England gekk frá Bosníu-Hersegóvínu í lok leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 20:47 Harry Kane kom inn af bekknum og skoraði sitt 63. A-landsliðsmark. Stu Forster/Getty Images England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 í vináttulandsleik á St. James' Park í Newcastle. Mörkin komu öll í síðari hálfleik. England er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Þann 7. júní næstkomandi tekur England á móti Íslandi og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrst var hins vegar leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu á dagskrá. Má segja að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi stillt upp B-liðinu í kvöld þar sem það vantaði flesta af sterkustu póstum liðsins. Let's go, #ThreeLions! 🦁 pic.twitter.com/NZreb4Xuor— England (@England) June 3, 2024 Í byrjunarliðið vantaði til að mynda Kyle Walker, John Stones, Harry Maguire, Declan Rice, Jude Bellingham, Jack Grealish, Phil Foden, Bukayo Saka og Harry Kane. Sást það ef til vill á spilamennskunni en staðan var markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eftir slétta klukkustund komust heimamenn yfir þökk sé marki Cole Palmer af vítapunktinum. Vítaspyrna hafði verið dæmd eftir að brotið var á Ezri Konsa innan vítateigs. Bæðu Kane og Grealish komu inn af bekknum skömmu etir markið og áttu stóran þátt í að gulltryggja sigur Englands undir lok leiks. 🥶 pic.twitter.com/6VuSLzrDmf— England (@England) June 3, 2024 Þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma átti Grealish þessa líka fínu sendingu á Trent Alexander-Arnold sem skoraði með góðu skoti innan vítateigs. Trent lék á miðjunni í kvöld en hann er skráður sem miðjumaður í leikmannahópi Englands fyrir EM. Kane gekk svo endanlega frá leiknum ekki löngu síðar þegar boltinn féll til hans eftir að skot Jarrod Bowen fór í varnarmann. Kane réttur maður á réttum stað, eitthvað sem England vonast til að hann verði út sumarið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur á St. James´ Park í Newcastle 3-0 Englandi í vil. Þá gerðu Þýskaland og Úkraínu markalaust jafntefli í Þýskalandi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
England er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Þann 7. júní næstkomandi tekur England á móti Íslandi og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrst var hins vegar leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu á dagskrá. Má segja að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi stillt upp B-liðinu í kvöld þar sem það vantaði flesta af sterkustu póstum liðsins. Let's go, #ThreeLions! 🦁 pic.twitter.com/NZreb4Xuor— England (@England) June 3, 2024 Í byrjunarliðið vantaði til að mynda Kyle Walker, John Stones, Harry Maguire, Declan Rice, Jude Bellingham, Jack Grealish, Phil Foden, Bukayo Saka og Harry Kane. Sást það ef til vill á spilamennskunni en staðan var markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eftir slétta klukkustund komust heimamenn yfir þökk sé marki Cole Palmer af vítapunktinum. Vítaspyrna hafði verið dæmd eftir að brotið var á Ezri Konsa innan vítateigs. Bæðu Kane og Grealish komu inn af bekknum skömmu etir markið og áttu stóran þátt í að gulltryggja sigur Englands undir lok leiks. 🥶 pic.twitter.com/6VuSLzrDmf— England (@England) June 3, 2024 Þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma átti Grealish þessa líka fínu sendingu á Trent Alexander-Arnold sem skoraði með góðu skoti innan vítateigs. Trent lék á miðjunni í kvöld en hann er skráður sem miðjumaður í leikmannahópi Englands fyrir EM. Kane gekk svo endanlega frá leiknum ekki löngu síðar þegar boltinn féll til hans eftir að skot Jarrod Bowen fór í varnarmann. Kane réttur maður á réttum stað, eitthvað sem England vonast til að hann verði út sumarið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur á St. James´ Park í Newcastle 3-0 Englandi í vil. Þá gerðu Þýskaland og Úkraínu markalaust jafntefli í Þýskalandi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira