„Veit ekki hvað kom yfir mig“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Árni Jóhannsson skrifa 4. júní 2024 22:30 Guðrún Arnardóttir átti frábæran sprett í fyrra marki Íslands. Vísir/Diego „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. „Okkur tókst það í dag og mér fannst við frekar sannfærandi. Mér fannst við vera með yfirhöndina, líka í fyrri hálfleik þegar við vorum á móti vindi. Auðvitað var stundum erfitt að spila út úr vörninni og kannski festumst við aðeins aftarlega á vellinum, en mér fannst við samt alltaf vera með yfirhöndina svona heilt yfir.“ Þá segir Guðrún það hafa verið mikilvægt að ná inn marki í fyrri hálfleik með vindinn í fangið, vitandi það að liðið gat sótt stífar í síðari hálfleik. „Algjörlega. Það er alltaf gott að skora og við viljum að sjálfsögðu skora sem mest. Það var gott að ná inn marki á móti vindinum, en það var líka smá blaut tuska að fá á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks.“ „Við vorum samt með jákvæða tilfinningu farandi inn í hálfleikinn. Við vorum að gera vel og að skapa færi þannig við vorum ekkert hræddar við að fara inn í seinni hálfleikinn.“ Sjálf átti Guðrún stóran þátt í fyrra marki Íslands í kvöld. „Ég tók bara fyrstu snertinguna og þær hörfuðu þannig ég hélt bara áfram. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Þetta var einhver egósprettur sem allir eru jafn hissa á og ég. Ég er bara guðslifandi fegin að Hlín hafi klárað þetta svo fólk muni eftir þessu.“ Hlín Eiríksdóttir kemur Íslandi yfir.Vísir/Diego Þá segir hún hálfleiksræðu Þorsteins ekki hafa verið flókna. „Við töluðum bara um að fá enn meiri orku með því að fá vindinn í bakið og að við gætum nýtt okkur það. En að við þyrftum að sjálfsögðu að passa það að vindurinn tekur líka oft boltann sem er eitthvað sem við lentum stundum í. Við töluðum bara um að halda áfram og að reyna að finna svæðin fyrir framan vörnina eða fyrir aftan, eftir því hvað þær væru að bjóða okkur upp á. Mér fannst við gera það bara fínt.“ Að lokum segir Guðrún að leikmenn liðsins séu farnir að láta sér dreyma um sæti á EM í Sviss á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Við vorum með þetta markmið að vera með yfirhöndina eftir þetta verkefni og að vera með þetta í okkar höndum. Við vonum að í næsta glugga verði hægt að henda „EM staðfest“ í fyrirsögnina,“ sagði Guðrún að lokum Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
„Okkur tókst það í dag og mér fannst við frekar sannfærandi. Mér fannst við vera með yfirhöndina, líka í fyrri hálfleik þegar við vorum á móti vindi. Auðvitað var stundum erfitt að spila út úr vörninni og kannski festumst við aðeins aftarlega á vellinum, en mér fannst við samt alltaf vera með yfirhöndina svona heilt yfir.“ Þá segir Guðrún það hafa verið mikilvægt að ná inn marki í fyrri hálfleik með vindinn í fangið, vitandi það að liðið gat sótt stífar í síðari hálfleik. „Algjörlega. Það er alltaf gott að skora og við viljum að sjálfsögðu skora sem mest. Það var gott að ná inn marki á móti vindinum, en það var líka smá blaut tuska að fá á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks.“ „Við vorum samt með jákvæða tilfinningu farandi inn í hálfleikinn. Við vorum að gera vel og að skapa færi þannig við vorum ekkert hræddar við að fara inn í seinni hálfleikinn.“ Sjálf átti Guðrún stóran þátt í fyrra marki Íslands í kvöld. „Ég tók bara fyrstu snertinguna og þær hörfuðu þannig ég hélt bara áfram. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Þetta var einhver egósprettur sem allir eru jafn hissa á og ég. Ég er bara guðslifandi fegin að Hlín hafi klárað þetta svo fólk muni eftir þessu.“ Hlín Eiríksdóttir kemur Íslandi yfir.Vísir/Diego Þá segir hún hálfleiksræðu Þorsteins ekki hafa verið flókna. „Við töluðum bara um að fá enn meiri orku með því að fá vindinn í bakið og að við gætum nýtt okkur það. En að við þyrftum að sjálfsögðu að passa það að vindurinn tekur líka oft boltann sem er eitthvað sem við lentum stundum í. Við töluðum bara um að halda áfram og að reyna að finna svæðin fyrir framan vörnina eða fyrir aftan, eftir því hvað þær væru að bjóða okkur upp á. Mér fannst við gera það bara fínt.“ Að lokum segir Guðrún að leikmenn liðsins séu farnir að láta sér dreyma um sæti á EM í Sviss á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Við vorum með þetta markmið að vera með yfirhöndina eftir þetta verkefni og að vera með þetta í okkar höndum. Við vonum að í næsta glugga verði hægt að henda „EM staðfest“ í fyrirsögnina,“ sagði Guðrún að lokum
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira