Ungt burðardýr hlaut vægari dóm í Landsrétti Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 20:20 Maðurinn flutti fíkniefnin í ferðatösku. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm Edas Geraitis, 24 ára litáísks karlmanns, úr fimm ára fangelsisvist í fjögurra. Hann var sakfelldur fyrir að flytja inn ríflega fimm kíló af kókaíni til landsins árið 2022. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 20. febrúar þessa árs segir að Geraitis hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 30. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 5,068,64 g af kókaíni, með styrkleika 60 til 83 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Kókaínið hafi hann flutt til Íslands sem farþegi með flugi Icelandair, frá Brussel, Belgíu, til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Hann hafi játað brot sín skýlaust, fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Héraðsdómur dæmdi hann til fimm ára fangelsisvistar. Rétt rúmlega tvítugt burðardýr Í dómi héraðsdóms segir að Geraitis sé fæddur í mars árið 2001. Því var hann aðeins 22 ára þegar hann kom til landsins með fíknefnin meðferðis. Þá segir að af rannsóknargögnum málsins yrði ekki séð að Geraitis hefði verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hefði tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Yrði litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar, ungs aldurs hans og skýlausrar játningar hans á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Þá yrði einnig litið til þess að samkvæmt efnaskýrslu meðal gagna málsins hafi um þriðjungur efnanna verið með aðeins 60 til 63 prósent styrkleika. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að Geraitis hafi flutt umtalsvert magn af sterku kókaíni til landsins, ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni og að aðkoma hans væri ómissandi liður í því ferli. Að öllu framangreindu virtu og með vísan til tveggja dóma Hæstaréttar Ísland mat héraðsdómur refsingu Geraitis hæfilega ákveðna fimm ára fangelsi. Ákæruvaldið vildi þyngri refsingu Í dómi Landsréttar segir að Ríkissaksóknari hafi áfrýjað dómi héraðsdóms, í samræmi við yfirlýsingu Geraitis um áfrýjun. Ákæruvaldið hafi krafist þess að refsing hans yrði þyngd en Geraitis að refsingin yrði milduð. 2Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms og með hliðsjón af tveimur nýlegum dómum Landsréttar þætti refsing Geraitis réttilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Allur áfrýjunarkostnaður var felldur á ríkissjóð en ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað og upptöku fíkniefna staðfest. Geraitis var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í héraði, tvær milljónir króna. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 20. febrúar þessa árs segir að Geraitis hafi verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 30. nóvember 2023, staðið að innflutningi á samtals 5,068,64 g af kókaíni, með styrkleika 60 til 83 prósent, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Kókaínið hafi hann flutt til Íslands sem farþegi með flugi Icelandair, frá Brussel, Belgíu, til Keflavíkurflugvallar, falin í farangurstösku. Hann hafi játað brot sín skýlaust, fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Héraðsdómur dæmdi hann til fimm ára fangelsisvistar. Rétt rúmlega tvítugt burðardýr Í dómi héraðsdóms segir að Geraitis sé fæddur í mars árið 2001. Því var hann aðeins 22 ára þegar hann kom til landsins með fíknefnin meðferðis. Þá segir að af rannsóknargögnum málsins yrði ekki séð að Geraitis hefði verið eigandi fíkniefnanna eða að hann hefði tekið þátt í skipulagningu á innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Yrði litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar, ungs aldurs hans og skýlausrar játningar hans á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Þá yrði einnig litið til þess að samkvæmt efnaskýrslu meðal gagna málsins hafi um þriðjungur efnanna verið með aðeins 60 til 63 prósent styrkleika. Á hinn bóginn yrði ekki fram hjá því litið að Geraitis hafi flutt umtalsvert magn af sterku kókaíni til landsins, ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni og að aðkoma hans væri ómissandi liður í því ferli. Að öllu framangreindu virtu og með vísan til tveggja dóma Hæstaréttar Ísland mat héraðsdómur refsingu Geraitis hæfilega ákveðna fimm ára fangelsi. Ákæruvaldið vildi þyngri refsingu Í dómi Landsréttar segir að Ríkissaksóknari hafi áfrýjað dómi héraðsdóms, í samræmi við yfirlýsingu Geraitis um áfrýjun. Ákæruvaldið hafi krafist þess að refsing hans yrði þyngd en Geraitis að refsingin yrði milduð. 2Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms og með hliðsjón af tveimur nýlegum dómum Landsréttar þætti refsing Geraitis réttilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Allur áfrýjunarkostnaður var felldur á ríkissjóð en ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað og upptöku fíkniefna staðfest. Geraitis var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað í héraði, tvær milljónir króna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira