Genginn úr meirihlutasamstarfi vegna meints trúnaðarbrests Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júní 2024 10:59 Meirihlutasamstarfið tórir enn að því er lesa má úr máli Einars Jóns Pálssonar oddvita. Vísir/Samsett Magnús S. Magnússon, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Suðurnesjabæ, segir trúnaðarbrest meðal Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni hafa valdið því að hann gekk úr meirihlutasamstarfinu. Meirihlutinn klofnaði í tveimur atkvæðagreiðslum á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Eftir fundinn segist Magnús hafa lýst því yfir að hann styddi ekki meirihlutasamstarfið lengur. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn hugðist reisa gervigrasvöll fyrir knattspyrnuiðkendur sveitarfélagsins. Ágreiningur var þó um staðsetningu vallarins og hvort hann yrði í Sandgerði eða Garði, þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Á fundi í síðustu viku lagði Magnús, ásamt Antoni Kristni Guðmundssyni fulltrúa Framsóknar, fram tillögu um að völlurinn yrði settur í Sandgerði en samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu hafði lagt til að völlurinn yrði í Garði. Tillaga Magnúsar og Framsóknar var samþykkt en tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti henni. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar, Framsóknar og Magnúsar sjálfs, greiddu með henni atkvæði. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki hafa verið meðvitaður um tillögu Framsóknar og Magnúsar fyrir bæjarráðsfundinn en Magnús segir það ekki rétt. „Fólk býr sér til stöður í málaflokknum og þykist ekkert vita. Það er bara gert til að ná athygli. Þau vissu vel af þessu. Ef fólk kynnir sér betur stjórnsýsluna að þá var oddvitinn hjá okkur Sjálfstæðismönnum búinn að vísa málinu í bæjarráð til afgreiðslu,“ segir hann en vill ekki tjá sig um smáatriði. Honum var vísað úr bæjarráði og Einar settur í hans stað á fundinum. Meirihlutinn var einnig klofinn í þeirri atkvæðagreiðslu. Einar Jón Pálsson, oddviti bæjarráðsins, vildi ekki tjá sig um hvort meirihlutinn haldi samstarfinu gangandi þegar fréttastofa hafði samband við hann. Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Eftir fundinn segist Magnús hafa lýst því yfir að hann styddi ekki meirihlutasamstarfið lengur. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn hugðist reisa gervigrasvöll fyrir knattspyrnuiðkendur sveitarfélagsins. Ágreiningur var þó um staðsetningu vallarins og hvort hann yrði í Sandgerði eða Garði, þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Á fundi í síðustu viku lagði Magnús, ásamt Antoni Kristni Guðmundssyni fulltrúa Framsóknar, fram tillögu um að völlurinn yrði settur í Sandgerði en samráðshópur sem skipaður var fyrr á árinu hafði lagt til að völlurinn yrði í Garði. Tillaga Magnúsar og Framsóknar var samþykkt en tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti henni. Fulltrúar minnihlutans, Samfylkingar, Framsóknar og Magnúsar sjálfs, greiddu með henni atkvæði. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki hafa verið meðvitaður um tillögu Framsóknar og Magnúsar fyrir bæjarráðsfundinn en Magnús segir það ekki rétt. „Fólk býr sér til stöður í málaflokknum og þykist ekkert vita. Það er bara gert til að ná athygli. Þau vissu vel af þessu. Ef fólk kynnir sér betur stjórnsýsluna að þá var oddvitinn hjá okkur Sjálfstæðismönnum búinn að vísa málinu í bæjarráð til afgreiðslu,“ segir hann en vill ekki tjá sig um smáatriði. Honum var vísað úr bæjarráði og Einar settur í hans stað á fundinum. Meirihlutinn var einnig klofinn í þeirri atkvæðagreiðslu. Einar Jón Pálsson, oddviti bæjarráðsins, vildi ekki tjá sig um hvort meirihlutinn haldi samstarfinu gangandi þegar fréttastofa hafði samband við hann.
Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira