Grímur segir tímabært að Vg biðji kjósendur sína afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2024 10:14 Grímur segir algerlega óskiljanlegt að Vinstri græn séu í samkrulli við þá Birgi Þórarinsson og Ásmund Friðriksson, menn sem standa fyrir allt sem Vinstri græn segjast ekki vera um. vísir/vilhelm Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að vera Vinstri grænna í ríkisstjórninni gangi í berhögg við stefnu flokksins og tilgang hans. Hann segir flokkinn í slæmum félagsskap. Grímur nefnir tvö dæmi til marks um þessa óskiljanlegu sambúð, að hans mati. „Í aldreifða mogga morgunsins má lesa furðuviðtal við Birgi Þórarinsson þingmann um meintar ofsóknir sem gyðingar verða fyrir á Íslandi. Eins og venjulega skautar Birgir algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að stjórnvöld í Ísrael hafa kúgað Palestínumenn sl. 75 ár og myrt mörg þúsund börn sl. mánuði. Þetta er auðvitað óboðlegur málflutningur hjá þingmanninum en lýsir ágætlega hvernig Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera innréttaður nú um stundir.“ Þá bendir Grímur á Vísi sem sagði af ræðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem Grímur segir að sé enn og aftur mættur í pontu til að tala fyrir hræðsluáróðri gegn hælisleitendum. „Ásmundur svífst einskis þegar kemur að poppúlískri nálgun í stjórnmálum. Öll þau sex ár sem eiginkona mín sat á þingi dreifði hann lygasögum um hve mikilla fjárhagslegra hagsmuna hún hefði af fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Það skipti engu máli hve oft hann var leiðréttur - hann hélt bara áfram að ljúga.“ Eiginkona Gríms er Helga Vala Helgadóttir lögmaður og áður þingman Samfylkingarinnar. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. En Katrínu Jakobsdóttur tókst einatt að bera klæði á vopnin. En nú virðist fátt um varnir. „Hvenær ætlar VG að fara aftur í ræturnar og biðjast afsökunar á þeirri skömm sem það óneitanlega er að sitja í ríkisstjórn með fólki sem situr yst á hægri jaðrinum?“ spyr Grímur og dregur ekki af sér: „Útlendingafrumvarpið sem flokkurinn virðist styðja er algjörlega í andstöðu við stefnu og tilgang flokksins. Það er kominn tími til að flokkurinn gangist við mistökunum sem þetta feigðarflan frá haustinu 2017 óneitanlega er. Slíti stjórnarsamstarfinu, biðji kjósendur sína afsökunar og mæti síðan þeim örlögum sem kjósendur ákveða. Það væri smá reisn yfir því. Illugi Jökulsson rithöfundur leggur orð í belg og telur þetta að vísu ekkert hafa með VG að gera. „Þingmennska er fíkn og fólk er til í flest til að fullnægja fíkninni. Nema reyndar ákveðin kona sem við þekkjum báðir, hún virðist hafa verið blessunarlega laus við fíknina,“ segir Illugi. Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og framkvæmdastjóri spyr hins vegar hvort þetta sé ekki „samt meira gamall vani en fíkn hjá Vg? Meira eins og saltkjöt og baunir og minna eins og kókaín?“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Grímur nefnir tvö dæmi til marks um þessa óskiljanlegu sambúð, að hans mati. „Í aldreifða mogga morgunsins má lesa furðuviðtal við Birgi Þórarinsson þingmann um meintar ofsóknir sem gyðingar verða fyrir á Íslandi. Eins og venjulega skautar Birgir algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að stjórnvöld í Ísrael hafa kúgað Palestínumenn sl. 75 ár og myrt mörg þúsund börn sl. mánuði. Þetta er auðvitað óboðlegur málflutningur hjá þingmanninum en lýsir ágætlega hvernig Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera innréttaður nú um stundir.“ Þá bendir Grímur á Vísi sem sagði af ræðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem Grímur segir að sé enn og aftur mættur í pontu til að tala fyrir hræðsluáróðri gegn hælisleitendum. „Ásmundur svífst einskis þegar kemur að poppúlískri nálgun í stjórnmálum. Öll þau sex ár sem eiginkona mín sat á þingi dreifði hann lygasögum um hve mikilla fjárhagslegra hagsmuna hún hefði af fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Það skipti engu máli hve oft hann var leiðréttur - hann hélt bara áfram að ljúga.“ Eiginkona Gríms er Helga Vala Helgadóttir lögmaður og áður þingman Samfylkingarinnar. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. En Katrínu Jakobsdóttur tókst einatt að bera klæði á vopnin. En nú virðist fátt um varnir. „Hvenær ætlar VG að fara aftur í ræturnar og biðjast afsökunar á þeirri skömm sem það óneitanlega er að sitja í ríkisstjórn með fólki sem situr yst á hægri jaðrinum?“ spyr Grímur og dregur ekki af sér: „Útlendingafrumvarpið sem flokkurinn virðist styðja er algjörlega í andstöðu við stefnu og tilgang flokksins. Það er kominn tími til að flokkurinn gangist við mistökunum sem þetta feigðarflan frá haustinu 2017 óneitanlega er. Slíti stjórnarsamstarfinu, biðji kjósendur sína afsökunar og mæti síðan þeim örlögum sem kjósendur ákveða. Það væri smá reisn yfir því. Illugi Jökulsson rithöfundur leggur orð í belg og telur þetta að vísu ekkert hafa með VG að gera. „Þingmennska er fíkn og fólk er til í flest til að fullnægja fíkninni. Nema reyndar ákveðin kona sem við þekkjum báðir, hún virðist hafa verið blessunarlega laus við fíknina,“ segir Illugi. Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og framkvæmdastjóri spyr hins vegar hvort þetta sé ekki „samt meira gamall vani en fíkn hjá Vg? Meira eins og saltkjöt og baunir og minna eins og kókaín?“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira