Spáir sól um allt land í vikunni Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. júní 2024 20:51 Siggi Stormur lofar að sumarið sé endanlega komið. Vísir Veðurfræðingur segir norðurheimskautaloftið sem reið yfir landið í síðustu viku með þeim afleiðingum að víða snjóaði vera loks á bak og burt. Hann spáir áframhaldandi góðu veðri næstu vikuna og ráðleggur sólþyrstum útilegumönnum að tjalda fyrir sunnan eða vestan næstu helgi. Margir virðast hafa ákveðið að nýta sér sólina í Nauthólsvík í dag, en þangað var Lillý Valgerður mætt í kvöldfréttum. Hún ræddi veðurhorfur næstu daga við Sigurð Þ. Ragnarsson, eða Sigga Storm. Gangi veðurspár eftir á morgun verður víðast hvar sól. Í dag var veður best á Suðurlandi en nálægt Árnesi mældist hiti nærri tuttugu gráður, og jafnvel mælist hiti hærri á morgun. „Þetta norðurheimskautaloft, þessi vetur sem kom í kjölfar forsetakosninganna, nú er þetta loft loksins að fara út af landinu. Það eymir aðeins af því allra austast. Að öðru leyti er það að fara og inn er að koma hæðarsvæði,“ segir Siggi. Það þýði að sólríkt verði í öllum landshlutum, og það komum við til með að sjá á morgun. Hann segir hitatölur vel geta farið yfir tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri. „Ég á von á að það verði hlýjast þar, 22 gráður jafnvel. Akureyri og Eyjafjarðarsvæði, fimmtán, sextán stig kannski þegar best lætur. Þannig að við erum að tala um allt annað veður en verið hefur.“ Siggi varar þó við fleiri lægðum strax á eftir góða veðrinu. „Það má segja að strax á þriðjudagskvöld, það er að segja annað kvöld, og á miðvikudag, má búast við að það þykkni upp og það verði dálítil væta. Áfram þó hlýtt í veðri,“ segir Siggi og að það eigi við um Suður- og Vesturland. En á sama tíma fái Norðlendingar algjöra „bongóblíðu“. Þannig verði það fram á föstudag, en þá snúist veðrið aftur á móti við og Sunn- og Vestlendingar fái bjartviðri meðan skýjað verður fyrir norðan. „En stóru tíðindin eru þau að við erum laus við þetta ískalda norðurheimskautsloft, sem var bara vetur sem við fengum í júnímánuði.“ Þannig að þú ert að fullyrða að sumarið er komið? „Við skulum bara stimpla það inn hér og nú, að sumarið er komið. Veturinn er farinn og nú tökum við það að ferðast um landið og hafa gan og gaman af og í góðu veðri. Og þegar maður horfir á spárnar fram í tímann erum við að tala um prýðilegar veðurhorfur. Hæglætisveður næstu tíu tólf daga og jafnvel áfram,“ segir Siggi. Hann segir hitatölur vera orðnar tveggja stafa og hiti muni ekki fara niður í þrjár gráður á nóttunni á næstunni, eins og hann hefur verið að gera. Nú er þriggja daga helgi fram undan, hvert á fólk að fara í útilegu? „Nú verður maður að ráðleggja því að fara, eins og staðan er núna, sunnan og vestan til á landinu. Þar verður sólríkast og um leið hlýjast. En það verður hins vegar prýðisveður víða á landinu. Þannig að þó það verði ekki mikil sól á landinu norðanverðu verður hins vegar ágætlega hlýtt. Og eins og ég segi, tveggja stafa hitatölur um allt land. Aðeins kaldara á Vestfjörðum en menn eiga að geta farið á sunnan- og vestanvert landið. Það verður blíðan mest.“ Veður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Margir virðast hafa ákveðið að nýta sér sólina í Nauthólsvík í dag, en þangað var Lillý Valgerður mætt í kvöldfréttum. Hún ræddi veðurhorfur næstu daga við Sigurð Þ. Ragnarsson, eða Sigga Storm. Gangi veðurspár eftir á morgun verður víðast hvar sól. Í dag var veður best á Suðurlandi en nálægt Árnesi mældist hiti nærri tuttugu gráður, og jafnvel mælist hiti hærri á morgun. „Þetta norðurheimskautaloft, þessi vetur sem kom í kjölfar forsetakosninganna, nú er þetta loft loksins að fara út af landinu. Það eymir aðeins af því allra austast. Að öðru leyti er það að fara og inn er að koma hæðarsvæði,“ segir Siggi. Það þýði að sólríkt verði í öllum landshlutum, og það komum við til með að sjá á morgun. Hann segir hitatölur vel geta farið yfir tuttugu gráður á Kirkjubæjarklaustri. „Ég á von á að það verði hlýjast þar, 22 gráður jafnvel. Akureyri og Eyjafjarðarsvæði, fimmtán, sextán stig kannski þegar best lætur. Þannig að við erum að tala um allt annað veður en verið hefur.“ Siggi varar þó við fleiri lægðum strax á eftir góða veðrinu. „Það má segja að strax á þriðjudagskvöld, það er að segja annað kvöld, og á miðvikudag, má búast við að það þykkni upp og það verði dálítil væta. Áfram þó hlýtt í veðri,“ segir Siggi og að það eigi við um Suður- og Vesturland. En á sama tíma fái Norðlendingar algjöra „bongóblíðu“. Þannig verði það fram á föstudag, en þá snúist veðrið aftur á móti við og Sunn- og Vestlendingar fái bjartviðri meðan skýjað verður fyrir norðan. „En stóru tíðindin eru þau að við erum laus við þetta ískalda norðurheimskautsloft, sem var bara vetur sem við fengum í júnímánuði.“ Þannig að þú ert að fullyrða að sumarið er komið? „Við skulum bara stimpla það inn hér og nú, að sumarið er komið. Veturinn er farinn og nú tökum við það að ferðast um landið og hafa gan og gaman af og í góðu veðri. Og þegar maður horfir á spárnar fram í tímann erum við að tala um prýðilegar veðurhorfur. Hæglætisveður næstu tíu tólf daga og jafnvel áfram,“ segir Siggi. Hann segir hitatölur vera orðnar tveggja stafa og hiti muni ekki fara niður í þrjár gráður á nóttunni á næstunni, eins og hann hefur verið að gera. Nú er þriggja daga helgi fram undan, hvert á fólk að fara í útilegu? „Nú verður maður að ráðleggja því að fara, eins og staðan er núna, sunnan og vestan til á landinu. Þar verður sólríkast og um leið hlýjast. En það verður hins vegar prýðisveður víða á landinu. Þannig að þó það verði ekki mikil sól á landinu norðanverðu verður hins vegar ágætlega hlýtt. Og eins og ég segi, tveggja stafa hitatölur um allt land. Aðeins kaldara á Vestfjörðum en menn eiga að geta farið á sunnan- og vestanvert landið. Það verður blíðan mest.“
Veður Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira