Unnið á spítalanum lengi en óttast ekki hagsmunaárekstra Bjarki Sigurðsson og Árni Sæberg skrifa 10. júní 2024 15:30 Marta er ný talskona sjúklinga Landspítalans. Vísir/Sigurjón Talskona sjúklinga hefur tekið til starfa á Landspítalanum. Markmið hennar er að efla rödd sjúklinga og aðstandenda. Hún óttast ekki hagsmunaárekstra í nýju starfi en hún hefur lengi unnið innan veggja spítalans. Marta Jóns Hjördísardóttir tók við nýja stöðugildinu á mánudag síðustu viku en henni er ætlað að auka áherslu á fagmennsku í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur og bæta ferli í kjölfar athugasemda sjúklinga. „En líka að efla rödd sjúklinga í öllum ferlum þannig að við séum svolítið að taka rödd allra okkar þjónustuþega, sjúklinga, aðstandenda og allra sem þurfa að nota okkar þjónustu og nýta okkur hana í allri okkar ákvarðanatökur,“ segir Marta. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Getur ekki tjáð sig um einstök mál Fréttastofa hefur nýlega fjallað um tvö mál þar sem ung börn létu lífið og foreldrar kenna vanrækslu lækna um. Foreldrar beggja barna hafa kallað eftir skýrum svörum frá heilbrigðisyfirvöldum. Marta segist ekki geta tjáð sig um einstök mál auk þess sem þau hafi ekki ratað á hennar borð. „Núna ætlum við að fara meira svona heildrænt í það að efla rödd sjúklinga og hlusta í miklu víðara samhengi heldur en eingöngu að taka þétt utan um fólk sem hefur eitthvað út á þjónustuna að setja. Heldur líka að hlusta af auðmýkt, setja okkur í spor fólks og heyra raunverulega hvað það er sem skiptir sjúklingana og aðstandendur þeirra máli.“ Óttast ekki hagsmunaárekstra Marta er hjúkrunarfræðingur og hefur unnið lengi innan veggja Landspítalans. Hún hefur því lengi séð lífið innan veggja spítalans með augum starfsfólks en á núna að aðstoða sjúklinga sem gera athugasemdir. Hún óttast enga hagsmunaárekstra í nýju hlutverki. „Ég held að það sé kostur að þekkja vel stofnunina og allt sem ég hef unnið að undanfarin mörg ár hefur alltaf snúist að því að efla öryggi sjúklinga eða bæta einhvern veginn þeirra upplifun. Þannig að ég held, alla vega núna, eins og staðan er núna, þá held ég að það sé kostur að vera með manneskju sem þekkir vel til innan spítalans og þekkir mikið af fólki.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Marta Jóns Hjördísardóttir tók við nýja stöðugildinu á mánudag síðustu viku en henni er ætlað að auka áherslu á fagmennsku í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur og bæta ferli í kjölfar athugasemda sjúklinga. „En líka að efla rödd sjúklinga í öllum ferlum þannig að við séum svolítið að taka rödd allra okkar þjónustuþega, sjúklinga, aðstandenda og allra sem þurfa að nota okkar þjónustu og nýta okkur hana í allri okkar ákvarðanatökur,“ segir Marta. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Getur ekki tjáð sig um einstök mál Fréttastofa hefur nýlega fjallað um tvö mál þar sem ung börn létu lífið og foreldrar kenna vanrækslu lækna um. Foreldrar beggja barna hafa kallað eftir skýrum svörum frá heilbrigðisyfirvöldum. Marta segist ekki geta tjáð sig um einstök mál auk þess sem þau hafi ekki ratað á hennar borð. „Núna ætlum við að fara meira svona heildrænt í það að efla rödd sjúklinga og hlusta í miklu víðara samhengi heldur en eingöngu að taka þétt utan um fólk sem hefur eitthvað út á þjónustuna að setja. Heldur líka að hlusta af auðmýkt, setja okkur í spor fólks og heyra raunverulega hvað það er sem skiptir sjúklingana og aðstandendur þeirra máli.“ Óttast ekki hagsmunaárekstra Marta er hjúkrunarfræðingur og hefur unnið lengi innan veggja Landspítalans. Hún hefur því lengi séð lífið innan veggja spítalans með augum starfsfólks en á núna að aðstoða sjúklinga sem gera athugasemdir. Hún óttast enga hagsmunaárekstra í nýju hlutverki. „Ég held að það sé kostur að þekkja vel stofnunina og allt sem ég hef unnið að undanfarin mörg ár hefur alltaf snúist að því að efla öryggi sjúklinga eða bæta einhvern veginn þeirra upplifun. Þannig að ég held, alla vega núna, eins og staðan er núna, þá held ég að það sé kostur að vera með manneskju sem þekkir vel til innan spítalans og þekkir mikið af fólki.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira