„Þeir eru bara með gæði fram á við og í öllu liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2024 21:14 Valgeir Lunddal Friðriksson fékk að berjast við Memphis Depay í kvöld. Andre Weening/BSR Agency/Getty Images „Þetta var vissulega mjög erfitt,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, eftir 4-0 tap gegn Hollendingum í kvöld. „Okkur líður alls ekki vel. Þeir eru bara með gæði fram á við og í öllu liðinu. Ef við gefum þeim smá pláss þá bara nýta þeir það og þeir gerðu það fjórum sinnum í kvöld. Þetta var bara mjög erfitt, sérstaklega eftir erfiðan Englandsleik. Stutta svarið er bara erfitt,“ bætti Valgeir við. Valgeir lék í miðverði í kvöld, en það er staða sem hann er ekki vanur að spila. Hann viðurkennir að leikurinn í kvöld hafi ekki verið hans besti á ferlinum. „Ég hef eiginlega aldrei spilað miðvörð í fjögurra manna línu. Ég hef verið kannski í U21-árs liðinu í þriggja hafsenta línu, en þetta er aðeins öðruvísi og aðeins ýktara. Sem bakvörður var ég oft að ýta aðeins út, en það var fínt að hafa Sverri [Inga Ingason] við hliðina á mér sem var að tala mikið við mig.“ „Þetta er ný staða og ef ég spila hana oftar á ég líklega eftir að verða betri. Ég veit að þetta var ekki fullkominn leikur hjá mér.“ Klippa: Valgeir eftir Hollandsleikinn. Valgeir var enda ekki að spila gegn neinum nýgræðingum. „Nei, alls ekki. En eins og ég segi þá á þetta örugglega eftir að verða betra og betra ef ég spila þetta oftar. Ég þarf bara líka að æfa mig. Ég hef eiginlega ekkert verið að æfa þessa stöðu þannig að þetta verður vonandi betra,“ sagði Valgeir að lokum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Holland - Ísland 4-0 | Hollendingar fara dansandi inn á EM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-0 tap er liðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í kvöld. Þetta var seinasti leikur Hollendinga fyrir EM sem hefst á föstudaginn. 10. júní 2024 17:31 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
„Okkur líður alls ekki vel. Þeir eru bara með gæði fram á við og í öllu liðinu. Ef við gefum þeim smá pláss þá bara nýta þeir það og þeir gerðu það fjórum sinnum í kvöld. Þetta var bara mjög erfitt, sérstaklega eftir erfiðan Englandsleik. Stutta svarið er bara erfitt,“ bætti Valgeir við. Valgeir lék í miðverði í kvöld, en það er staða sem hann er ekki vanur að spila. Hann viðurkennir að leikurinn í kvöld hafi ekki verið hans besti á ferlinum. „Ég hef eiginlega aldrei spilað miðvörð í fjögurra manna línu. Ég hef verið kannski í U21-árs liðinu í þriggja hafsenta línu, en þetta er aðeins öðruvísi og aðeins ýktara. Sem bakvörður var ég oft að ýta aðeins út, en það var fínt að hafa Sverri [Inga Ingason] við hliðina á mér sem var að tala mikið við mig.“ „Þetta er ný staða og ef ég spila hana oftar á ég líklega eftir að verða betri. Ég veit að þetta var ekki fullkominn leikur hjá mér.“ Klippa: Valgeir eftir Hollandsleikinn. Valgeir var enda ekki að spila gegn neinum nýgræðingum. „Nei, alls ekki. En eins og ég segi þá á þetta örugglega eftir að verða betra og betra ef ég spila þetta oftar. Ég þarf bara líka að æfa mig. Ég hef eiginlega ekkert verið að æfa þessa stöðu þannig að þetta verður vonandi betra,“ sagði Valgeir að lokum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjör: Holland - Ísland 4-0 | Hollendingar fara dansandi inn á EM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-0 tap er liðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í kvöld. Þetta var seinasti leikur Hollendinga fyrir EM sem hefst á föstudaginn. 10. júní 2024 17:31 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Uppgjör: Holland - Ísland 4-0 | Hollendingar fara dansandi inn á EM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-0 tap er liðið mætti því hollenska í vináttulandsleik í kvöld. Þetta var seinasti leikur Hollendinga fyrir EM sem hefst á föstudaginn. 10. júní 2024 17:31