Bókaútgáfa, íslenskukennsla, þýðingar og máltilfinning Höskuldur Þráinsson skrifar 10. júní 2024 11:30 Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifaði áhugaverða grein hér á Vísi um daginn. Þar fjallar hún m.a. um nauðsyn þess að efla íslenska tungu og bendir á ýmsar leiðir til þess. Hún nefnir m.a. eflingu bókaútgáfu á íslensku, „íslenskukennslu á öllum skólastigum, bæði fyrir innfædda og aðflutta“, þýðingar og fleira. Þótt flestir geti líklega verið sammála um þetta, vantar stundum talsvert upp á að þessum verkefnum sé sinnt nægilega vel, eins og Sigríður bendir á. Í grein Sigríðar gætir hins vegar nokkurs misskilnings um tvö atriði. Fyrra atriðið snýr að því hvað málfræðingar fást við og til hvers. Sigríður nefnir til dæmis Fyrsta málfræðinginn, sem mun hafa verið uppi á 12. öld. Hann fann sig knúinn til þess að „setja Íslendingum stafróf“, eins og hann kallaði það, þ.e. gera tillögu um það hvernig æskilegt væri að skrifa íslensku þannig að skiljanlegt væri. Til þess þurfti nefnilega fleiri bókstafi en notaðir voru í latneska stafrófinu af því að íslenskt hljóðkerfi var og er öðruvísi en það latneska. Allir sem hafa fengist við bókaútgáfu, ritstjórn, móðurmálskennslu (eða aðra málakennslu) vita, að nauðsynlegt er að hafa ákveðnar stafsetningarreglur. Annars er ekki hægt að ganga frá texta til útgáfu, kenna stafsetningu eða lestur. Ýmsir höfundar hafa að vísu leyft sér að víkja frá slíkum reglum á skipulegan hátt, eins og Halldór Laxness, en auðvitað getur ekki gengið að hver skrifi eins og honum dettur í hug hverju sinni þótt einhverjir kynnu að skilja ummæli Sigríðar þannig. En Fyrsti málfræðingurinn var ekki bara að búa til stafsetningarreglur. Hann þurfti nefnilega um leið að lýsa því hvernig íslenskt hljóðkerfi (íslenskur framburður) var. Þessi mállýsing hans er í raun einstök á heimsmælikvarða og stórmerkileg heimild um íslenskt mál á hans dögum og það er hún sem hefur haldið nafni hans á lofti. Hann var nefnilega ekki síður „lýsandi málfræðingur“ en „vísandi“, svo að gripið sé til orðalags sem stundum er notað um viðfangsefni málfræðinga. Lýsandi málfræði felst í því að lýsa því hvernig tungumálið er, í vísandi málfræði eru gefnar leiðbeiningar um notkun þess, frágang texta o.fl. Í lýsandi málfræði eru málfræðingar þá í raun og veru að reyna að komast að því hvaða reglur gilda í viðkomandi tungumáli og lýsa þeim, ekki búa þær til. Tungumál eru nefnilega að mestu leyti regluleg og það er sá eiginleiki sem gerir okkur kleift að tileinka okkur þau. Það á m.a. við um börn á máltökuskeiði. Innfæddir málnotendur hafa jafnan tileinkað sér þessar reglur ómeðvitað og það eru þær sem liggja að baki máltilfinningu þeirra. Málakennarar þurfa hins vegar oft að lýsa þeim fyrir aðfluttum, eða öðrum sem eru að tileinka sér annað mál en móðurmálið, til að auðvelda þeim að öðlast tilfinningu fyrir því. Í öðru lagi víkur Sigríður að því sem hún kallar „nýstárlegt kynhlutlaust mál“ og vill þar taka upp hanskann fyrir samstarfsfólk sitt hjá Ríkisútvarpinu. En eins og oft vill verða blandast óskyldir hlutir saman í þeirri umræðu. Eitt er það að sumum finnst meira hlutleysi fólgið í því að notað orðið fólk þar sem ýmsir nota orðið menn, vegna þess að orðið maður getur stundum átt við karla. Allir sem hafa tileinkað sér íslensku hafa tilfinningu fyrir því hvað þessi orð merkja og nota þau áreiðanlega bæði. Stundum eru þau alveg jafngild, stundum ekki. En þetta hefur í sjálfu sér ekkert með málkerfið að gera. Þetta er bara merking og notkunarsvið einstakra orða. Annað er það að reyna að venja sig á að nota hvorugkyn fleirtölu eins og öll, sum en ekki karlkyn fleirtölu allir, sumir þegar merkingin er almenn og ekki er verið að vísa í tiltekinn afmarkaðan hóp. Sigríður sýnir, og leggur áherslu á, að hún noti karlkyn fleirtölu á þennan hátt og gefur í skyn að hún hafi „íhaldssama máltilfinningu“ að þessu leyti. En það er reyndar ekki rétt. Ég leyfi mér að fullyrða að allir sem hafa tileinkað sér íslensku hafi haft þessa máltilfinningu og hafi í raun og veru enn. Þar með talið er það fólk sem er að gera tilraun til að nota hvorugkyn fleirtölu í þessu nýja hlutverki. Annars hefði það ekki talað og skrifað íslensku eins og það gerði áður en það hóf þessa tilraunastarfsemi – og gerir að sumu leyti enn eins og oft má sjá og heyra þegar það gleymir sér. Eitt er nefnilega að finnast að tungumálið EIGI að vera öðruvísi en það er, annað að hafa öðlast tilfinningu (máltilfinningu) fyrir því hvernig það er og geta þess vegna talað það og skrifað. Það fyrra er pólitískt atriði, það seinna snýst um máltilfinningu og málfræði (lýsingu á máltilfinningunni). Þess vegna segja líka sumir að það sé tilgangslaust að benda á málfræðileg rök gegn þessari nýju málnotkun af því að þetta snúist bara um pólitík, ekki máltilfinningu og málfræði. En af hverju hafa sumir málfræðingar, ég þar á meðal, varað við þeirri tilraunastarfsemi sem hér var lýst? Það er vegna þess að fáir hafa leitt hugann að því hvaða áhrif hún getur haft. Þarna er nefnilega verið að reyna að búa til málnotkun sem er ekki móðurmál neins, búa til tilbrigði í málinu sem eiga sér enga hliðstæðu. Það eru auðvitað ýmiss konar tilbrigði í íslensku eða breytileiki, en þar er jafnan um það að ræða að eitt er í samræmi við máltilfinningu sumra, annað í samræmi við máltilfinningu annarra og þar er yfirleitt ekki um neinn merkingarmun að ræða. En þegar Ævar Örn Jósepsson hjá Ríkisútvarpinu skrifar frétt og segir Fjögur slösuðust í hörðum árekstri þá getur vel verið að hann sé að nota hvorugkynsmyndina fjögur í almennri merkingu og viti ekkert um fólkið. Sigríður Hagalín myndi hins vegar ekki skrifa Fjögur slösuðust ... nema hún vissi að þetta hefðu ekki bara verið konur og ekki bara karlar. Aftur á móti myndi Ævar Örn væntanlega ekki skrifa Fjórir slösuðust ... nema hann vissi að eingöngu hefði verið um karla að ræða. Sigríður Hagalín myndi hins vegar nota karlkynið þarna þótt hún vissi ekkert um fólkið nema fjölda hinna slösuðu. Og svo vikið sé að alþingismönnum þá myndi Þórhildur Sunna væntanlega nota þetta eins og Ævar Örn, en það er ekkert að vita hvað Katrín Jakobsdóttir hefði átt við með svona orðalagi undanfarin ár af því að hún hefur sagst nota hvorugkyn og karlkyn á víxl eða til skiptis í svona samhengi. Að þessu leyti eru þessi tilbrigði allt annars eðlis en annar breytileiki í málinu, enda tilbúin af pólitískum ástæðum og ekki sjálfsprottin eins og áður var nefnt. Þetta gerir þau erfiðari viðfangs en nokkur önnur tilbrigði fyrir börn á máltökuskeiði og aðflutta málnotendur. Og það er líka þess vegna sem fólk sem fæst við að kenna aðkomnum íslensku kvartar yfir þessum tilraunum. En setjum nú svo að hvorugkyn fleirtölu í þessari almennu merkingu myndi slá í gegn þannig að þetta „nýstárlega kynhlutlausa mál“ (sem í raun er alls ekkert kynhlutlaust eins og sjá má af dæmunum hér á undan) yrði almenn málnotkun á Íslandi um það leyti sem allir bílar væru orðnir rafmagnsbílar. Þá myndi karlkyn eintölu samt væntanlega halda óbreyttu hlutverki þannig að áfram yrði t.d. sagt í fyrirmælum Enginn má yfirgefa húsið en ekki Ekkert má yfirgefa húsið ef átt væri við fólk. Málfræðilegt karlkyn hefði þá sem sagt annars konar hlutverk í eintölu en í fleirtölu. Og ef unglingar í skólum (eða innflytjendur) væru látnir lesa eða hlusta á bókmenntir eða aðra texta skrifaða á fyrri hluta 21. aldar eða fyrr, þar með taldar bækur Sigríðar Hagalín Björnsdóttur (sem áreiðanlega munu standast tímans tönn), þá þyrfti að útskýra fyrir þeim að í öllum þessum bókum, og líka í íslenskum málsháttum og orðatiltækjum, hafi karlkyn fleirtölu og hvorugkyn fleirtölu annað notkunarsvið en þegar þarna verður komið sögu. Það þyrfti m.ö.o. að „þýða“ þessa texta á vissan hátt og það er áreiðanlega ekki sú efling þýðingarstarfsemi sem Sigríður Hagalín kallar eftir. Höfundur er fyrrverandi prófessor í íslensku nútímamáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk fræði Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifaði áhugaverða grein hér á Vísi um daginn. Þar fjallar hún m.a. um nauðsyn þess að efla íslenska tungu og bendir á ýmsar leiðir til þess. Hún nefnir m.a. eflingu bókaútgáfu á íslensku, „íslenskukennslu á öllum skólastigum, bæði fyrir innfædda og aðflutta“, þýðingar og fleira. Þótt flestir geti líklega verið sammála um þetta, vantar stundum talsvert upp á að þessum verkefnum sé sinnt nægilega vel, eins og Sigríður bendir á. Í grein Sigríðar gætir hins vegar nokkurs misskilnings um tvö atriði. Fyrra atriðið snýr að því hvað málfræðingar fást við og til hvers. Sigríður nefnir til dæmis Fyrsta málfræðinginn, sem mun hafa verið uppi á 12. öld. Hann fann sig knúinn til þess að „setja Íslendingum stafróf“, eins og hann kallaði það, þ.e. gera tillögu um það hvernig æskilegt væri að skrifa íslensku þannig að skiljanlegt væri. Til þess þurfti nefnilega fleiri bókstafi en notaðir voru í latneska stafrófinu af því að íslenskt hljóðkerfi var og er öðruvísi en það latneska. Allir sem hafa fengist við bókaútgáfu, ritstjórn, móðurmálskennslu (eða aðra málakennslu) vita, að nauðsynlegt er að hafa ákveðnar stafsetningarreglur. Annars er ekki hægt að ganga frá texta til útgáfu, kenna stafsetningu eða lestur. Ýmsir höfundar hafa að vísu leyft sér að víkja frá slíkum reglum á skipulegan hátt, eins og Halldór Laxness, en auðvitað getur ekki gengið að hver skrifi eins og honum dettur í hug hverju sinni þótt einhverjir kynnu að skilja ummæli Sigríðar þannig. En Fyrsti málfræðingurinn var ekki bara að búa til stafsetningarreglur. Hann þurfti nefnilega um leið að lýsa því hvernig íslenskt hljóðkerfi (íslenskur framburður) var. Þessi mállýsing hans er í raun einstök á heimsmælikvarða og stórmerkileg heimild um íslenskt mál á hans dögum og það er hún sem hefur haldið nafni hans á lofti. Hann var nefnilega ekki síður „lýsandi málfræðingur“ en „vísandi“, svo að gripið sé til orðalags sem stundum er notað um viðfangsefni málfræðinga. Lýsandi málfræði felst í því að lýsa því hvernig tungumálið er, í vísandi málfræði eru gefnar leiðbeiningar um notkun þess, frágang texta o.fl. Í lýsandi málfræði eru málfræðingar þá í raun og veru að reyna að komast að því hvaða reglur gilda í viðkomandi tungumáli og lýsa þeim, ekki búa þær til. Tungumál eru nefnilega að mestu leyti regluleg og það er sá eiginleiki sem gerir okkur kleift að tileinka okkur þau. Það á m.a. við um börn á máltökuskeiði. Innfæddir málnotendur hafa jafnan tileinkað sér þessar reglur ómeðvitað og það eru þær sem liggja að baki máltilfinningu þeirra. Málakennarar þurfa hins vegar oft að lýsa þeim fyrir aðfluttum, eða öðrum sem eru að tileinka sér annað mál en móðurmálið, til að auðvelda þeim að öðlast tilfinningu fyrir því. Í öðru lagi víkur Sigríður að því sem hún kallar „nýstárlegt kynhlutlaust mál“ og vill þar taka upp hanskann fyrir samstarfsfólk sitt hjá Ríkisútvarpinu. En eins og oft vill verða blandast óskyldir hlutir saman í þeirri umræðu. Eitt er það að sumum finnst meira hlutleysi fólgið í því að notað orðið fólk þar sem ýmsir nota orðið menn, vegna þess að orðið maður getur stundum átt við karla. Allir sem hafa tileinkað sér íslensku hafa tilfinningu fyrir því hvað þessi orð merkja og nota þau áreiðanlega bæði. Stundum eru þau alveg jafngild, stundum ekki. En þetta hefur í sjálfu sér ekkert með málkerfið að gera. Þetta er bara merking og notkunarsvið einstakra orða. Annað er það að reyna að venja sig á að nota hvorugkyn fleirtölu eins og öll, sum en ekki karlkyn fleirtölu allir, sumir þegar merkingin er almenn og ekki er verið að vísa í tiltekinn afmarkaðan hóp. Sigríður sýnir, og leggur áherslu á, að hún noti karlkyn fleirtölu á þennan hátt og gefur í skyn að hún hafi „íhaldssama máltilfinningu“ að þessu leyti. En það er reyndar ekki rétt. Ég leyfi mér að fullyrða að allir sem hafa tileinkað sér íslensku hafi haft þessa máltilfinningu og hafi í raun og veru enn. Þar með talið er það fólk sem er að gera tilraun til að nota hvorugkyn fleirtölu í þessu nýja hlutverki. Annars hefði það ekki talað og skrifað íslensku eins og það gerði áður en það hóf þessa tilraunastarfsemi – og gerir að sumu leyti enn eins og oft má sjá og heyra þegar það gleymir sér. Eitt er nefnilega að finnast að tungumálið EIGI að vera öðruvísi en það er, annað að hafa öðlast tilfinningu (máltilfinningu) fyrir því hvernig það er og geta þess vegna talað það og skrifað. Það fyrra er pólitískt atriði, það seinna snýst um máltilfinningu og málfræði (lýsingu á máltilfinningunni). Þess vegna segja líka sumir að það sé tilgangslaust að benda á málfræðileg rök gegn þessari nýju málnotkun af því að þetta snúist bara um pólitík, ekki