Þórður Steinar stefnir á hvalveiðar auk Hvals hf. Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2024 13:23 Þórður Steinar á hrefnuveiðum árið 2011. aðsend Tvær umsóknir um leyfi til hvalveiða bárust matvælaráðuneytinu, sem enn á eftir að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. Ein umsókn barst um leyfi til veiða á langreyðum frá Hval hf. og önnur um leyfi til veiða á hrefnu frá Þórði Steinari Lárussyni fyrir skipið Deili GK. „Það er gott að hafa leyfið ef maður ætlar í þetta. Maður gerir ekkert án leyfis enda kostar þetta haug af peningum. En ég uppfylli öll skilyrði,“ segir vongóður Þórður Steinar í samtali við fréttastofu. Ráðuneytið staðfestir umsóknirnar í svari við fyrirspurn fréttastofu. Á árunum 2003 til 2018 stunduðu 3-5 bátar hrefnuveiðar hér við land, en árið 2018 árið voru einungis 6 hrefnur veiddar. Síðast veiddi Þórður Steinar hrefnu árin 2009 til 2014. Hann sótti aftur um leyfi árið 2018 sem rann út 2021, en nýtti ekki leyfið þar sem hann var önnum kafinn í vinnu hjá Kristjáni Loftssyni hjá Hval hf. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein hrefna. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Steinar mundar sprengiskutulinn.facebook „Það er erfiðara að veiða hrefnuna, sem gerir það að verkum að það er skemmtilegra. En það er klárlega góður markaður fyrir þetta kjöt.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra á enn eftir að taka ákvörðun um leyfisveitinguna. Umsagnarfrestur rann út á miðnætti. „Hún liggur enn undir feldi blessunin. Við gefum henni bara þann tíma sem hún þarf, en sumarið er farið. Þetta tekur þrjá fjóra mánuði í undirbúning,“ segir Þórður Steinar og nefnir útvegun báts og uppsetningu vinnslu. Þórður Steinar er uppalinn í Deildardal í Skagafirði og hefur verið í 25 ár á sjó en hvalveiðum frá 2009, með hléum. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
„Það er gott að hafa leyfið ef maður ætlar í þetta. Maður gerir ekkert án leyfis enda kostar þetta haug af peningum. En ég uppfylli öll skilyrði,“ segir vongóður Þórður Steinar í samtali við fréttastofu. Ráðuneytið staðfestir umsóknirnar í svari við fyrirspurn fréttastofu. Á árunum 2003 til 2018 stunduðu 3-5 bátar hrefnuveiðar hér við land, en árið 2018 árið voru einungis 6 hrefnur veiddar. Síðast veiddi Þórður Steinar hrefnu árin 2009 til 2014. Hann sótti aftur um leyfi árið 2018 sem rann út 2021, en nýtti ekki leyfið þar sem hann var önnum kafinn í vinnu hjá Kristjáni Loftssyni hjá Hval hf. Síðasta hrefnan var veidd árið 2021 en það árið veiddist aðeins ein hrefna. Leyfin til veiða á hrefnu og langreyði eru hins vegar alveg aðskilin. Þórður Steinar mundar sprengiskutulinn.facebook „Það er erfiðara að veiða hrefnuna, sem gerir það að verkum að það er skemmtilegra. En það er klárlega góður markaður fyrir þetta kjöt.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra á enn eftir að taka ákvörðun um leyfisveitinguna. Umsagnarfrestur rann út á miðnætti. „Hún liggur enn undir feldi blessunin. Við gefum henni bara þann tíma sem hún þarf, en sumarið er farið. Þetta tekur þrjá fjóra mánuði í undirbúning,“ segir Þórður Steinar og nefnir útvegun báts og uppsetningu vinnslu. Þórður Steinar er uppalinn í Deildardal í Skagafirði og hefur verið í 25 ár á sjó en hvalveiðum frá 2009, með hléum.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira