Fimm af flottari EM mörkum þessarar aldar Íþróttadeild Vísis skrifar 13. júní 2024 12:01 David Marshall prýddi forsíður blaðanna eftir kómíska tilraun sína til að verja langskot Patrik Schick á EM 2020. EPA-EFE/Andy Buchanan Evrópumót karla í knattspyrnu hefst með leik Þýskalands og Skotlands á morgun, föstudag. Að því tilefni tók Vísir saman fimm af skemmtilegri EM mörkum þessarar aldar. Um er að ræða fimm mörk sem skoruð voru á EM 2004, 2016 og 2020 þó síðastnefnda mótið hafi farið fram ári síðar. Vert er að taka fram að mörk Íslands á EM í Frakklandi 2016 komu ekki til greina. Mörkin má sjá hér að neðan en þau eru ekki í neinni sérstakri röð. Á EM 2004 skoraði hinn sænski Zlatan Ibrahimović þetta stórskemmtilega mark gegn Ítalíu þar sem hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Gianluigi Buffon. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem hjálpaði Svíþjóð að komast í útsláttarkeppnina ásamt Dönum á meðan Ítalía sat eftir með sárt ennið. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Á sama móti skoraði Portúgalinn Maniche með frábæru skoti eftir sem Edwin van der Sar réð ekki við í marki Hollands. Um var að ræða leik í undanúrslitum sem Portúgal vann 2-1. 🇵🇹 This strike from Maniche! 🤯#OTD at EURO 2004 | @selecaoportugal pic.twitter.com/nY95zC3I8R— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2023 Það var ekki aðeins Ísland sem kom á óvart árið 2016 en Wales fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið lá gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Í 8-liða úrslitum vann Wales frækinn sigur á Belgíu sem var talið vera eitt af sterkustu liðum mótsins. Þar skoraði Hal Robson-Kanu mark sem Walesverjar, og Belgar, munu seint gleyma. 🏴 Hal Robson-Kanu 😱⏪ Who remembers this iconic EURO goal?@RobsonKanu | @Cymru pic.twitter.com/azSMg2jbS0— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 27, 2021 Á sama móti skoraði Xerdan Shaqiri frábært mark sem kom Sviss í vítaspyrnukeppni gegn Póllandi í 8-liða úrslitum. Það dugði þó ekki þar sem Pólland fór með sigur af hólmi en markið stendur eftir sem eitt af flottari mörkum mótsins og EM almennt. 🤯 Name a better EURO goal than this!🇨🇭 Happy birthday, Xherdan Shaqiri 🎈#HBD | @SFV_ASF | @XS_11official pic.twitter.com/iCbYxtnMli— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 10, 2020 Síðast en ekki síst er komið að marki sem Skotar fengu á sig á síðasta Evrópumóti. Tékkinn Patrik Schick sem í dag spilar fyrir Bayer Leverkusen lét þá vaða í fyrsta við miðlínu þegar Tékklar sóttu hratt. Schick er eflaust fullur sjálfstrausts eftir tímabilið með Leverkusen og hver veit nema hann láti vaða af svipuðu færi í sumar. #GoalOfTheDay | Patrik Schick vs Scotland (2021) https://t.co/6x4gmbCXbk— EuroFoot (@eurofootcom) December 23, 2022 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira
Um er að ræða fimm mörk sem skoruð voru á EM 2004, 2016 og 2020 þó síðastnefnda mótið hafi farið fram ári síðar. Vert er að taka fram að mörk Íslands á EM í Frakklandi 2016 komu ekki til greina. Mörkin má sjá hér að neðan en þau eru ekki í neinni sérstakri röð. Á EM 2004 skoraði hinn sænski Zlatan Ibrahimović þetta stórskemmtilega mark gegn Ítalíu þar sem hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Gianluigi Buffon. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem hjálpaði Svíþjóð að komast í útsláttarkeppnina ásamt Dönum á meðan Ítalía sat eftir með sárt ennið. 🇸🇪 Zlatan Ibrahimović doing the impossible #OTD at EURO 2004... 🤯🤯🤯@Ibra_official | @svenskfotboll pic.twitter.com/my7p7XUnfe— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2022 Á sama móti skoraði Portúgalinn Maniche með frábæru skoti eftir sem Edwin van der Sar réð ekki við í marki Hollands. Um var að ræða leik í undanúrslitum sem Portúgal vann 2-1. 🇵🇹 This strike from Maniche! 🤯#OTD at EURO 2004 | @selecaoportugal pic.twitter.com/nY95zC3I8R— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2023 Það var ekki aðeins Ísland sem kom á óvart árið 2016 en Wales fór alla leið í undanúrslit þar sem liðið lá gegn verðandi Evrópumeisturum Portúgals. Í 8-liða úrslitum vann Wales frækinn sigur á Belgíu sem var talið vera eitt af sterkustu liðum mótsins. Þar skoraði Hal Robson-Kanu mark sem Walesverjar, og Belgar, munu seint gleyma. 🏴 Hal Robson-Kanu 😱⏪ Who remembers this iconic EURO goal?@RobsonKanu | @Cymru pic.twitter.com/azSMg2jbS0— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) December 27, 2021 Á sama móti skoraði Xerdan Shaqiri frábært mark sem kom Sviss í vítaspyrnukeppni gegn Póllandi í 8-liða úrslitum. Það dugði þó ekki þar sem Pólland fór með sigur af hólmi en markið stendur eftir sem eitt af flottari mörkum mótsins og EM almennt. 🤯 Name a better EURO goal than this!🇨🇭 Happy birthday, Xherdan Shaqiri 🎈#HBD | @SFV_ASF | @XS_11official pic.twitter.com/iCbYxtnMli— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 10, 2020 Síðast en ekki síst er komið að marki sem Skotar fengu á sig á síðasta Evrópumóti. Tékkinn Patrik Schick sem í dag spilar fyrir Bayer Leverkusen lét þá vaða í fyrsta við miðlínu þegar Tékklar sóttu hratt. Schick er eflaust fullur sjálfstrausts eftir tímabilið með Leverkusen og hver veit nema hann láti vaða af svipuðu færi í sumar. #GoalOfTheDay | Patrik Schick vs Scotland (2021) https://t.co/6x4gmbCXbk— EuroFoot (@eurofootcom) December 23, 2022
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira