Endurvekjum skikkjuna strax! Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2024 09:00 Ég er oftar en ekki reiður yfir einhverju og yfirleitt einhverju smávægilegu. Eitt mitt minnisstæðasta og mögulega alvarlegasta bræðiskast átti sér þó stað niður í miðbæ, seint að kvöldi og fyrir all mörgum árum. Þar sá ég nefnilega mann í einskonar skikkju, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég varð fjúkandi reiður, út af því að þarna var þessi heimsfrægi tónlistarmaður bara að spjalla við vin sinn í skikkju og enginn sagði neitt! Hér er best að taka fram að ég var alls ekki reiður út í hann. Hann leit stórkostlega út. Ég var reiður út í þetta skítasamfélag okkar, því ég tel mig fullvissan um að ég kæmist aldrei upp með það að mæta í bæinn í skikkju/herðaslá, eflaust stórglæsilegur, og vera ekki litinn hornauga eða áreittur af einhverjum fávitum sem benda á mig og spyrja hvort ég ætli að reyna að sjúga blóðið úr þeim. Ef Jónsi í Sigurrós (held ég, ástandið á mér var ekkert frábært þarna) má vera í skikkju niðri í bæ, þá vil ég fá að gera það líka. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þessa grein en setið á mér af ótta við viðbrögð samfélagsins. Það er ekki auðvelt að stíga fram sem skikkjuunnandi en ég tel okkur vera mun fleiri en fólk áttar sig á. Skikkjur eru nefnilega klikkaðar og það sama má segja um fínar herðaslár/kápur en þrátt fyrir það þurfa ég og aðrir eins og ég að læðast um í skuggasundum samfélagsins. Skikkjur eru einhverjar heimsins bestu flíkur, á eftir kvart- og stuttbuxum, og ég kalla eftir því við Íslendingar girðum okkur loksins í brók og gerum skikkjur aftur samfélagslega gjaldgengar í daglegu amstri. Er kaldur vindur úti? Skikkja bjargar því. Er rigning eða snjókoma? Skikkjan kemur til bjargar. Þarftu að fela þig fyrir drýslum og austurmönnum? Sumar skikkjur geta reddað því. Skikkjur geta hentað við nánast hvaða tilefni sem er, enda voru þær vinsæll klæðnaður í hundruð ára. Með einu litlu, en samt risastóru, samfélagslegu átaki, getum við Íslendingar stigið fyrstu skrefin í þessari mikilvægu og heimslægu baráttu. Kynnum skikkjur/herðaslár betur fyrir börnunum okkar og skilum skikkjuskömminni þangað sem hún á heima. Saman getum við dregið skikkjur aftur í dagsljósið, breitt þær yfir herðar okkar og bætt samfélagið til muna! Höfundur er blaðamaður og stoltur unnandi skikkja. Ég á samt enga almennilega skikkju enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ég er oftar en ekki reiður yfir einhverju og yfirleitt einhverju smávægilegu. Eitt mitt minnisstæðasta og mögulega alvarlegasta bræðiskast átti sér þó stað niður í miðbæ, seint að kvöldi og fyrir all mörgum árum. Þar sá ég nefnilega mann í einskonar skikkju, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég varð fjúkandi reiður, út af því að þarna var þessi heimsfrægi tónlistarmaður bara að spjalla við vin sinn í skikkju og enginn sagði neitt! Hér er best að taka fram að ég var alls ekki reiður út í hann. Hann leit stórkostlega út. Ég var reiður út í þetta skítasamfélag okkar, því ég tel mig fullvissan um að ég kæmist aldrei upp með það að mæta í bæinn í skikkju/herðaslá, eflaust stórglæsilegur, og vera ekki litinn hornauga eða áreittur af einhverjum fávitum sem benda á mig og spyrja hvort ég ætli að reyna að sjúga blóðið úr þeim. Ef Jónsi í Sigurrós (held ég, ástandið á mér var ekkert frábært þarna) má vera í skikkju niðri í bæ, þá vil ég fá að gera það líka. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa þessa grein en setið á mér af ótta við viðbrögð samfélagsins. Það er ekki auðvelt að stíga fram sem skikkjuunnandi en ég tel okkur vera mun fleiri en fólk áttar sig á. Skikkjur eru nefnilega klikkaðar og það sama má segja um fínar herðaslár/kápur en þrátt fyrir það þurfa ég og aðrir eins og ég að læðast um í skuggasundum samfélagsins. Skikkjur eru einhverjar heimsins bestu flíkur, á eftir kvart- og stuttbuxum, og ég kalla eftir því við Íslendingar girðum okkur loksins í brók og gerum skikkjur aftur samfélagslega gjaldgengar í daglegu amstri. Er kaldur vindur úti? Skikkja bjargar því. Er rigning eða snjókoma? Skikkjan kemur til bjargar. Þarftu að fela þig fyrir drýslum og austurmönnum? Sumar skikkjur geta reddað því. Skikkjur geta hentað við nánast hvaða tilefni sem er, enda voru þær vinsæll klæðnaður í hundruð ára. Með einu litlu, en samt risastóru, samfélagslegu átaki, getum við Íslendingar stigið fyrstu skrefin í þessari mikilvægu og heimslægu baráttu. Kynnum skikkjur/herðaslár betur fyrir börnunum okkar og skilum skikkjuskömminni þangað sem hún á heima. Saman getum við dregið skikkjur aftur í dagsljósið, breitt þær yfir herðar okkar og bætt samfélagið til muna! Höfundur er blaðamaður og stoltur unnandi skikkja. Ég á samt enga almennilega skikkju enn.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun