Bjarni vill fjölga meðmælendum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. júní 2024 07:30 Bjarni hefur boðað formenn flokka á fund í dag vegna stjórnarskrárbreytinga Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. Í samtali við mbl segist Bjarni þeirrar skoðunar að auka ætti meðmælandafjölda sem þurfi til að bjóða fram í forsetakosningum. „Ég efast ekki um að þeir frambjóðendur sem höfðu mestan stuðning í forsetakosningunum hefðu farið létt með að komast yfir hærri þröskuld en þann sem er í dag,“ segir Bjarni. Fimmtán hundruð undirskrifir þarf til að bjóða sig fram til embættis forseta en hækkun á þeim fjölda hefur reglulega komið til tals. Meðal þess sem lagt var til í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, um stjórnarskrárbreytingar var að meðmælafjöldi yrði 2,5 prósent Íslendinga í stað 1500. Frumvarpið hlaut ekki þinglega meðferð árið 2021. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt Alþingi fyrir að hafa ekki enn breytt ákvæðinu um fjölda meðmæla er Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Ísland. Hann sagði í upphafi árs að það drægi stórlega úr virðingu forsetaembættisins hversu fáar undirskriftir þyrfti. „Það er góð spurning af hverju þessu hefur ekki verið breytt og það er í rauninni mikil sorgarsaga. Það verður að skrifast á reikning þingsins og reikning sérstaklega þingmeirihlutans á hverjum tíma og ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma sem er náttúrulega leiðandi um það að svona breytingar séu gerðar,“ sagði Ólafur. Tólf voru í framboði til forseta í nýafstöðnum kosningum. Sex frambjóðendur fengu minna en 1500 atkvæði, en þau fengu samanlagt 3.010 atkvæði, alls 1,41 prósent atkvæða. Flest atkvæði, af þessum sex, fékk Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem fékk 1.383 atkvæði. Næstflest fékk Ástþór Magnússon með 465 atkvæði og svo Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 394 atkvæði. Viktor Traustason fékk svo aðeins færri en Ásdís Rán eða 392 atkvæði. Helga Þórisdóttir fékk svo 275 atkvæði en fæst atkvæði fékk Eiríkur Ingi Jóhannsson sem fékk 101 atkvæði. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Í samtali við mbl segist Bjarni þeirrar skoðunar að auka ætti meðmælandafjölda sem þurfi til að bjóða fram í forsetakosningum. „Ég efast ekki um að þeir frambjóðendur sem höfðu mestan stuðning í forsetakosningunum hefðu farið létt með að komast yfir hærri þröskuld en þann sem er í dag,“ segir Bjarni. Fimmtán hundruð undirskrifir þarf til að bjóða sig fram til embættis forseta en hækkun á þeim fjölda hefur reglulega komið til tals. Meðal þess sem lagt var til í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, um stjórnarskrárbreytingar var að meðmælafjöldi yrði 2,5 prósent Íslendinga í stað 1500. Frumvarpið hlaut ekki þinglega meðferð árið 2021. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt Alþingi fyrir að hafa ekki enn breytt ákvæðinu um fjölda meðmæla er Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Ísland. Hann sagði í upphafi árs að það drægi stórlega úr virðingu forsetaembættisins hversu fáar undirskriftir þyrfti. „Það er góð spurning af hverju þessu hefur ekki verið breytt og það er í rauninni mikil sorgarsaga. Það verður að skrifast á reikning þingsins og reikning sérstaklega þingmeirihlutans á hverjum tíma og ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma sem er náttúrulega leiðandi um það að svona breytingar séu gerðar,“ sagði Ólafur. Tólf voru í framboði til forseta í nýafstöðnum kosningum. Sex frambjóðendur fengu minna en 1500 atkvæði, en þau fengu samanlagt 3.010 atkvæði, alls 1,41 prósent atkvæða. Flest atkvæði, af þessum sex, fékk Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem fékk 1.383 atkvæði. Næstflest fékk Ástþór Magnússon með 465 atkvæði og svo Ásdís Rán Gunnarsdóttir með 394 atkvæði. Viktor Traustason fékk svo aðeins færri en Ásdís Rán eða 392 atkvæði. Helga Þórisdóttir fékk svo 275 atkvæði en fæst atkvæði fékk Eiríkur Ingi Jóhannsson sem fékk 101 atkvæði.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. 3. júní 2024 12:15