Sér fyrir sér 2031 án hvalveiða og sjókvíaeldis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 21:22 Gísli Rafn Ólafsson og Lenya Rún Taha Karim þingmenn Pírata flytja eldhúsdagsræður í kvöld. Píratar Þingmaður Pírata sagði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komna yfir síðasta söludag og gagnrýndi hvalveiðileyfið sem matvælaráðherra tilkynni um í gær, í eldhúsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að fyrsta verk Pírata í ríkisstjórn væri að styrkja Samkeppniseftirlitið vegna þess að kapítalismi án samkeppni kallist arðrán. „Við erum stödd á sjöunda ári samsteypustjórnar afturhaldsafla. Nýjasta afurð glundroða-bandalags íhaldsflokkanna er að gefa út hvalveiðileyfi í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Já og gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra, sömuleiðis í óþökk þjóðarinnar.“ Svona byrjaði Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata eldhúsdagsræðu sína. Hann sagði ríkisstjórnina komna fram yfir síðasta söludag. Sífellt færri styðji flokkana sem að henni standa, og enn færri styðji ríkisstjórnina. „Það eru allir komnir með yfir sig nóg á krísu Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG. Um þau þarf ekki að hafa fleiri orð,“ sagði Gísli Vill sjókvíaeldis- og hvalveiðalaust 2031 „Þegar ég hugsa til framtíðar Íslands, sé ég fyrir mér samfélag þar sem hlustað er á allar raddir. Samfélag sem er þakklátt kröfuhörðum kjósendum og kann að meta framlag og lýðræðisþátttöku allra. Ímyndum okkur aðeins hvernig þessi ræða mín myndi líta út árið 2031, með Pírata í ríkisstjórn sjö ár þar á undan.“ Hann sagði samfélag árið 2031 með Pírata í ríkisstjórn til sjö ára líta þannig út að kosningaaldur hafi verið lækkaður í sextán ár og á ungt fólk væri hlustað. Búið væri að banna hvalveiðar og sjókvíaeldi, ferðamannaiðnaður væri sjálfbær og rentan af auðlindum þjóðarinnar væri nýtt til góðra verka. „Markmiðið er einfalt, kraftmikið, fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf um allt land, sem borgar nægilega mikið til baka til samfélagsins til að tryggja hágæða menntun, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, líka þegar kemur að tannlækningum og geðheilbrigði. Öllum verði tryggt öruggt húsnæði við hæfi eftir umfangsmikið uppbyggingarátak hins opinbera. Frjálslynt samfélag ábyrgra einstaklinga,“ sagði Gísli. Réttindi launafólks ofar arðgreiðslna hinna auðugu Hann sagði Pírata ekki í stjórnmálum til að breyta einhverjum smáatriðum. „Píratar vilja kerfislægar breytingar. Ekki bara plástra og bútasaum. Breytingar geta verið erfiðar. Þær eru tímafrekar og kalla á mikla samvinnu. Einmitt þess vegna er mikilvægt að við trúum á framfarir og umbætur og sættum okkur ekki við stöðnuð og veikluleg stjórnmál íhaldsflokkanna,“ sagði Gísli. „Píratar ætla í ríkisstjórn til að tryggja breytingar sem efla atvinnulíf og umhverfis- og loftlagsvernd. Réttindi launafólks eru ofar á forgangslista Pírata en arðgreiðslur hinna auðugu. Við ætlum að einfalda regluverk atvinnulífsins, en tryggja á sama tíma öflugt eftirlit og virka neytendavernd. Styrking Samkeppniseftirlitsins verður okkar fyrsta verk. Flokkar sem nota hvert einasta tækifæri til að veikja Samkeppniseftirlitið eru að sjálfsögðu ekki markaðshyggjuflokkar. Arðrán heitir kapítalisminn án samkeppni,“ sagði hann jafnframt. Alþingi Píratar Hvalveiðar Fiskeldi Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
„Við erum stödd á sjöunda ári samsteypustjórnar afturhaldsafla. Nýjasta afurð glundroða-bandalags íhaldsflokkanna er að gefa út hvalveiðileyfi í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Já og gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra, sömuleiðis í óþökk þjóðarinnar.“ Svona byrjaði Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata eldhúsdagsræðu sína. Hann sagði ríkisstjórnina komna fram yfir síðasta söludag. Sífellt færri styðji flokkana sem að henni standa, og enn færri styðji ríkisstjórnina. „Það eru allir komnir með yfir sig nóg á krísu Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG. Um þau þarf ekki að hafa fleiri orð,“ sagði Gísli Vill sjókvíaeldis- og hvalveiðalaust 2031 „Þegar ég hugsa til framtíðar Íslands, sé ég fyrir mér samfélag þar sem hlustað er á allar raddir. Samfélag sem er þakklátt kröfuhörðum kjósendum og kann að meta framlag og lýðræðisþátttöku allra. Ímyndum okkur aðeins hvernig þessi ræða mín myndi líta út árið 2031, með Pírata í ríkisstjórn sjö ár þar á undan.“ Hann sagði samfélag árið 2031 með Pírata í ríkisstjórn til sjö ára líta þannig út að kosningaaldur hafi verið lækkaður í sextán ár og á ungt fólk væri hlustað. Búið væri að banna hvalveiðar og sjókvíaeldi, ferðamannaiðnaður væri sjálfbær og rentan af auðlindum þjóðarinnar væri nýtt til góðra verka. „Markmiðið er einfalt, kraftmikið, fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf um allt land, sem borgar nægilega mikið til baka til samfélagsins til að tryggja hágæða menntun, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu, líka þegar kemur að tannlækningum og geðheilbrigði. Öllum verði tryggt öruggt húsnæði við hæfi eftir umfangsmikið uppbyggingarátak hins opinbera. Frjálslynt samfélag ábyrgra einstaklinga,“ sagði Gísli. Réttindi launafólks ofar arðgreiðslna hinna auðugu Hann sagði Pírata ekki í stjórnmálum til að breyta einhverjum smáatriðum. „Píratar vilja kerfislægar breytingar. Ekki bara plástra og bútasaum. Breytingar geta verið erfiðar. Þær eru tímafrekar og kalla á mikla samvinnu. Einmitt þess vegna er mikilvægt að við trúum á framfarir og umbætur og sættum okkur ekki við stöðnuð og veikluleg stjórnmál íhaldsflokkanna,“ sagði Gísli. „Píratar ætla í ríkisstjórn til að tryggja breytingar sem efla atvinnulíf og umhverfis- og loftlagsvernd. Réttindi launafólks eru ofar á forgangslista Pírata en arðgreiðslur hinna auðugu. Við ætlum að einfalda regluverk atvinnulífsins, en tryggja á sama tíma öflugt eftirlit og virka neytendavernd. Styrking Samkeppniseftirlitsins verður okkar fyrsta verk. Flokkar sem nota hvert einasta tækifæri til að veikja Samkeppniseftirlitið eru að sjálfsögðu ekki markaðshyggjuflokkar. Arðrán heitir kapítalisminn án samkeppni,“ sagði hann jafnframt.
Alþingi Píratar Hvalveiðar Fiskeldi Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Fleiri fréttir Það sé alltaf óheppilegt að ná ekki málum í gegn Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“