Kynna nýtt kerfi veiðistjórnunar Árni Sæberg skrifar 10. júní 2024 17:31 Rjúpan er vinsæl veiðibráð. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun hefur boðið á opinn rafrænan kynningarfund vegna nýrrar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpustofninn. Á fundinum verður fjallað um nýja stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og nýtt kerfi veiðistjórnunar, sem felur meðal annars í sér svæðisbundna veiðistjórnun, ný stofnlíkön og fleira. Fundurinn hefst klukkan 18. Hér má sjá fundinn og taka þátt í honum. Á meðan á fundinum stendur verður hægt að senda inn spurningar sem verður svarað í lok kynningar. Fyrir svörum sitja fulltrúar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, SKOTVÍS og Fuglaverndar ásamt Dr. Fred A. Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og stofnlíkanagerð. Hluti af menningu þjóðarinnar Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að stjórnunar- og verndaráætlanir byggi á lögum um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Stjórnunar- og verndaráætlunin sé stjórntæki þar sem lögð er fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að ná fram markmiðum áætlunarinnar. Rjúpa sé eftirsóttasta veiðibráð á Íslandi en árlega gangi að jafnaði fjögur til fimm þúsund manns til rjúpna. Hún hefur verið nýtt frá landnámi, áður fyrr til sjálfsþurftar og tekjuöflunar en síðar meir til sportveiða. Rjúpnaveiðar séu því hluti af menningu Íslendinga, bæði veiðin sem slík ásamt því að rjúpnasteik sé algeng á borðum Íslendinga um hátíðarnar. Tegundin í hættu Vísbendingar séu um að til lengri tíma litið hafi rjúpnastofn landsins minnkað og tegundin sé á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands sem tegund í yfirvofandi hættu. Að stofninum steðji ýmsar ólíkar ógnir, en þær helstu séu loftslagsbreytingar, skógrækt, landbreyting og veiði. Þessar ógnir séu flestar þess eðlis að erfitt er að stýra þeim og fylgjast með áhrifum þeirra án þess að áherslum í vöktun verði breytt eða aukið fjármagn verði sett í slíka vöktun. Veiði sé áhrifaþáttur sem hægt er að stýra og áætlun þessi snúi að veiðistjórnun. „Nauðsynlegt er að standa vörð um sjálfbærni rjúpnanytja og er útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpu því mikilvægur liður í því ferli.“ Rjúpa Skotveiði Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Sjá meira
Á fundinum verður fjallað um nýja stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og nýtt kerfi veiðistjórnunar, sem felur meðal annars í sér svæðisbundna veiðistjórnun, ný stofnlíkön og fleira. Fundurinn hefst klukkan 18. Hér má sjá fundinn og taka þátt í honum. Á meðan á fundinum stendur verður hægt að senda inn spurningar sem verður svarað í lok kynningar. Fyrir svörum sitja fulltrúar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, SKOTVÍS og Fuglaverndar ásamt Dr. Fred A. Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og stofnlíkanagerð. Hluti af menningu þjóðarinnar Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að stjórnunar- og verndaráætlanir byggi á lögum um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Stjórnunar- og verndaráætlunin sé stjórntæki þar sem lögð er fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að ná fram markmiðum áætlunarinnar. Rjúpa sé eftirsóttasta veiðibráð á Íslandi en árlega gangi að jafnaði fjögur til fimm þúsund manns til rjúpna. Hún hefur verið nýtt frá landnámi, áður fyrr til sjálfsþurftar og tekjuöflunar en síðar meir til sportveiða. Rjúpnaveiðar séu því hluti af menningu Íslendinga, bæði veiðin sem slík ásamt því að rjúpnasteik sé algeng á borðum Íslendinga um hátíðarnar. Tegundin í hættu Vísbendingar séu um að til lengri tíma litið hafi rjúpnastofn landsins minnkað og tegundin sé á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands sem tegund í yfirvofandi hættu. Að stofninum steðji ýmsar ólíkar ógnir, en þær helstu séu loftslagsbreytingar, skógrækt, landbreyting og veiði. Þessar ógnir séu flestar þess eðlis að erfitt er að stýra þeim og fylgjast með áhrifum þeirra án þess að áherslum í vöktun verði breytt eða aukið fjármagn verði sett í slíka vöktun. Veiði sé áhrifaþáttur sem hægt er að stýra og áætlun þessi snúi að veiðistjórnun. „Nauðsynlegt er að standa vörð um sjálfbærni rjúpnanytja og er útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpu því mikilvægur liður í því ferli.“
Rjúpa Skotveiði Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Sjá meira