Fannst yfirgefin tveggja daga gömul en lifir góða lífinu í dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2024 15:20 Það væsir ekki um kálfinn unga, sem enn á eftir að fá nafn. Hreindýragarðurinn Hálfs mánaðar gamall hreindýrskálfur er nýjasti íbúinn í Hreindýragarðinum á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Nýliðinn hefur vakið mikla lukku þrátt fyrir að mikil vinna liggi að baki því að sjá um móðurlausan kálf. Kolbrún Edda er einn af umsjónarmönnum Hreindýragarðsins. Hún segir bænum hafa borist símtal þess efnis að lítill hreindýrskálfur hafi fundist yfirgefinn upp í fjalli nálægt Ormsstöðum utan við Egilsstaði. Björn Magnússon hreindýrabóndi og afi Eddu hafi stokkið af stað og verið meira en viðbúin þessu, en fyrir eiga þau hreindýratarfa sem fundust árið 2021, Mosa og Garp. Eftir að Mosi og Garpur fundust, aðeins nokkurra daga gamlir, gekk Björn þeim í móðurstað. Sama átti sér stað þegar nýjasti kálfurinn fannst. „Afi hefur síðustu ár verið að vinna í því að stækka og betrumbæta Hreindýragarðinn og hefur aðsóknin verið fram úr okkar væntingum. Með því að hugsa um tarfana okkar tvo hefur hann verið að byggja kofa og fleiri hólf, ef það skyldu finnast fleiri kálfar eða hreindýr í neyð, og hefur hann búið þar síðustu vikur, með litlu hreindýrabeljuna okkar,“ segir Edda. Kálfurinn var á stærð við fót fyrstu dagana. Hreindýragarðurinn Hún hafi einungis verið eins eða tveggja daga gömul þegar hún kom í Hreindýragarðinn. „Hún hefur dafnað afar vel og er um hálfs mánaða í dag. Það er brjáluð vinna að vera með móðurlausan hreindýrskálf og hefur afi verið hjá henni allan sólahringinn, dag og nótt, að hlúa að henni og passa að hún fái allt sem hún þurfi.“ Edda segir svipaða vinnu felast í því að sjá um hreindýrskálf og ungabarn. Fyrir utan að sofa þurfi með kálfinn úti og blanda nýja mjólk á tveggja tíma fresti. Hreindýragarðurinn virðist afar vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem eiga leið um Austurlandið. „Við höfum verið að fá mikið af gestum þrátt fyrir lítið af auglýsingum, en í vetur fengum við gesti hvern einasta dag, þrátt fyrir að vera ekki með opnunartíma. Og síðasta sumar voru um fjögur þúsund manns,“ segir Edda. Enn á eftir að gefa kálfinum nafn, en í færslu Hreindýragarðsins á Instagram eru fylgjendur beðnir um tillögur að nafni á kálfinn. Lumar þú á góðu nafni? Kálfurinn vex hratt úr grasi. Hreindýragarðurinn Íbúar passa vel upp á að hún sé nærð.Hreindýragarðurinn Mosi og Garpur ásamt Birni hreindýrabónda.Hreindýragarðurinn Dýr Landbúnaður Múlaþing Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Kolbrún Edda er einn af umsjónarmönnum Hreindýragarðsins. Hún segir bænum hafa borist símtal þess efnis að lítill hreindýrskálfur hafi fundist yfirgefinn upp í fjalli nálægt Ormsstöðum utan við Egilsstaði. Björn Magnússon hreindýrabóndi og afi Eddu hafi stokkið af stað og verið meira en viðbúin þessu, en fyrir eiga þau hreindýratarfa sem fundust árið 2021, Mosa og Garp. Eftir að Mosi og Garpur fundust, aðeins nokkurra daga gamlir, gekk Björn þeim í móðurstað. Sama átti sér stað þegar nýjasti kálfurinn fannst. „Afi hefur síðustu ár verið að vinna í því að stækka og betrumbæta Hreindýragarðinn og hefur aðsóknin verið fram úr okkar væntingum. Með því að hugsa um tarfana okkar tvo hefur hann verið að byggja kofa og fleiri hólf, ef það skyldu finnast fleiri kálfar eða hreindýr í neyð, og hefur hann búið þar síðustu vikur, með litlu hreindýrabeljuna okkar,“ segir Edda. Kálfurinn var á stærð við fót fyrstu dagana. Hreindýragarðurinn Hún hafi einungis verið eins eða tveggja daga gömul þegar hún kom í Hreindýragarðinn. „Hún hefur dafnað afar vel og er um hálfs mánaða í dag. Það er brjáluð vinna að vera með móðurlausan hreindýrskálf og hefur afi verið hjá henni allan sólahringinn, dag og nótt, að hlúa að henni og passa að hún fái allt sem hún þurfi.“ Edda segir svipaða vinnu felast í því að sjá um hreindýrskálf og ungabarn. Fyrir utan að sofa þurfi með kálfinn úti og blanda nýja mjólk á tveggja tíma fresti. Hreindýragarðurinn virðist afar vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem eiga leið um Austurlandið. „Við höfum verið að fá mikið af gestum þrátt fyrir lítið af auglýsingum, en í vetur fengum við gesti hvern einasta dag, þrátt fyrir að vera ekki með opnunartíma. Og síðasta sumar voru um fjögur þúsund manns,“ segir Edda. Enn á eftir að gefa kálfinum nafn, en í færslu Hreindýragarðsins á Instagram eru fylgjendur beðnir um tillögur að nafni á kálfinn. Lumar þú á góðu nafni? Kálfurinn vex hratt úr grasi. Hreindýragarðurinn Íbúar passa vel upp á að hún sé nærð.Hreindýragarðurinn Mosi og Garpur ásamt Birni hreindýrabónda.Hreindýragarðurinn
Dýr Landbúnaður Múlaþing Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira