Gerræði ráðherranna Ólafur Stephensen skrifar 12. júní 2024 16:30 Ósætti við ríkisstjórnarborðið er byrjað að bitna á starfsumhverfi fyrirtækjanna í landinu. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa hver sína skoðunina á því hvort tiltekin atvinnustarfsemi eigi að vera lögleg eða ekki og stjórnarliðið getur ekki náð saman um lagabreytingar, leiðir það til gerræðislegra vinnubragða þar sem réttindi fyrirtækja eru fótum troðin af því að starfsemin er ráðherrunum ekki þóknanleg. Um þetta höfum við tvö dæmi frá síðustu dögum. Vanþóknun á löglegum hvalveiðum Það fyrra er af matvælaráðherranum, sem vikum saman dró að taka ákvörðun um að gefa út leyfi til hvalveiða, en það er atvinnustarfsemi sem ráðherranum er ekki pólitískt þóknanleg. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að forvera Bjarkeyjar Olsen í embætti hefði ekki verið lagalega stætt á að fresta upphafi hvalveiðivertíðar í fyrra. Seint og um síðir gaf Bjarkey út leyfi til hvalveiða og tók fram að hún væri nauðbeygð til þess lögum samkvæmt, en annars vegar gefur hún leyfið út alltof seint og hins vegar gildir það aðeins í 204 daga. Hver treystir sér til að reka fyrirtæki þar sem reksturinn er leyfilegur í innan við sjö mánuði í senn? Þetta er ömurlegur hráskinnaleikur. Ráðherra reynir að knýja fram nýja niðurstöðu hjá lögreglunni Síðara dæmið er af fjármálaráðherranum, sem ræðst á fyrirtæki sem selja áfengi á netinu. Það er starfsgrein, sem er ráðherranum ekki pólitískt þóknanleg. Um hana ríkir vissulega lagalegur óskýrleiki, en það mætti heita sérkennileg löggjöf, sem leyfði íslenzkum neytendum að kaupa áfengi af erlendum netverzlunum en bannaði þeim að verzla við fyrirtæki með tengsl við Ísland. Starfsemi netverzlana með áfengi hefur ítrekað verið kærð til lögreglu, án þess að gripið hafi verið til aðgerða gegn þeim. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins hefur stefnt netverzlunum fyrir dóm en málinu var vísað frá dómi. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, dró þá eðlilegu ályktun að netverzlun með áfengi væri lögleg og lýsti því yfir opinberlega. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði nýlega að þeir sem hefðu áhuga á að stunda þessi viðskipti yrðu að fá betri svör frá löggjafanum um þær reglur sem um þau ættu að gilda. Reynt að fá lögregluna með í pólitíkina Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hins vegar skrifað lögreglunni bréf með þeirri lagatúlkun sinni að netverzlun með áfengi sé bönnuð. Bréfið verður ekki skilið með neinum öðrum hætti en að ráðherrann blandi sér í störf lögreglunnar og reyni að fá hana til að komast að annarri niðurstöðu í málum netverzlana með áfengi en hún hafði áður gert. Með öðrum orðum reynir ráðherra, sem hefur þá pólitísku skoðun að tiltekin atvinnustarfsemi ætti að vera ólögleg, að fá lögregluna til að taka undir hana með sér. Þetta minnir á vinnubrögð ráðamanna í ríkjum sem kenna sig hvorki við réttarríki né frjálslynt lýðræði, nema þá í orði kveðnu. Það er gott að dómsmálaráðuneytið hefur nú áréttað að ráðherrar segi lögreglunni ekki fyrir verkum – en fjármálaráðherrann hefur auðvitað náð því fram sem hann ætlaði sér; að fæla fyrirtæki frá því að fara út í þessa atvinnustarfsemi af ótta við viðbrögð yfirvalda.Af hverju breyta þau ekki lögunum?Með þessum aðferðum leitast ráðherrarnir fyrst og fremst við að afla sér vinsælda meðal þeirra sem eru sömu pólitísku skoðunar og er sama þótt það raungerist á kostnað réttarríkisins. Við skulum hins vegar vona að það sé fámennur kjósendahópur. Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum.Bæði Bjarkey og Sigurður Ingi eru í aðstöðu til að leggja fram frumvörp um breytingu á lögum. Bjarkey gæti lagt fram frumvarp um að banna hvalveiðar og Sigurður Ingi gæti lagt fram frumvarp sem kvæði skýrt á um að þótt EES-samningurinn leyfi Íslendingum að kaupa áfengi af evrópskum netverzlunum, sé harðbannað að kaupa áfengi af fyrirtækjum með tengsl við Ísland. Það er reyndar vafamál hvort slíkt frumvarp stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Fremur en að beita sér fyrir breyttu regluverki á vettvangi Alþingis beita ráðherrarnir hins vegar stjórnsýslulegum bellibrögðum sem eiga ekki heima í réttarríki þar sem fyrirtæki eiga að geta treyst því að búa við skýrt regluverk og fyrirsjáanleika. Íslenzkt atvinnulíf getur ekki með nokkru móti búið við stjórnarhætti af þessu tagi og talsmenn þess eiga að mótmæla þeim harðlega.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ósætti við ríkisstjórnarborðið er byrjað að bitna á starfsumhverfi fyrirtækjanna í landinu. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa hver sína skoðunina á því hvort tiltekin atvinnustarfsemi eigi að vera lögleg eða ekki og stjórnarliðið getur ekki náð saman um lagabreytingar, leiðir það til gerræðislegra vinnubragða þar sem réttindi fyrirtækja eru fótum troðin af því að starfsemin er ráðherrunum ekki þóknanleg. Um þetta höfum við tvö dæmi frá síðustu dögum. Vanþóknun á löglegum hvalveiðum Það fyrra er af matvælaráðherranum, sem vikum saman dró að taka ákvörðun um að gefa út leyfi til hvalveiða, en það er atvinnustarfsemi sem ráðherranum er ekki pólitískt þóknanleg. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að forvera Bjarkeyjar Olsen í embætti hefði ekki verið lagalega stætt á að fresta upphafi hvalveiðivertíðar í fyrra. Seint og um síðir gaf Bjarkey út leyfi til hvalveiða og tók fram að hún væri nauðbeygð til þess lögum samkvæmt, en annars vegar gefur hún leyfið út alltof seint og hins vegar gildir það aðeins í 204 daga. Hver treystir sér til að reka fyrirtæki þar sem reksturinn er leyfilegur í innan við sjö mánuði í senn? Þetta er ömurlegur hráskinnaleikur. Ráðherra reynir að knýja fram nýja niðurstöðu hjá lögreglunni Síðara dæmið er af fjármálaráðherranum, sem ræðst á fyrirtæki sem selja áfengi á netinu. Það er starfsgrein, sem er ráðherranum ekki pólitískt þóknanleg. Um hana ríkir vissulega lagalegur óskýrleiki, en það mætti heita sérkennileg löggjöf, sem leyfði íslenzkum neytendum að kaupa áfengi af erlendum netverzlunum en bannaði þeim að verzla við fyrirtæki með tengsl við Ísland. Starfsemi netverzlana með áfengi hefur ítrekað verið kærð til lögreglu, án þess að gripið hafi verið til aðgerða gegn þeim. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins hefur stefnt netverzlunum fyrir dóm en málinu var vísað frá dómi. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, dró þá eðlilegu ályktun að netverzlun með áfengi væri lögleg og lýsti því yfir opinberlega. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði nýlega að þeir sem hefðu áhuga á að stunda þessi viðskipti yrðu að fá betri svör frá löggjafanum um þær reglur sem um þau ættu að gilda. Reynt að fá lögregluna með í pólitíkina Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hins vegar skrifað lögreglunni bréf með þeirri lagatúlkun sinni að netverzlun með áfengi sé bönnuð. Bréfið verður ekki skilið með neinum öðrum hætti en að ráðherrann blandi sér í störf lögreglunnar og reyni að fá hana til að komast að annarri niðurstöðu í málum netverzlana með áfengi en hún hafði áður gert. Með öðrum orðum reynir ráðherra, sem hefur þá pólitísku skoðun að tiltekin atvinnustarfsemi ætti að vera ólögleg, að fá lögregluna til að taka undir hana með sér. Þetta minnir á vinnubrögð ráðamanna í ríkjum sem kenna sig hvorki við réttarríki né frjálslynt lýðræði, nema þá í orði kveðnu. Það er gott að dómsmálaráðuneytið hefur nú áréttað að ráðherrar segi lögreglunni ekki fyrir verkum – en fjármálaráðherrann hefur auðvitað náð því fram sem hann ætlaði sér; að fæla fyrirtæki frá því að fara út í þessa atvinnustarfsemi af ótta við viðbrögð yfirvalda.Af hverju breyta þau ekki lögunum?Með þessum aðferðum leitast ráðherrarnir fyrst og fremst við að afla sér vinsælda meðal þeirra sem eru sömu pólitísku skoðunar og er sama þótt það raungerist á kostnað réttarríkisins. Við skulum hins vegar vona að það sé fámennur kjósendahópur. Jafnvel þótt við séum bæði á móti hvalveiðum og netsölu á áfengi, getum við ekki leyft gerræðinu að ráða og ýtt reglum réttarríkisins til hliðar. Meira að segja fólk, sem hafa verið fengin jafnmikil völd og ráðherrarnir hafa, verður að sæta því að ná fram pólitískum markmiðum á lögmætum forsendum.Bæði Bjarkey og Sigurður Ingi eru í aðstöðu til að leggja fram frumvörp um breytingu á lögum. Bjarkey gæti lagt fram frumvarp um að banna hvalveiðar og Sigurður Ingi gæti lagt fram frumvarp sem kvæði skýrt á um að þótt EES-samningurinn leyfi Íslendingum að kaupa áfengi af evrópskum netverzlunum, sé harðbannað að kaupa áfengi af fyrirtækjum með tengsl við Ísland. Það er reyndar vafamál hvort slíkt frumvarp stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Fremur en að beita sér fyrir breyttu regluverki á vettvangi Alþingis beita ráðherrarnir hins vegar stjórnsýslulegum bellibrögðum sem eiga ekki heima í réttarríki þar sem fyrirtæki eiga að geta treyst því að búa við skýrt regluverk og fyrirsjáanleika. Íslenzkt atvinnulíf getur ekki með nokkru móti búið við stjórnarhætti af þessu tagi og talsmenn þess eiga að mótmæla þeim harðlega.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun