Almannahagsmunir að slíkar upplýsingar séu opinberar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2024 14:01 Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis í velferðarmálum og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Vísir Forstjóri Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir úrskurð Persónuverndar um greinargerð um meðferðarheimilið Laugaland/Varpholt hafa komið á óvart. Í honum fólst að fjarlægja þurfti greinargerð af vef stofnunarinnar. Slík mál eigi erindi við almenning og eigi ekki við um úttektir sem stofnunin vinnur að í dag. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála þurfti um síðustu áramót eftir úrskurð Persónuverndar að fjarlægja greinargerð sem gerð var um meðferðarheimili fyrir unglinga, aðallega stelpur sem var staðsett á Varpholti og Laugalandi á árunum 1997-2007. Í skýrslunni sem hafði þá verið fjórtán mánuði í birtingu kom fram að næstum allir viðmælendur sem dvöldu á heimilinu hefðu upplifað andlegt ofbeldi eins og óttastjórnun, harðræði og niðurbrot. Um helmingur sagðist hafa hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þá kom fram að eftirlit barnaverndaryfirvalda brást. Kom á óvart Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir aðspurð að úrskurður Persónuverndar hafi komið á óvart. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Þetta var auðvitað niðurstaða Persónuverndar sem við sem stjórnvald verðum að hlýta sama hversu sammála eða ósammála við erum honum. Hins vegar hefur þessi úrskurður engin áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar. Þá var lögð heilmikil vinna áður en við birtum greinargerðina á sínum tíma að yfirstrika allar viðkvæmar upplýsingar úr henni. Við nutum meira að segja ráðgjafar frá Persónuvernd um hvernig væri best að hafa þessu,“ segir Herdís. Þau sem voru sem ungmenni á meðferðarheimilinu geti ekki lengur fengið skýrsluna senda til sín. „Okkur er líka óheimilt að dreifa henni,“ segir Herdís. Fyrrverandi stjórnendur meðferðarheimilisins hafi kvartað til Persónuverndar. „Mér skilst að það hafi verið stjórnendur og þeir sem ráku heimilið sem sendu inn kvörtunina,“ segir Herdís. Ekki áhrif á birtingu annarra gagna Herdís segir að önnur lög hafi gilt um Gæða- og eftirlitsstofnun þegar greinargerðin var gerð en í dag og því um lagatæknilegt atriði að ræða. „Þetta hefur ekki áhrif á birtingu annarra greinargerða sem við erum að vinna í rauntíma. Stofnunin leggur mikla áherslu á að birta allar upplýsingar um eftirlit okkar sem varðar hagsmuni almennings í landinu,“ segir Herdís. Okkur finnst mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Sérstök lög um eldri mál Herdís telur hins vegar heppilegast að sérstök lög verði sett í framtíðinni þegar ákveðið verður að rannsaka eldri mál. Þá mál sem hafa átt sér stað yfir langan tíma þar sem grunur vaknar um ofbeldi gagnvart börnum á opinberum stofnunum. „Ekki ósvipað og gert var með vöggustofuverkefnið. Það þyrfti að skapa sérstaka umgjörð í kringum rannsókn af þessum toga þegar þetta er svona langt aftur í tímann.Þessi úrskurður hefur hins vegar ekki áhrif á eftirlitsverkefni sem við sinnum í dag og birtingu á niðurstöðum þeirra,“ segir Herdís að lokum. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála þurfti um síðustu áramót eftir úrskurð Persónuverndar að fjarlægja greinargerð sem gerð var um meðferðarheimili fyrir unglinga, aðallega stelpur sem var staðsett á Varpholti og Laugalandi á árunum 1997-2007. Í skýrslunni sem hafði þá verið fjórtán mánuði í birtingu kom fram að næstum allir viðmælendur sem dvöldu á heimilinu hefðu upplifað andlegt ofbeldi eins og óttastjórnun, harðræði og niðurbrot. Um helmingur sagðist hafa hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þá kom fram að eftirlit barnaverndaryfirvalda brást. Kom á óvart Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir aðspurð að úrskurður Persónuverndar hafi komið á óvart. „Þetta kom mér svolítið á óvart. Þetta var auðvitað niðurstaða Persónuverndar sem við sem stjórnvald verðum að hlýta sama hversu sammála eða ósammála við erum honum. Hins vegar hefur þessi úrskurður engin áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar. Þá var lögð heilmikil vinna áður en við birtum greinargerðina á sínum tíma að yfirstrika allar viðkvæmar upplýsingar úr henni. Við nutum meira að segja ráðgjafar frá Persónuvernd um hvernig væri best að hafa þessu,“ segir Herdís. Þau sem voru sem ungmenni á meðferðarheimilinu geti ekki lengur fengið skýrsluna senda til sín. „Okkur er líka óheimilt að dreifa henni,“ segir Herdís. Fyrrverandi stjórnendur meðferðarheimilisins hafi kvartað til Persónuverndar. „Mér skilst að það hafi verið stjórnendur og þeir sem ráku heimilið sem sendu inn kvörtunina,“ segir Herdís. Ekki áhrif á birtingu annarra gagna Herdís segir að önnur lög hafi gilt um Gæða- og eftirlitsstofnun þegar greinargerðin var gerð en í dag og því um lagatæknilegt atriði að ræða. „Þetta hefur ekki áhrif á birtingu annarra greinargerða sem við erum að vinna í rauntíma. Stofnunin leggur mikla áherslu á að birta allar upplýsingar um eftirlit okkar sem varðar hagsmuni almennings í landinu,“ segir Herdís. Okkur finnst mikilvægt að fólk viti hvað er að fara úrskeiðis og hvað er verið að gera til að vinna að umbótum. Sérstök lög um eldri mál Herdís telur hins vegar heppilegast að sérstök lög verði sett í framtíðinni þegar ákveðið verður að rannsaka eldri mál. Þá mál sem hafa átt sér stað yfir langan tíma þar sem grunur vaknar um ofbeldi gagnvart börnum á opinberum stofnunum. „Ekki ósvipað og gert var með vöggustofuverkefnið. Það þyrfti að skapa sérstaka umgjörð í kringum rannsókn af þessum toga þegar þetta er svona langt aftur í tímann.Þessi úrskurður hefur hins vegar ekki áhrif á eftirlitsverkefni sem við sinnum í dag og birtingu á niðurstöðum þeirra,“ segir Herdís að lokum.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Alþingi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira