„Þetta eru engar eðlilegar eða venjulegar dýraveiðar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2024 21:01 Sigursteinn, til vinstri, og Jón, til hægri, fóru yfir afstöðu sína til hvalveiða í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Arnar Matvælaráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir ákvörðun sína um að heimila hvalveiðar úr mörgum ólíkum áttum. Sigursteinn Másson stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands og Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru yfir málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta eru engar eðlilegar eða venjulegar dýraveiðar,“ segir Sigursteinn. Það hafi komið ljós við eftirlit Matvælastofnunar veiðunum að þriðjungur dýranna eru með tvo sprengiskutla í sér. Hann segir hvalina næststærstu dýr jarðar, vera um 50 tonn og tuttugu metra að lengd. Það sé erfitt að veiða svo stór dýr og það hafi komið í ljós að það er ekki með neinum hætti hægt að veiða slík dýr með mannúðlegurm hætti. „Þess vegna verður þetta að hætta.“ Jón Gunnarsson segir veiðiaðferðirnar í stöðugri þróun og það hafi verið góð reynsla af þeim aðferðum sem hafi verið notaðar við hvalveiðarnar síðasta sumar. Hvalur hf. Hafi nú þróað sérstaka aðferð með rafstuði til að drepa dýrin. Þau hafi ekki fengið leyfi til prófa það en um sé að ræða betri og skilvirkari leið til að drepa dýrin með skjótum hætti. „Það er þróun í þessu eins og öðrum veiðum,“ segir Jón. Klippa: Sætir gagnrýni fyrir ákvörðunina Hann gagnrýndi ákvörðun ráðherra á þingi í dag og segist vera ósáttur við málsmeðferð ráðuneytisins í þessu máli. Bæði í ár og í fyrra og það standist ekki skoðun um hvernig hafi verið haldið utan um þessi mál í ráðuneytinu. Hann segir að í gildi séu lög um hvalveiðar og þau séu æðri lögum um dýravernd. Umboðsmaður Alþingis hafi farið ítarlega yfir þetta allt í áliti sínu í fyrra og hvernig hafi verið brotið á atvinnurétti fólks. Sigursteinn segir skrítið að vera í þeirri stöðu árið 2024 að verið sé að heimila hvalveiðar á ný, þó það sé aðeins til eins árs og til að drepa 128 dýr. Eigi að fella lögin úr gildi „Það er verið að byggja 75 ára gömlum lögum,“ segir Sigursteinn og að á sama tíma og þessi lög voru sett þótti fínt að fara á sportveiðar í Afríku til að veiða fíla og nashyrninga. Allt önnur viðmið hafi verið uppi um dýravelferð og að það sé álit Dýraverndunarsambandsins að þessar veiðar eigi að heyra sögunni til. „Þessu ber að ljúka og við horfumst í augu við þann tíma sem við lifum á. Þar sem eru allt aðrar kröfur en voru þegar þessi lög um hvalveiðar, 1949, voru sett,“ segir Sigursteinn að það eigi að fella þau lög úr gildi. Fólk hafi væntingar Jón segir ólgu meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna málsins og það hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Það sama eigi við um einhverja þingmenn Framsóknarflokksins. „Það sem er að hér er að við erum með lög í landinu. Fólk hefur haft væntingar,“ segir Jón og að það sé hópur fólks sem hafi þetta að atvinnu og geri ráð fyrir þeim tekjum sem því fylgir. Það sé verið að ganga á rétt þeirra og fyrirtækisins sem hafi þessi lög sem viðmið. Jón segir rök um breytta tíma ekki standast. Íslendingar séu ekki eina þjóðin í heiminum sem veiði hvali. Veiðarnar séu sjálfbærar og að hræðsluáróður um atvinnugreinina eigi ekki við rök að styðjast. Ferðamenn komi samt til landsins. Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan. Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur“ Henry Alexander Henrysson segir ákvörðun matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar til eins árs, einfaldlega ranga. Hann kveðst ekki ætla að koma nánar að hvalveiðimálum innan stjórnsýslunnar. 11. júní 2024 15:32 „Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58 Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07 Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
„Þetta eru engar eðlilegar eða venjulegar dýraveiðar,“ segir Sigursteinn. Það hafi komið ljós við eftirlit Matvælastofnunar veiðunum að þriðjungur dýranna eru með tvo sprengiskutla í sér. Hann segir hvalina næststærstu dýr jarðar, vera um 50 tonn og tuttugu metra að lengd. Það sé erfitt að veiða svo stór dýr og það hafi komið í ljós að það er ekki með neinum hætti hægt að veiða slík dýr með mannúðlegurm hætti. „Þess vegna verður þetta að hætta.“ Jón Gunnarsson segir veiðiaðferðirnar í stöðugri þróun og það hafi verið góð reynsla af þeim aðferðum sem hafi verið notaðar við hvalveiðarnar síðasta sumar. Hvalur hf. Hafi nú þróað sérstaka aðferð með rafstuði til að drepa dýrin. Þau hafi ekki fengið leyfi til prófa það en um sé að ræða betri og skilvirkari leið til að drepa dýrin með skjótum hætti. „Það er þróun í þessu eins og öðrum veiðum,“ segir Jón. Klippa: Sætir gagnrýni fyrir ákvörðunina Hann gagnrýndi ákvörðun ráðherra á þingi í dag og segist vera ósáttur við málsmeðferð ráðuneytisins í þessu máli. Bæði í ár og í fyrra og það standist ekki skoðun um hvernig hafi verið haldið utan um þessi mál í ráðuneytinu. Hann segir að í gildi séu lög um hvalveiðar og þau séu æðri lögum um dýravernd. Umboðsmaður Alþingis hafi farið ítarlega yfir þetta allt í áliti sínu í fyrra og hvernig hafi verið brotið á atvinnurétti fólks. Sigursteinn segir skrítið að vera í þeirri stöðu árið 2024 að verið sé að heimila hvalveiðar á ný, þó það sé aðeins til eins árs og til að drepa 128 dýr. Eigi að fella lögin úr gildi „Það er verið að byggja 75 ára gömlum lögum,“ segir Sigursteinn og að á sama tíma og þessi lög voru sett þótti fínt að fara á sportveiðar í Afríku til að veiða fíla og nashyrninga. Allt önnur viðmið hafi verið uppi um dýravelferð og að það sé álit Dýraverndunarsambandsins að þessar veiðar eigi að heyra sögunni til. „Þessu ber að ljúka og við horfumst í augu við þann tíma sem við lifum á. Þar sem eru allt aðrar kröfur en voru þegar þessi lög um hvalveiðar, 1949, voru sett,“ segir Sigursteinn að það eigi að fella þau lög úr gildi. Fólk hafi væntingar Jón segir ólgu meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna málsins og það hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Það sama eigi við um einhverja þingmenn Framsóknarflokksins. „Það sem er að hér er að við erum með lög í landinu. Fólk hefur haft væntingar,“ segir Jón og að það sé hópur fólks sem hafi þetta að atvinnu og geri ráð fyrir þeim tekjum sem því fylgir. Það sé verið að ganga á rétt þeirra og fyrirtækisins sem hafi þessi lög sem viðmið. Jón segir rök um breytta tíma ekki standast. Íslendingar séu ekki eina þjóðin í heiminum sem veiði hvali. Veiðarnar séu sjálfbærar og að hræðsluáróður um atvinnugreinina eigi ekki við rök að styðjast. Ferðamenn komi samt til landsins. Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan.
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur“ Henry Alexander Henrysson segir ákvörðun matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar til eins árs, einfaldlega ranga. Hann kveðst ekki ætla að koma nánar að hvalveiðimálum innan stjórnsýslunnar. 11. júní 2024 15:32 „Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58 Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07 Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
„Ég kem ekki nálægt þessum málum aftur“ Henry Alexander Henrysson segir ákvörðun matvælaráðherra, um að leyfa hvalveiðar til eins árs, einfaldlega ranga. Hann kveðst ekki ætla að koma nánar að hvalveiðimálum innan stjórnsýslunnar. 11. júní 2024 15:32
„Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58
Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07
Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. 11. júní 2024 11:35