máltilfinningu og málfræði. En af hverju hafa sumir málfræðingar, ég þar á meðal, varað við þeirri tilraunastarfsemi sem hér var lýst? Það er vegna þess að fáir hafa leitt hugann að því hvaða áhrif hún getur haft. Þarna er nefnilega verið að reyna að búa til málnotkun sem er ekki móðurmál neins, búa til tilbrigði í málinu sem eiga sér enga hliðstæðu. Það eru auðvitað ýmiss konar tilbrigði í íslensku eða breytileiki, en þar er jafnan um það að ræða að eitt er í samræmi við máltilfinningu sumra, annað í samræmi við máltilfinningu annarra og þar er yfirleitt ekki um neinn merkingarmun að ræða. En þegar Ævar Örn Jósepsson hjá Ríkisútvarpinu skrifar frétt og segir Fjögur slösuðust í hörðum árekstri þá getur vel verið að hann sé að nota hvorugkynsmyndina fjögur í almennri merkingu og viti ekkert um fólkið. Sigríður Hagalín myndi hins vegar ekki skrifa Fjögur slösuðust ... nema hún vissi að þetta hefðu ekki bara verið konur og ekki bara karlar. Aftur á móti myndi Ævar Örn væntanlega ekki skrifa Fjórir slösuðust ... nema hann vissi að eingöngu hefði verið um karla að ræða. Sigríður Hagalín myndi hins vegar nota karlkynið þarna þótt hún vissi ekkert um fólkið nema fjölda hinna slösuðu. Og svo vikið sé að alþingismönnum þá myndi Þórhildur Sunna væntanlega nota þetta eins og Ævar Örn, en það er ekkert að vita hvað Katrín Jakobsdóttir hefði átt við með svona orðalagi undanfarin ár af því að hún hefur sagst nota hvorugkyn og karlkyn á víxl eða til skiptis í svona samhengi. Að þessu leyti eru þessi tilbrigði allt annars eðlis en annar breytileiki í málinu, enda tilbúin af pólitískum ástæðum og ekki sjálfsprottin eins og áður var nefnt. Þetta gerir þau erfiðari viðfangs en nokkur önnur tilbrigði fyrir börn á máltökuskeiði og aðflutta málnotendur. Og það er líka þess vegna sem fólk sem fæst við að kenna aðkomnum íslensku kvartar yfir þessum tilraunum. En setjum nú svo að hvorugkyn fleirtölu í þessari almennu merkingu myndi slá í gegn þannig að þetta „nýstárlega kynhlutlausa mál“ (sem í raun er alls ekkert kynhlutlaust eins og sjá má af dæmunum hér á undan) yrði almenn málnotkun á Íslandi um það leyti sem allir bílar væru orðnir rafmagnsbílar. Þá myndi karlkyn eintölu samt væntanlega halda óbreyttu hlutverki þannig að áfram yrði t.d. sagt í fyrirmælum Enginn má yfirgefa húsið en ekki Ekkert má yfirgefa húsið ef átt væri við fólk. Málfræðilegt karlkyn hefði þá sem sagt annars konar hlutverk í eintölu en í fleirtölu. Og ef unglingar í skólum (eða innflytjendur) væru látnir lesa eða hlusta á bókmenntir eða aðra texta skrifaða á fyrri hluta 21. aldar eða fyrr, þar með taldar bækur Sigríðar Hagalín Björnsdóttur (sem áreiðanlega munu standast tímans tönn), þá þyrfti að útskýra fyrir þeim að í öllum þessum bókum, og líka í íslenskum málsháttum og orðatiltækjum, hafi karlkyn fleirtölu og hvorugkyn fleirtölu annað notkunarsvið en þegar þarna verður komið sögu. Það þyrfti m.ö.o. að „þýða“ þessa texta á vissan hátt og það er áreiðanlega ekki sú efling þýðingarstarfsemi sem Sigríður Hagalín kallar eftir. Höfundur er fyrrverandi prófessor í íslensku nútímamáli.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun