„Veit hvernig börnin mín myndu vilja fá svona fréttir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2024 11:01 Gareth Southgate. Vísir/Ívar Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, átti erfiðan dag í gær líkt og hann greinir frá við Stöð 2 Sport. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Líkt og hefð er fyrir stóð enska knattspyrnusambandið að blaðamannafundi degi fyrir leik í gær en þar var íslenska landsliðið ekkert rætt. Lokahópur Englands fyrir komandi Evrópumót var tilkynntur hálftíma fyrir fund og snerist allt í ensku samfélagi um val á hinum og þessum. „Þetta er erfitt. Við erum þéttur hópur og við höfum þurft að færa góðum vinum erfiðar fréttir. Það hefur verið strembið. En við þurfum einnig að muna að þetta er frábært afrek fyrir þá sem eru valdir, sumir í fyrsta skipti. Við þurfum einnig að samgleðjast þeim,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Southgate segir þetta það erfiðasta sem hann gerir í starfi. „Alveg klárlega. Ég hef spilað og ég er faðir, svo ég veit hvernig börnin mín myndu vilja fá svona fréttir. Það er aðeins hægt að vera eins virðingarfullur og hreinskilinn og hægt er. Allir leikmenn okkar eru miklir fagmenn og við höfum unnið með þeim lengi. Það gerir þetta erfiðara á margan hátt en á sama tíma styðja þeir fast við bakið á liðinu.“ James Maddison og Jack Grealish eru á meðal þeirra sem fara ekki með til Þýskalands á meðan yngri menn líkt og Kobbie Mainoo og Jack Wharton verða í flugvélinni. Hann er fullviss að hópurinn sé sá rétti fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi lið. Það eru margir ungir leikmenn að koma upp sem hafa gert gríðarvel að vinna fyrir treyjunni. Það sést líka á gæðum þeirra sem við tókum ekki,“ segir Southgate um landsliðsvalið. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Líkt og hefð er fyrir stóð enska knattspyrnusambandið að blaðamannafundi degi fyrir leik í gær en þar var íslenska landsliðið ekkert rætt. Lokahópur Englands fyrir komandi Evrópumót var tilkynntur hálftíma fyrir fund og snerist allt í ensku samfélagi um val á hinum og þessum. „Þetta er erfitt. Við erum þéttur hópur og við höfum þurft að færa góðum vinum erfiðar fréttir. Það hefur verið strembið. En við þurfum einnig að muna að þetta er frábært afrek fyrir þá sem eru valdir, sumir í fyrsta skipti. Við þurfum einnig að samgleðjast þeim,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Southgate segir þetta það erfiðasta sem hann gerir í starfi. „Alveg klárlega. Ég hef spilað og ég er faðir, svo ég veit hvernig börnin mín myndu vilja fá svona fréttir. Það er aðeins hægt að vera eins virðingarfullur og hreinskilinn og hægt er. Allir leikmenn okkar eru miklir fagmenn og við höfum unnið með þeim lengi. Það gerir þetta erfiðara á margan hátt en á sama tíma styðja þeir fast við bakið á liðinu.“ James Maddison og Jack Grealish eru á meðal þeirra sem fara ekki með til Þýskalands á meðan yngri menn líkt og Kobbie Mainoo og Jack Wharton verða í flugvélinni. Hann er fullviss að hópurinn sé sá rétti fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi lið. Það eru margir ungir leikmenn að koma upp sem hafa gert gríðarvel að vinna fyrir treyjunni. Það sést líka á gæðum þeirra sem við tókum ekki,“ segir Southgate um landsliðsvalið. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Sjá meira
Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01
Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00
Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22