Åge eftir tapið í Rotterdam: Höfðum ekki sama hraða og á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2024 21:06 Åge á hliðarlínunni í kvöld. Í bakgrunn má sjá Ronald Koeman, þjálfara Hollands, glotta við tönn. AP Photo/Patrick Post „Það var mikið af þreyttum löppum þarna úti. Virkilega erfitt að spila á móti tveimur góðum landsliðum á svona stuttum tíma, aðeins þrír dagar á milli leikja,“ sagði Åge Hareide eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam í kvöld. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá aldrei til sólar í Rotterdam þar sem liðið mætti heimamönnum aðeins þremur dögum eftir að það vann frækinn 1-0 sigur á Wembley í Lundúnum. Åge ræddi við Val Pál Eiríksson að leik loknum. Eitt er hversu stutt það er á milli leikja og hitt er að það vantaði nokkra leikmenn í miðvarðarstöðuna hjá Íslandi. Sem dæmi um það stóð Valgeir Lunddal Friðriksson vaktina í miðverði með Sverri Inga Inga stöðu sem hann hefur ekki spilað áður. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi vegna meiðsla svo við höfðum ekki úr mörgum leikmönnum að velja, það veldur mér miklum áhyggjum [hvað það eru fáir miðverðir sem hægt er að velja úr]. Vonum að allir okkar leikmenn séu klárir í leikina í haust,“ bætti Åge við en þá hefst Þjóðadeildin að nýju. Klippa: Hareide eftir Holland Um Valgeir „Hann spilaði í þriggja manna línu með U-21 árs landsliðinu, hefur hæðina og hraðann. Hann hefur spilað vel sem bakvörður með Häcken en í svæðisvörn skiptir það ekki öllu máli. Átt að þekkja þitt svæði og vita hvað þú þarft að gera. Það er samt ekki hægt að kenna honum um neitt,“ sagði þjálfarinn og benti á að hann hefði stillt Valgeiri upp í miðverði og því væri hægt að kenna sér um frekar. Um Holland og haustið „Liðið var þreytt og við höfðum ekki sama hraða og á Wembley. Svo vil ég hrósa Hollandi. Þeir fengu of mikið pláss en nýttu það vel og komust auðveldlega á bakvið okkur. Við vorum ekki nægilega góðir varnarlega.“ „Það jákvæða er að við höfum spilað tvo virkilega erfiða leiki og náð góðum úrslitum úr öðrum þeirra. Tökum það með okkur inn í leikinn gegn Svartfjallalandi í haust,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli þann 6. september, að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Viðtalið við Åge í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá aldrei til sólar í Rotterdam þar sem liðið mætti heimamönnum aðeins þremur dögum eftir að það vann frækinn 1-0 sigur á Wembley í Lundúnum. Åge ræddi við Val Pál Eiríksson að leik loknum. Eitt er hversu stutt það er á milli leikja og hitt er að það vantaði nokkra leikmenn í miðvarðarstöðuna hjá Íslandi. Sem dæmi um það stóð Valgeir Lunddal Friðriksson vaktina í miðverði með Sverri Inga Inga stöðu sem hann hefur ekki spilað áður. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi vegna meiðsla svo við höfðum ekki úr mörgum leikmönnum að velja, það veldur mér miklum áhyggjum [hvað það eru fáir miðverðir sem hægt er að velja úr]. Vonum að allir okkar leikmenn séu klárir í leikina í haust,“ bætti Åge við en þá hefst Þjóðadeildin að nýju. Klippa: Hareide eftir Holland Um Valgeir „Hann spilaði í þriggja manna línu með U-21 árs landsliðinu, hefur hæðina og hraðann. Hann hefur spilað vel sem bakvörður með Häcken en í svæðisvörn skiptir það ekki öllu máli. Átt að þekkja þitt svæði og vita hvað þú þarft að gera. Það er samt ekki hægt að kenna honum um neitt,“ sagði þjálfarinn og benti á að hann hefði stillt Valgeiri upp í miðverði og því væri hægt að kenna sér um frekar. Um Holland og haustið „Liðið var þreytt og við höfðum ekki sama hraða og á Wembley. Svo vil ég hrósa Hollandi. Þeir fengu of mikið pláss en nýttu það vel og komust auðveldlega á bakvið okkur. Við vorum ekki nægilega góðir varnarlega.“ „Það jákvæða er að við höfum spilað tvo virkilega erfiða leiki og náð góðum úrslitum úr öðrum þeirra. Tökum það með okkur inn í leikinn gegn Svartfjallalandi í haust,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli þann 6. september, að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Viðtalið við Åge í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Sjá meira