„Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2024 11:34 Fjölnir Sæmundsson segir dóminn sýna að lögreglumenn komist ekki upp með brot í starfi. Vísir/Vilhelm Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. Atvik málsins voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann hafi úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá hafi lögreglumaðurinn sparkað í manninn og slegið hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Jós lögreglumaðurinn einnig fúkyrðum yfir manninn. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að eftir lestur dómsins virðist málið borðleggjandi. „Þarna fór lögreglumaður því miður út fyrir umboð sitt eða valdsvið, og fór ekki eftir reglum. Það blasir við,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir mögulegt að mál eins og þetta dragi úr trausti fólks til lögreglu. „En ég er nú að vona það að fólk sjái að lögreglumenn komast ekkert upp með að brjóta af sér í starfi, þá séu þeir dæmdir. Þetta sýni fólki fram á að það er sannarlega eftirlit með lögreglunni. Við í lögreglunni viljum auðvitað bara að þeir sem brjóti af sér í starfi sæti afleiðingum þess.“ Maðurinn hafi ekki starfað hjá lögreglunni frá því málið kom upp. Vilja ekki fá á sig óorð Fjölnir segist ekkert hafa út á dóminn að setja. „Eftir að hafa lesið hann þá held ég að þetta sé bara réttur dómur. Maðurinn fór út fyrir valdsvið sitt þarna og á bara að sæta afleiðingum þess. Það er það sem við lögreglumenn viljum að gerist. Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar og við viljum að fólk viti að það eru afleiðingar ef við förum út fyrir valdsvið okkar.“ Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Atvik málsins voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann hafi úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá hafi lögreglumaðurinn sparkað í manninn og slegið hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Jós lögreglumaðurinn einnig fúkyrðum yfir manninn. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að eftir lestur dómsins virðist málið borðleggjandi. „Þarna fór lögreglumaður því miður út fyrir umboð sitt eða valdsvið, og fór ekki eftir reglum. Það blasir við,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir mögulegt að mál eins og þetta dragi úr trausti fólks til lögreglu. „En ég er nú að vona það að fólk sjái að lögreglumenn komast ekkert upp með að brjóta af sér í starfi, þá séu þeir dæmdir. Þetta sýni fólki fram á að það er sannarlega eftirlit með lögreglunni. Við í lögreglunni viljum auðvitað bara að þeir sem brjóti af sér í starfi sæti afleiðingum þess.“ Maðurinn hafi ekki starfað hjá lögreglunni frá því málið kom upp. Vilja ekki fá á sig óorð Fjölnir segist ekkert hafa út á dóminn að setja. „Eftir að hafa lesið hann þá held ég að þetta sé bara réttur dómur. Maðurinn fór út fyrir valdsvið sitt þarna og á bara að sæta afleiðingum þess. Það er það sem við lögreglumenn viljum að gerist. Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar og við viljum að fólk viti að það eru afleiðingar ef við förum út fyrir valdsvið okkar.“
Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03