Tók fjóra daga að þíða skautasvellið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2024 19:10 Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar, stendur í ströngu þessa dagana. bjarni einarsson Í fyrsta sinn í sjö ár sést í steypuna undir ísnum í Skautahöllinni í Laugardal þar sem endurbætur standa nú yfir. Fjóra daga tók að þíða ísinn áður en hægt var rífa niður veggi. „Við erum að skipta um hringinn í kringum svellið sem kallaðir eru battar og gler. Það hefur ekki verið gert síðan skautahöllin var standsett á sínum tíma,“ segir Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar. Litlu sem engu hefur verið breytt frá þeim tíma en endurbæturnar eru meðal annars tilkomnar vegna reglugerðar sem sett var af Alþjóðlega íshokkísambandinu og krefst breytinga á böttunum. Framkvæmdir hófust á mánudag en fyrst þurfti að þíða ísinn sem tekur fjóra til fimm daga. „Það eru sjö ár síðan við tókum ísinn af síðast. Í rauninni erum við alveg hættir að taka ísinn af nema við þurfum það nauðsynlega vegna þess að skautahöllin er bara lokuð í einn mánuð á ári.“ Halda í upprunalegt útlit Skautahöllin verður opnuð að nýju í byrjun september þegar framkvæmdum er lokið. Endurbæturnar verða ekki verulegar enda stendur til að halda í upprunalegt útlit hallarinnar. „Það hefur ekki miklu verið breytt síðan að skautahöllin var opnuð. Það eru komin 25 ár síðan að byggt var yfir svellið árið 1999.“ Hann segir að gamaldags og klassískt útlit skautahallarinnar hafi verið það sem hreif framleiðeiðendur þáttanna True Detective sem meðal annars voru teknir í höllinni en þar var nokkrum líkum komið fyrir á svellinu. „Planið er að klára að rífa allt út í þessari viku, það er nú bara einn dagur eftir af henni þannig við verðum að láta hendur standa frammi úr ermum.“ Skautaíþróttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
„Við erum að skipta um hringinn í kringum svellið sem kallaðir eru battar og gler. Það hefur ekki verið gert síðan skautahöllin var standsett á sínum tíma,“ segir Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar. Litlu sem engu hefur verið breytt frá þeim tíma en endurbæturnar eru meðal annars tilkomnar vegna reglugerðar sem sett var af Alþjóðlega íshokkísambandinu og krefst breytinga á böttunum. Framkvæmdir hófust á mánudag en fyrst þurfti að þíða ísinn sem tekur fjóra til fimm daga. „Það eru sjö ár síðan við tókum ísinn af síðast. Í rauninni erum við alveg hættir að taka ísinn af nema við þurfum það nauðsynlega vegna þess að skautahöllin er bara lokuð í einn mánuð á ári.“ Halda í upprunalegt útlit Skautahöllin verður opnuð að nýju í byrjun september þegar framkvæmdum er lokið. Endurbæturnar verða ekki verulegar enda stendur til að halda í upprunalegt útlit hallarinnar. „Það hefur ekki miklu verið breytt síðan að skautahöllin var opnuð. Það eru komin 25 ár síðan að byggt var yfir svellið árið 1999.“ Hann segir að gamaldags og klassískt útlit skautahallarinnar hafi verið það sem hreif framleiðeiðendur þáttanna True Detective sem meðal annars voru teknir í höllinni en þar var nokkrum líkum komið fyrir á svellinu. „Planið er að klára að rífa allt út í þessari viku, það er nú bara einn dagur eftir af henni þannig við verðum að láta hendur standa frammi úr ermum.“
Skautaíþróttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira