Hraungígur brast í morgun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. júní 2024 10:16 Eldgos hófst þann 29. maí síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með. Að sögn Minneyjar Sigurðardóttur, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofunni er hraunstraumurinn í suðurhlíð gígsins. Á vefmyndavélum sést ekki nákvæmlega hvert straumurinn rennur en hann virðist vera við Sýlingarfell. Aðspurð um hversu mikið eða hratt flæðið sé segir Minney að erfitt sé að segja til um það að svo stöddu en það sé ekki að ógna neinum innviðum eins og er, heldur hlaðist upp á hraun sem fyrir var. Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Land hætt að síga og landris hugsanlega hafið á ný Í færslu á Facebook síðu Eldfjalla- og náttúruváhóps Suðurlands kemur fram að gígurinn sé orðinn ansi hár og standi sennilega 20 til 30 metra yfir umliggjandi hraunbreiðu. Trónir hann mun hærra í landinu núna en gígurinn sem lifði lengst í síðasta gosi. Þá segir í færslunni að kvikusöfnun virðist hafin á nýjan leik undir Svartsengi. Minney segir aflögunarhóp Veðurstofunnar ekki hafa staðfest landris en svo virðist sem landsig sé hætt. „Gögnin sína lárétta línu sem þýðir stöðnun.“ Nýjustu gögn verða skoðuð í dag og í kjölfarið ættu að liggja fyrir nánari upplýsingar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur áfram Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. 4. júní 2024 17:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Að sögn Minneyjar Sigurðardóttur, náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofunni er hraunstraumurinn í suðurhlíð gígsins. Á vefmyndavélum sést ekki nákvæmlega hvert straumurinn rennur en hann virðist vera við Sýlingarfell. Aðspurð um hversu mikið eða hratt flæðið sé segir Minney að erfitt sé að segja til um það að svo stöddu en það sé ekki að ógna neinum innviðum eins og er, heldur hlaðist upp á hraun sem fyrir var. Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Land hætt að síga og landris hugsanlega hafið á ný Í færslu á Facebook síðu Eldfjalla- og náttúruváhóps Suðurlands kemur fram að gígurinn sé orðinn ansi hár og standi sennilega 20 til 30 metra yfir umliggjandi hraunbreiðu. Trónir hann mun hærra í landinu núna en gígurinn sem lifði lengst í síðasta gosi. Þá segir í færslunni að kvikusöfnun virðist hafin á nýjan leik undir Svartsengi. Minney segir aflögunarhóp Veðurstofunnar ekki hafa staðfest landris en svo virðist sem landsig sé hætt. „Gögnin sína lárétta línu sem þýðir stöðnun.“ Nýjustu gögn verða skoðuð í dag og í kjölfarið ættu að liggja fyrir nánari upplýsingar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur áfram Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. 4. júní 2024 17:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Einn gígur virkur og kvikusöfnun heldur áfram Nýleg gögn benda til þess að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Gígurinn sem ennþá er virkur er staðsettur rétt við þann gíg sem gaus lengst úr í eldgosinu sem hófst 16. mars og endaði 9. maí. Land heldur áfram að síga ólíkt því sem hefur áður sést í eldgosunum á Sundhnúksgígaröðinni. 4. júní 2024 17:00