Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júní 2024 10:41 Landris er hafið undir Svartsengi enn eina ferðina. Vísir/Rax Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. Þetta staðfestir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir það skýrt að landris sé hafið undir Svartsengi en tekur fram að enn sé óljóst hver hraðinn á landrisinu sé en að það muni koma í ljós á næstu dögum. Hann segir að það megi gera ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Atburðarásin heldur áfram „Það er það stutt síðan landrisið hófst að við sjáum ekki hraðan á þessu en það mun taka einhverja daga að átta sig á því,“ segir Benedikt. Hann bætir við að þetta hafi þá þýðingu að sú atburðarás sem hefur átt sér stað síðustu misseri á Reykjanesinu með endurteknum eldsumbrotum muni halda áfram. „Landrisið er í Svartsengi og það segir okkur að það sé kvikuflæði inn í Svartsengi og það er greinilega að halda áfram. Það er þá ekki öll kvikan að koma upp í eldgosinu heldur er hluti hennar að safnast fyrir. Þetta er bara eins og í síðasta gosi.“ Engin merki um að eldsumbrotunum ljúki Eins og áður hefur verið greint frá hafa Þorvaldur Þórðarson og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingar spáð mögulegum goslokum í Sundhnúkagígaröð fyrir haustið. Spurður hvaða þýðingu nýtt landris hafi fyrir þessa spá eldfjallafræðinganna segir Benedikt að það grafi vissulega undan þessari spá. „Ég myndi segja að það sé bjartsýnisspá. Auðvitað getur þetta stoppað, þetta stoppar einhvern tímann en það eru engin merki um það enn. Ég myndi ekki þora að spá því að þessu sé lokið í ágúst.“ Gæti tekið tíma að fylla geyminn Spurður hvort að það gæti hafist nýtt eldgos á svæðinu á meðan að enn mallar í gígnum við Sundhnúkagíga segir hann það ekki útilokað. „Það er ekki útilokað en samt frekar ólíklegt að við fáum gos á meðan annað gos er í gangi í sama kerfinu.“ Hann segir að eftir því sem að flæði meiri kvika inn í kvikugeyminn undir Svartsengi því líklegra verður að nýtt eldgos hefjist. Hann setur þó þann varnagla á að það gæti liðið töluverður tími áður en það gýs aftur. „Þetta er alveg tómt núna og núna hefst að fyllast í tóman geymi og það tók tvo mánuði núna síðast en það virðist alltaf þurfa meira og meira svo það gæti tekið lengri tíma en síðast,“ segir hann en ítrekar að hann sé ekki enn með nánar mælingar á hraða landrisins. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þetta staðfestir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir það skýrt að landris sé hafið undir Svartsengi en tekur fram að enn sé óljóst hver hraðinn á landrisinu sé en að það muni koma í ljós á næstu dögum. Hann segir að það megi gera ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Atburðarásin heldur áfram „Það er það stutt síðan landrisið hófst að við sjáum ekki hraðan á þessu en það mun taka einhverja daga að átta sig á því,“ segir Benedikt. Hann bætir við að þetta hafi þá þýðingu að sú atburðarás sem hefur átt sér stað síðustu misseri á Reykjanesinu með endurteknum eldsumbrotum muni halda áfram. „Landrisið er í Svartsengi og það segir okkur að það sé kvikuflæði inn í Svartsengi og það er greinilega að halda áfram. Það er þá ekki öll kvikan að koma upp í eldgosinu heldur er hluti hennar að safnast fyrir. Þetta er bara eins og í síðasta gosi.“ Engin merki um að eldsumbrotunum ljúki Eins og áður hefur verið greint frá hafa Þorvaldur Þórðarson og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingar spáð mögulegum goslokum í Sundhnúkagígaröð fyrir haustið. Spurður hvaða þýðingu nýtt landris hafi fyrir þessa spá eldfjallafræðinganna segir Benedikt að það grafi vissulega undan þessari spá. „Ég myndi segja að það sé bjartsýnisspá. Auðvitað getur þetta stoppað, þetta stoppar einhvern tímann en það eru engin merki um það enn. Ég myndi ekki þora að spá því að þessu sé lokið í ágúst.“ Gæti tekið tíma að fylla geyminn Spurður hvort að það gæti hafist nýtt eldgos á svæðinu á meðan að enn mallar í gígnum við Sundhnúkagíga segir hann það ekki útilokað. „Það er ekki útilokað en samt frekar ólíklegt að við fáum gos á meðan annað gos er í gangi í sama kerfinu.“ Hann segir að eftir því sem að flæði meiri kvika inn í kvikugeyminn undir Svartsengi því líklegra verður að nýtt eldgos hefjist. Hann setur þó þann varnagla á að það gæti liðið töluverður tími áður en það gýs aftur. „Þetta er alveg tómt núna og núna hefst að fyllast í tóman geymi og það tók tvo mánuði núna síðast en það virðist alltaf þurfa meira og meira svo það gæti tekið lengri tíma en síðast,“ segir hann en ítrekar að hann sé ekki enn með nánar mælingar á hraða landrisins.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43