtali við fréttastofu og vísar þar til þess að það hafi fengið að viðgangast að einkaaðilar geti selt áfengi um netverslun á Íslandi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Sigurjón En er ekki alvarlegt að fjármálráðherra sé að beita sér gagnvart lögreglu með þessum hætti? „Ef að um slíkt er að ræða, þá er það alvarlegt jú. Og það er bara mjög mikilvægt í aðgreiningu valds að lögreglan og dómstólar séu sjálfstæð í sínum störfum og við erum öll mjög meðvituð um það. En það hvílir ákveðin skylda á ráðherra að afla upplýsinga um stöðu mála og ég fæ ekki séð annað en að það sé það sem ráðherrann sé að gera,“ segir Willum. Þannig að þú heldur ekki að það hafi verið mistök hjá honum að fara fram með þessum hætti? „Nei ég fæ ekki séð það en það kunna einhverjir að hafa einhverjar skoðanir á því. En það hvílir á honum jafnframt skylda að afla gagna og ég get ekki séð að það trufli neitt ákvarðanir lögreglu þó að þeir upplýsi ráðherrann um stöðu mála sem að þessi lög fjalla um,“ svarar Willum. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Alþingi Netsala á áfengi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Nokkrar kærur liggja fyrir og eru til rannsóknar hjá lögreglu sem varða meint ólögmæti netsölu með áfengi hér á landi. Líkt og kunnugt er hafa ráðherrar staðið í bréfaskriftum vegna málsins í vikunni. Á þriðjudaginn sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglu, þar sem vakin er athygli á því að netsala áfengis kunni að fela í sér lögbrot. Þessu brást dómsmálaráðherra við með yfirlýsingu þar sem segir að „pólitísk afskipti af rannsóknum sakamála séu til þess fallin að grafa undan réttarríkinu.“ „Bréf til lögreglu með einhverjum óskum um lögreglurannsókn er auðvitað bara algjörlega fráleitt. Fráleit staða sem er komin upp og það er óþolandi að við búum í landi þar sem ráðherrar eru ýmist að senda lögreglunni bréf eða hringja með einhverjar óskir um það hvernig lögreglan á að vinna. Hluti af því að vera í réttarríki er að svona vinnubrögð eru ekki í lagi, þetta er óboðlegt og það á að hafa afleiðingar þegar ráðherrar haga sér svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. „Í mörgum ríkjum hefði þetta afleiðingar. Ég er ekkert viss um að þetta hafi afleiðingar hér en mér finnst mjög umhugsunarvert að hlusta á fjármálaráðherra, sem fer með fjárveitingavaldið gangvart lögreglu, haldi því fram að það hafi verið afskiptaleysi að hans hálfu að senda lögreglu ekki þetta bréf. Lögregla og ákæruvald eru sjálfstæð, þetta eru bara grunnþættir í ríkinu okkar og mjög alvarlegt mál ef að ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar skilja það ekki,“ bætir hún við. Hún sé sammála því að skýra þurfi lagaramma um verslun með áfengi. „Þetta er spurning um hvar lagerinn er staðsettur og hvort við flokkum þetta sem milliríkjaviðskipti eða ekki. Þetta er svona lagatæknilegt. Við vitum að þessi þjónusta er fyrir hendi á Íslandi, við vitum að íslensk fyrirtæki sitja ekki við sama borð og útlensk, við vitum að þessi þjónusta sé veitt og mér finnst bara fullkomlega eðlilegt að löggjafinn hafi bara dug í sér til að festa þær reglur í sessi að íslensk fyrirtæki fái að starfa hérna og selja þessa vöru,“ segir Þorbjörg. Heilbrigðisráðherra kveðst standa með lýðheilsunni Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skrifaði bréf til fjármálaráðherra í síðustu viku sem birt var í dag, en í bréfi Willums til fjármálaráherra lýsir hann áhyggjum af stöðunni. „Ég held hins vegar að allir standi með lýðheilsunni og ég horfi bara út frá sjónarhóli lýðheilsunnar og kjarnann í stefnu lýðheilsustefnunnar og markmiðsákvæði laganna og það er augljóst að við erum ekki að fylgja þeim eftir,“ segir Willum í samtali við fréttastofu og vísar þar til þess að það hafi fengið að viðgangast að einkaaðilar geti selt áfengi um netverslun á Íslandi. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.Vísir/Sigurjón En er ekki alvarlegt að fjármálráðherra sé að beita sér gagnvart lögreglu með þessum hætti? „Ef að um slíkt er að ræða, þá er það alvarlegt jú. Og það er bara mjög mikilvægt í aðgreiningu valds að lögreglan og dómstólar séu sjálfstæð í sínum störfum og við erum öll mjög meðvituð um það. En það hvílir ákveðin skylda á ráðherra að afla upplýsinga um stöðu mála og ég fæ ekki séð annað en að það sé það sem ráðherrann sé að gera,“ segir Willum. Þannig að þú heldur ekki að það hafi verið mistök hjá honum að fara fram með þessum hætti? „Nei ég fæ ekki séð það en það kunna einhverjir að hafa einhverjar skoðanir á því. En það hvílir á honum jafnframt skylda að afla gagna og ég get ekki séð að það trufli neitt ákvarðanir lögreglu þó að þeir upplýsi ráðherrann um stöðu mála sem að þessi lög fjalla um,“ svarar Willum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Alþingi Netsala á áfengi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira